| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ömurlegt tap gegn Swansea
Liverpool tapaði þremur dýrmætum stigum í toppbaráttunni þegar botnlið Swansea kom í heimsókn á Anfield. Lokatölur 2-3 í skelfilegum leik.
Jurgen Klopp stillti upp nokkurnveginn sínu sterkasta liði, að undanskildum Joel Matip. Kamerúninn fékk leikheimild frá FIFA í gærkvöldi en Klopp ákvað samt að láta hann byrja á bekknum.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Can og Lallana komust báðir í ágæt færi á fyrsta korterinu um það bil, en höfðu ekki heppnina með sér. Hinum megin skaut Tom Carroll, sem kom til Swansea frá Tottenham í vikunni, í fótinn á Lovren og þaðan í stöngina. Liverpool heppið að lenda ekki undir þarna.
Það er varla hægt að segja að nokkuð annað markvert hafi gerst í hálfleiknum, Firmino átti eina sæmilega skottilraun en án árangurs. Staðan 0-0 í hálfleik í frekar daufum leik.
Það voru aðeins liðnar 7 mínútur af seinni hálfleik þegar Swansea var komið tveimur mörkum yfir og leikmenn og stuðningsmenn Liverpool vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Í bæði skiptin var Spánverjinn Fernando Llorente að verki og það verður bara að segjast alveg eins og er að varnarvinna Liverpool var hreint ekki til fyrirmyndar í mörkunum.
En okkar menn náðu áttum á ný og strax á 55. mínútu skoraði Firmino laglegt mark. Milner átti fína fyrirgjöf og Bobby stangaði boltann í netið. Staðan 1-2.
Á 66.mínútu skaut Mawson í stöngina okkar megin en þremur mínútum síðar skoraði Firmino aftur. Wijnaldum fékk boltann reyndar í höndina í aðdraganda marksins, en sem betur fer flautaði Kevin Friend ekki og Firmino hamraði boltann í netið. Glæsileg afgreiðsla og staðan 2-2.
Nú hélt maður að Liverpool myndi ganga á lagið og klára leikinn, en það var öðru nær. Gylfi okkar Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Swansea á 74. mínútu. Liverpool sótti og sótti til loka leiksins en náði ekki að brjóta vörn Swansea á bak aftur. Lallana var næstur því með skoti í slá og skalla yfir í sömu sókninni undir lokin, en lokatölur á Anfield 2-3 fyrir Swansea. Skelfileg niðurstaða, sem getur gert það að verkum að Liverpool verði ekki í topp-3 eftir helgina.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Henderson, Wijnaldum (Matip á 90. mín.), Can (Origi á 71. mín.), Lallana, Coutinho (Sturridge á 57. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Lucas, Moreno og Woodburn.
Mörk Liverpool: Firmino á 55. og 69. mín.
Gult spjald: Klavan.
Swansea: Fabianski, Naughton, Fernandez, Mawson, Olsson (Rangel á 79. mín.), Cork, Carroll, Fer (Fulton á 90. mín.), Sigurðsson, Llorente (Baston á 85. mín.) og Routledge. Ónotaðir varamenn: Nordfeldt, Dyer, Amat, McBurnie.
Mörk Swansea: Llorente á 48. mín. og 52. mín. Gylfi Sigurðsson á 74. mín.
Gult spjald: Fer.
Áhorfendur á Anfield: 53.169.
Maður leiksins: Roberto Firmino fór á kostum. Skoraði 2 flott mörk og var duglegur allan leikinn. Því miður dugði það ekki til í dag.
Jurgen Klopp: ,,Ég verð að segja að ég er gríðarlega svekktur með varnarvinnu liðsins í dag. Sérstaklega í síðasta markinu. Þar klikkaði eiginlega allt sem gat klikkað. Alveg óskiljanlegt verð ég að segja. Einbeitingin í upphafi síðari hálfleiks var engin og það kostaði mark á upphafsmínútunum. Menn verða bara að vera tilbúnir þegar þeir koma inná, það gengur ekki að fá svona mörk á sig. Þetta var verulega svekkjandi tap."
Jurgen Klopp stillti upp nokkurnveginn sínu sterkasta liði, að undanskildum Joel Matip. Kamerúninn fékk leikheimild frá FIFA í gærkvöldi en Klopp ákvað samt að láta hann byrja á bekknum.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Can og Lallana komust báðir í ágæt færi á fyrsta korterinu um það bil, en höfðu ekki heppnina með sér. Hinum megin skaut Tom Carroll, sem kom til Swansea frá Tottenham í vikunni, í fótinn á Lovren og þaðan í stöngina. Liverpool heppið að lenda ekki undir þarna.
Það er varla hægt að segja að nokkuð annað markvert hafi gerst í hálfleiknum, Firmino átti eina sæmilega skottilraun en án árangurs. Staðan 0-0 í hálfleik í frekar daufum leik.
Það voru aðeins liðnar 7 mínútur af seinni hálfleik þegar Swansea var komið tveimur mörkum yfir og leikmenn og stuðningsmenn Liverpool vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Í bæði skiptin var Spánverjinn Fernando Llorente að verki og það verður bara að segjast alveg eins og er að varnarvinna Liverpool var hreint ekki til fyrirmyndar í mörkunum.
En okkar menn náðu áttum á ný og strax á 55. mínútu skoraði Firmino laglegt mark. Milner átti fína fyrirgjöf og Bobby stangaði boltann í netið. Staðan 1-2.
Á 66.mínútu skaut Mawson í stöngina okkar megin en þremur mínútum síðar skoraði Firmino aftur. Wijnaldum fékk boltann reyndar í höndina í aðdraganda marksins, en sem betur fer flautaði Kevin Friend ekki og Firmino hamraði boltann í netið. Glæsileg afgreiðsla og staðan 2-2.
Nú hélt maður að Liverpool myndi ganga á lagið og klára leikinn, en það var öðru nær. Gylfi okkar Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Swansea á 74. mínútu. Liverpool sótti og sótti til loka leiksins en náði ekki að brjóta vörn Swansea á bak aftur. Lallana var næstur því með skoti í slá og skalla yfir í sömu sókninni undir lokin, en lokatölur á Anfield 2-3 fyrir Swansea. Skelfileg niðurstaða, sem getur gert það að verkum að Liverpool verði ekki í topp-3 eftir helgina.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Henderson, Wijnaldum (Matip á 90. mín.), Can (Origi á 71. mín.), Lallana, Coutinho (Sturridge á 57. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Karius, Lucas, Moreno og Woodburn.
Mörk Liverpool: Firmino á 55. og 69. mín.
Gult spjald: Klavan.
Swansea: Fabianski, Naughton, Fernandez, Mawson, Olsson (Rangel á 79. mín.), Cork, Carroll, Fer (Fulton á 90. mín.), Sigurðsson, Llorente (Baston á 85. mín.) og Routledge. Ónotaðir varamenn: Nordfeldt, Dyer, Amat, McBurnie.
Mörk Swansea: Llorente á 48. mín. og 52. mín. Gylfi Sigurðsson á 74. mín.
Gult spjald: Fer.
Áhorfendur á Anfield: 53.169.
Maður leiksins: Roberto Firmino fór á kostum. Skoraði 2 flott mörk og var duglegur allan leikinn. Því miður dugði það ekki til í dag.
Jurgen Klopp: ,,Ég verð að segja að ég er gríðarlega svekktur með varnarvinnu liðsins í dag. Sérstaklega í síðasta markinu. Þar klikkaði eiginlega allt sem gat klikkað. Alveg óskiljanlegt verð ég að segja. Einbeitingin í upphafi síðari hálfleiks var engin og það kostaði mark á upphafsmínútunum. Menn verða bara að vera tilbúnir þegar þeir koma inná, það gengur ekki að fá svona mörk á sig. Þetta var verulega svekkjandi tap."
Fróðleikur:
-Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli í Úrvalsdeild í vetur.
-Þetta var fyrsti deildarsigur Swansea á Liverpool á Anfield.
-Liverpool hefur byrjað nýja árið illa. Liðið er enn án sigurs síðan á gamlársdag gegn Manchester City.
-Þetta var fyrsti deildarsigur Swansea á Liverpool á Anfield.
-Liverpool hefur byrjað nýja árið illa. Liðið er enn án sigurs síðan á gamlársdag gegn Manchester City.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan