| Heimir Eyvindarson
Það er ansi þétt leikjaprógramm hjá Liverpool í janúar, 5 leikir búnir og 4 framundan. Swansea um helgina, svo Southampton í deildabikarnum og Wolves í FA bikarnum, áður en topplið Chelsea mætir á Anfield síðasta dag mánaðarins. Semsagt, eftir þennan leik bíða þrír úrslitaleikir.
Auðvitað eru allir leikir í deildinni hálfgerðir úrslitaleikir, en vonandi detta okkar menn ekki í þá gryfju að vanmeta Swansea liðið - og mikilvægi leiksins. Það væri hreint og beint afleitt að fara að tapa stigum gegn liði sem er með allt lóðbeint niðrum sig. En það hefur svosem gerst áður hjá Liverpool.
Swansea er á botni deildarinnar með 15 stig og ef Gylfi Sigurðsson væri ekki í liðinu þá væru stigin enn færri. Liðið hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu sex leikjum og nýjum stjóra félagsins, Paul Clement, tókst ekki að snúa afleitu gengi liðsins við í fyrsta leik, en Swansea steinlá 4-0 á móti Arsenal um liðna helgi. En það styttist vitanlega í sigurinn hjá Swansea, við verðum bara að vona að þeir fresti viðsnúningi eitthvað fram yfir helgina a.m.k.
Liverpool er enn ósigrað á Anfield á leiktíðinni og er sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Klopp hefur úr sæmilegum hópi leikmanna að moða og virðist ekki ætla að breyta því neitt í janúarglugganum. Coutinho fékk dýrmætar 60 mínútur á móti Plymouth í gær til þess að koma sér í spilaform og mun örugglega byrja leikinn. Joel Matip fær vonandi að spila, en farsinn í kringum hann er að verða mjög vandræðalegur. Mané er í Afríkukeppninni, en aðrir byrjunarliðsmenn eiga held ég að vera klárir.
Það er nokkuð öruggt að Mignolet byrjar í markinu og Clyne kemur sjálfsagt inn fyrir Alexander-Arnold, þrátt fyrir góða frammistöðu stráksins í síðustu tveimur leikjum. Ef Matip fær leikheimild þá verður hann í miðju varnarinnar ásamt Lovren, annars leysir Klavan þá stöðu. Milner verður svo pottþétt í bakverðinum og það eru allar líkur á því að hann skori, því hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum sínum gegn Swansea í deildinni.
Firmino, Lallana, Henderson og Wijnaldum koma alveg örugglega inn í liðið og væntanlega Can líka. Einu spurningin er kannski hvort Sturridge fær sjénsinn, en hann var nokkuð sprækur í leiknum í gær en fékk alls ekki nógu góða þjónustu frá miðjunni.
Það er talsvert rætt um það í ensku pressunni í dag að Sturridge sé á förum frá Liverpool. Í settinu hjá BT Sports í gærkvöldi hvatti Steven Gerrard Sturridge eindregið til þess að vera um kyrrt og taka þátt í þeim björtu tímum sem framundan eru hjá félaginu undir stjórn Klopp. Það er óskandi að Sturridge fari hvergi því þótt hann sé alls ekki lykilmaður í liðinu þessa dagana þá eru hæfileikar hans ótvíræðir og dýrmætt að hafa slíkan mann í vopnabúrinu.
Það hefur verið hálfgert andleysi yfir Liverpool í janúar. Liðið virkar þreytt og þungt og það hefur verið talsvert basl á mönnum um allan völl. Sérstaklega fram á við. Það skýrist að hluta til af fjarveru Coutinho og Mané, en einnig skrifast það á þunnskipaðan hóp. Nú er Coutinho kominn til baka, en Mané var að skjóta Senegal í undanúrslit í Afríkumótinu í kvöld þannig að hann er ekki á heimleið í bráð.
Það er að sjálfsögðu algjörlega sanngjarnt að gera kröfu um að liðið leggi botnliðið að velli, en það getur allt gerst í boltanum og einhvernveginn er ég alveg þrælstressaður fyrir þessa viðureign. Ég spái samt Liverpool sigri. Segjum 2-1. Mörkin koma frá Milner og Sturridge.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Swansea í 22. umferð Úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Vonandi taka Gylfi og félagar ekki upp á því að rétta úr kútnum um helgina.
Það er ansi þétt leikjaprógramm hjá Liverpool í janúar, 5 leikir búnir og 4 framundan. Swansea um helgina, svo Southampton í deildabikarnum og Wolves í FA bikarnum, áður en topplið Chelsea mætir á Anfield síðasta dag mánaðarins. Semsagt, eftir þennan leik bíða þrír úrslitaleikir.
Auðvitað eru allir leikir í deildinni hálfgerðir úrslitaleikir, en vonandi detta okkar menn ekki í þá gryfju að vanmeta Swansea liðið - og mikilvægi leiksins. Það væri hreint og beint afleitt að fara að tapa stigum gegn liði sem er með allt lóðbeint niðrum sig. En það hefur svosem gerst áður hjá Liverpool.
Swansea er á botni deildarinnar með 15 stig og ef Gylfi Sigurðsson væri ekki í liðinu þá væru stigin enn færri. Liðið hefur fengið á sig 18 mörk í síðustu sex leikjum og nýjum stjóra félagsins, Paul Clement, tókst ekki að snúa afleitu gengi liðsins við í fyrsta leik, en Swansea steinlá 4-0 á móti Arsenal um liðna helgi. En það styttist vitanlega í sigurinn hjá Swansea, við verðum bara að vona að þeir fresti viðsnúningi eitthvað fram yfir helgina a.m.k.
Liverpool er enn ósigrað á Anfield á leiktíðinni og er sem stendur í 3. sæti deildarinnar. Klopp hefur úr sæmilegum hópi leikmanna að moða og virðist ekki ætla að breyta því neitt í janúarglugganum. Coutinho fékk dýrmætar 60 mínútur á móti Plymouth í gær til þess að koma sér í spilaform og mun örugglega byrja leikinn. Joel Matip fær vonandi að spila, en farsinn í kringum hann er að verða mjög vandræðalegur. Mané er í Afríkukeppninni, en aðrir byrjunarliðsmenn eiga held ég að vera klárir.
Það er nokkuð öruggt að Mignolet byrjar í markinu og Clyne kemur sjálfsagt inn fyrir Alexander-Arnold, þrátt fyrir góða frammistöðu stráksins í síðustu tveimur leikjum. Ef Matip fær leikheimild þá verður hann í miðju varnarinnar ásamt Lovren, annars leysir Klavan þá stöðu. Milner verður svo pottþétt í bakverðinum og það eru allar líkur á því að hann skori, því hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum sínum gegn Swansea í deildinni.
Firmino, Lallana, Henderson og Wijnaldum koma alveg örugglega inn í liðið og væntanlega Can líka. Einu spurningin er kannski hvort Sturridge fær sjénsinn, en hann var nokkuð sprækur í leiknum í gær en fékk alls ekki nógu góða þjónustu frá miðjunni.
Það er talsvert rætt um það í ensku pressunni í dag að Sturridge sé á förum frá Liverpool. Í settinu hjá BT Sports í gærkvöldi hvatti Steven Gerrard Sturridge eindregið til þess að vera um kyrrt og taka þátt í þeim björtu tímum sem framundan eru hjá félaginu undir stjórn Klopp. Það er óskandi að Sturridge fari hvergi því þótt hann sé alls ekki lykilmaður í liðinu þessa dagana þá eru hæfileikar hans ótvíræðir og dýrmætt að hafa slíkan mann í vopnabúrinu.
Það hefur verið hálfgert andleysi yfir Liverpool í janúar. Liðið virkar þreytt og þungt og það hefur verið talsvert basl á mönnum um allan völl. Sérstaklega fram á við. Það skýrist að hluta til af fjarveru Coutinho og Mané, en einnig skrifast það á þunnskipaðan hóp. Nú er Coutinho kominn til baka, en Mané var að skjóta Senegal í undanúrslit í Afríkumótinu í kvöld þannig að hann er ekki á heimleið í bráð.
Það er að sjálfsögðu algjörlega sanngjarnt að gera kröfu um að liðið leggi botnliðið að velli, en það getur allt gerst í boltanum og einhvernveginn er ég alveg þrælstressaður fyrir þessa viðureign. Ég spái samt Liverpool sigri. Segjum 2-1. Mörkin koma frá Milner og Sturridge.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan