| Sf. Gutt
TIL BAKA
Draumurinn úti
Draumur Liverpool um að komast í úrslitaleikinn um Deildarbikarinn annað árið í röð er úti. Mikil vonbrigði og Southampton fer á Wembley eftir að hafa unnið 0:1 á Anfield Road í kvöld og samanlagt 0:2. Slakt gengi Liverpool í þessum fyrsta mánuði ársins heldur áfram!
Það var rafmagnað adrúmsloft á Anfield þegar leikmenn Liverpool og Southampton gengu til leiks til að berjast um úrslitasæti í Deildarbikarnum. Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu leikjum áttu flestir von á sigri Liverpool en það kom fljótlega í ljós að Southampton ætlaði ekki að gefa þumlung eftir.
Það vantaði ekkert upp á baráttu leikmanna og sóknir gengu marka á milli án þess að opin færi sköpuðust. Fyrsta hættulega færið kom á 36. mínútu. Snögg skyndisókn Southampton fram vinstri kantinn endaði með því að Nathan Redmond gaf á Dusan Tadic sem var í dauðafæri en Loris Karius kom út á móti og varði mjög vel. Um þremur mínútum seinna var Nathan aftur á ferðinni. Hann lék á tvo og sendi á Steven Davis en hann mokaði boltanum hátt yfir. Ekkert mark þegar fyrri hálfleik lauk.
Liverpool hafði ekki spilað nógu vel í fyrri hálfleik en liðið tók öll völd eftir hlé. Á 54. mínútu kom loksins færi fyrir Liverpool. Emre Can þrumaði að marki utan vítateigs. Fraser Forster varði en hélt ekki boltanum sem virtist ætla að skrúfast í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði markmaðurinn að komast á fætur og krafla boltann í burtu. Ótrúleg markvarsla!
Nú færðist aukinn kraftur í Liverpool. James Milner sendi fyrir á 59. mínútu frá hægri. Boltinn hrökk fyrir fætur Daniel Sturridge sem henti sér á loft en skaut yfir rétt fyrir framan markið. Illa farið með dauðafæri. Daniel fékk aftur færi fimm mínútum seinna þegar Jordan Henderson gaf fyrir frá vinstri en hann náði ekki að stýra boltanum í markið af stuttu færi. Það hefur ekkert gengið fyrir framan markið hjá Daniel í síðustu leikjum og hann hefur notað tækifæri sitt í liðinu illa. Strax í snæstu sókn náði Philippe Coutinho ekki að hitta boltann fyrir framan markið eftir fyrirgjöf Roberto Firmino.
Þó leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gætu og spiluðu af krafti var vörn Southampton góð. Allir leikmenn liðsins börðust með kjafti og klóm og vonin minnkaði með hverri mínútunni. Þegar 12 mínútur voru eftir átti Philippe, sem ekki er kominn i gang eftir meiðslin, skot rétt framhjá. Undir lokin vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar boltinn fór í útréttan upphandlegg eins leikmanna gestanna og á lokamínútunni var ekki annað að sjá en Divock Origi væri felldur. Dómarinn dæmdi í hvougt skiptið og þegar komið var fram í uppbótartíma komst Southampton í skyndisókn. Varamaðurinn Shane Long endaði sóknina á því að komast inn í vítateiginn og skora framhjá Loris. Skelfilegur endir en stuðningsmenn Dýrlinganna trylltust. Þeir fara á Wembley og liðið þeirra verðskuldaði farseðil þangað! Vonandi gengur Dýlingunum vel á Wembley!
Liverpool spilaði býsna vel í síðari hálfleik og átti ekki skilið tap í kvöld. Það hefur hvorki gengið né rekið það sem af er árinu og framkvæmdastjórinn, þjálfarar og leikmenn verða að finna út hvað að er og koma lagi á hlutina. Einn bikardraumur er úr sögunni og hinn bikarinn vinnst ekki með þessu áframhaldi. Toppbaráttan í deildinni er líka í hættu. En í kvöld eru vonbrigðin alger eftir að hafa misst af sæti á Wembley!
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Can (Origi 78. mín.), Lallana, Coutinho (Wijnaldum 87. mín.), Firmino og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno, Leiva og Woodburn.
Southampton: Forster, Cedric, Stephens, Yoshida, Bertrand, Romeu, Davis, Ward-Prowse (Hojbjerg 59. mín.), Tadic, Redmond (Sims 80. mín.) og Rodriguez (Long 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Lewis, Clasie, Martina og McQueen.
Mark Southampton: Shane Long (90. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.238.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Ungliðinn átti sannfærandi leik sem hægri bakvörður og ef hann heldur áfram á sömu braut gæti hann orðið framtíðarleikmaður í liðinu.
Jürgen Klopp: Ég er mjög vonsvikinn. En til að byrja með vil ég færa Southampton hamingjuóskir. Þeir unnu báða leikina og og eiga því skilið að komast í úrslitaleikinn. En mér finnst að við hefðum getað unnið leikinn í kvöld og þess vegna er ég vonsvikinn.
- Liverpool féll úr leik í 17 skipti sem liðið spilaði í undanúrslitum í Deildarbikarnum.
- Liverpool var í undanúrslitum þriðju leiktíðina í röð og í fjórða sinn á sex árum.
- Tvisvar fór liðið í úrslit og vann 2012 en tapaði í fyrra.
- Liverpool sló Southampton út í undanúrslitum leiktíðina 1986/87 en núna höfðu Dýrlingarnir betur.
- Eftir að hafa ekki tapað leik á Anfield Road frá því í janúar í fyrra hefur liðið nú tapað tveimur heimaleikjum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Það var rafmagnað adrúmsloft á Anfield þegar leikmenn Liverpool og Southampton gengu til leiks til að berjast um úrslitasæti í Deildarbikarnum. Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu leikjum áttu flestir von á sigri Liverpool en það kom fljótlega í ljós að Southampton ætlaði ekki að gefa þumlung eftir.
Það vantaði ekkert upp á baráttu leikmanna og sóknir gengu marka á milli án þess að opin færi sköpuðust. Fyrsta hættulega færið kom á 36. mínútu. Snögg skyndisókn Southampton fram vinstri kantinn endaði með því að Nathan Redmond gaf á Dusan Tadic sem var í dauðafæri en Loris Karius kom út á móti og varði mjög vel. Um þremur mínútum seinna var Nathan aftur á ferðinni. Hann lék á tvo og sendi á Steven Davis en hann mokaði boltanum hátt yfir. Ekkert mark þegar fyrri hálfleik lauk.
Liverpool hafði ekki spilað nógu vel í fyrri hálfleik en liðið tók öll völd eftir hlé. Á 54. mínútu kom loksins færi fyrir Liverpool. Emre Can þrumaði að marki utan vítateigs. Fraser Forster varði en hélt ekki boltanum sem virtist ætla að skrúfast í markið en á einhvern ótrúlegan hátt náði markmaðurinn að komast á fætur og krafla boltann í burtu. Ótrúleg markvarsla!
Nú færðist aukinn kraftur í Liverpool. James Milner sendi fyrir á 59. mínútu frá hægri. Boltinn hrökk fyrir fætur Daniel Sturridge sem henti sér á loft en skaut yfir rétt fyrir framan markið. Illa farið með dauðafæri. Daniel fékk aftur færi fimm mínútum seinna þegar Jordan Henderson gaf fyrir frá vinstri en hann náði ekki að stýra boltanum í markið af stuttu færi. Það hefur ekkert gengið fyrir framan markið hjá Daniel í síðustu leikjum og hann hefur notað tækifæri sitt í liðinu illa. Strax í snæstu sókn náði Philippe Coutinho ekki að hitta boltann fyrir framan markið eftir fyrirgjöf Roberto Firmino.
Þó leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gætu og spiluðu af krafti var vörn Southampton góð. Allir leikmenn liðsins börðust með kjafti og klóm og vonin minnkaði með hverri mínútunni. Þegar 12 mínútur voru eftir átti Philippe, sem ekki er kominn i gang eftir meiðslin, skot rétt framhjá. Undir lokin vildu leikmenn Liverpool fá víti þegar boltinn fór í útréttan upphandlegg eins leikmanna gestanna og á lokamínútunni var ekki annað að sjá en Divock Origi væri felldur. Dómarinn dæmdi í hvougt skiptið og þegar komið var fram í uppbótartíma komst Southampton í skyndisókn. Varamaðurinn Shane Long endaði sóknina á því að komast inn í vítateiginn og skora framhjá Loris. Skelfilegur endir en stuðningsmenn Dýrlinganna trylltust. Þeir fara á Wembley og liðið þeirra verðskuldaði farseðil þangað! Vonandi gengur Dýlingunum vel á Wembley!
Liverpool spilaði býsna vel í síðari hálfleik og átti ekki skilið tap í kvöld. Það hefur hvorki gengið né rekið það sem af er árinu og framkvæmdastjórinn, þjálfarar og leikmenn verða að finna út hvað að er og koma lagi á hlutina. Einn bikardraumur er úr sögunni og hinn bikarinn vinnst ekki með þessu áframhaldi. Toppbaráttan í deildinni er líka í hættu. En í kvöld eru vonbrigðin alger eftir að hafa misst af sæti á Wembley!
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Can (Origi 78. mín.), Lallana, Coutinho (Wijnaldum 87. mín.), Firmino og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno, Leiva og Woodburn.
Southampton: Forster, Cedric, Stephens, Yoshida, Bertrand, Romeu, Davis, Ward-Prowse (Hojbjerg 59. mín.), Tadic, Redmond (Sims 80. mín.) og Rodriguez (Long 45. mín.). Ónotaðir varamenn: Lewis, Clasie, Martina og McQueen.
Mark Southampton: Shane Long (90. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 52.238.
Maður leiksins: Trent Alexander-Arnold. Ungliðinn átti sannfærandi leik sem hægri bakvörður og ef hann heldur áfram á sömu braut gæti hann orðið framtíðarleikmaður í liðinu.
Jürgen Klopp: Ég er mjög vonsvikinn. En til að byrja með vil ég færa Southampton hamingjuóskir. Þeir unnu báða leikina og og eiga því skilið að komast í úrslitaleikinn. En mér finnst að við hefðum getað unnið leikinn í kvöld og þess vegna er ég vonsvikinn.
Fróðleikur
- Liverpool féll úr leik í 17 skipti sem liðið spilaði í undanúrslitum í Deildarbikarnum.
- Liverpool var í undanúrslitum þriðju leiktíðina í röð og í fjórða sinn á sex árum.
- Tvisvar fór liðið í úrslit og vann 2012 en tapaði í fyrra.
- Liverpool sló Southampton út í undanúrslitum leiktíðina 1986/87 en núna höfðu Dýrlingarnir betur.
- Eftir að hafa ekki tapað leik á Anfield Road frá því í janúar í fyrra hefur liðið nú tapað tveimur heimaleikjum í röð.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan