| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Hvorki á leiðinni til Kína né Barcelona
Philippe Coutinho er ánægður hjá Liverpool og vonast til að upplifa nýtt gullaldartímabil með félaginu. Hann segist hvorki vera á leiðinni til Kína né Barcelona.
Þær gleðifréttir bárust í vikunni að Coutinho hefði skrifað undir langtímasamning við Liverpool. Í viðtali við Daily Mail segir Coutinho að hann hafi ekki séð neina ástæðu til þess að bíða með að skrifa undir nýjan samning þar til það væri komið á hreint hvort Liverpool kæmist í meistaradeildina næsta vetur.
,,Það var engin ástæða til þess að vera að velta því fyrir sér. Ég veit hvernig stemningin er í félaginu, ég upplifi hungrið á hverjum degi; hjá mér sjálfum, liðsfélögunum og stjóranum. Það eru spennandi tímar framundan, ég er handviss um það."
,,Ég er búinn að vera hérna í nokkur ár þannig að ég veit alveg hvað ég er að skrifa undir. Minn draumur er sá sami og allra stuðningsmannanna, að við komumst aftur í fremstu röð. Ég trúi því að við séum á réttri leið og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum farið að keppa við lið eins og Barcelona í fullri alvöru á næstunni. Það er mikill metnaður hjá félaginu og stjórinn er með skýra framtíðarsýn. Ég vil taka þátt í þeirri uppbyggingu og upplifa næstu gullöld."
,,Dalglish, Rush, Hansen, Souness, Suarez, Gerrard. Þetta eru frábærir leikmenn sem eiga stóran sess í hjörtum stuðningsmanna félagsins. Minn draumur er að verða minnst í sömu andrá og þessara leikmanna. Þeir eru goðsagnir. Þú getur orðið goðsögn hjá félagi ef þú vinnir marga titla, þú getur líka orðið goðsögn ef þú ert trúr og tryggur félaginu. Tryggðin skiptir miklu máli og ég vil vera tryggur félaginu og ég vonast líka til að vinna titla. Ég þekki söguna og mér finnst ég vera orðinn partur af Liverpool fjölskyldunni, en ég á ennþá langt í land til að komast í hóp þessara leikmanna."
Þrátt fyrir að Coutinho hafi skrifað undir langtímasamning gerir hann sér grein fyrir að margt getur breyst á samningstímanum og kannski fær hann einhverntíma boð sem hann mun eiga erfitt með að hafna.
,,Það freistar mín ekki að fara að elta peninga til Kína. Ég er heldur ekkert á leiðinni til Barcelona eða einhvers álíka stórliðs. Mín ósk er að Liverpool komist í þann hóp á næstu árum. Mér líður vel hjá Liverpool, ég kann vel við spilastílinn og hér fæ ég notið mín. Ég spila óhræddur og finn að mér er treyst. Það skiptir miklu máli."
Coutinho hefur númerið 10 á bakinu, númer sem er sveipað dýrðarljóma víða um heim, ekki síst í heimalandi hans Brasilíu.
,,Ég veit vel að númer 10 er merkilegt númer, sérstaklega fyrir Brasilíumann. Þeir sem fá að vera númer 10 eru leikmenn sem geta bæði búið til færi fyrir félaga sína og skorað sjálfir. Það er ætlast til þess að þú sért skapandi og hættulegur ef þú ert númer 10. Ég vil ekki ræða hvað ég get eða hvað ég geri. Ég reyni bara að gera eins vel og ég get, númerið eitt og sér gerir þig ekki að betri fótboltamanni."
Þær gleðifréttir bárust í vikunni að Coutinho hefði skrifað undir langtímasamning við Liverpool. Í viðtali við Daily Mail segir Coutinho að hann hafi ekki séð neina ástæðu til þess að bíða með að skrifa undir nýjan samning þar til það væri komið á hreint hvort Liverpool kæmist í meistaradeildina næsta vetur.
,,Það var engin ástæða til þess að vera að velta því fyrir sér. Ég veit hvernig stemningin er í félaginu, ég upplifi hungrið á hverjum degi; hjá mér sjálfum, liðsfélögunum og stjóranum. Það eru spennandi tímar framundan, ég er handviss um það."
,,Ég er búinn að vera hérna í nokkur ár þannig að ég veit alveg hvað ég er að skrifa undir. Minn draumur er sá sami og allra stuðningsmannanna, að við komumst aftur í fremstu röð. Ég trúi því að við séum á réttri leið og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við getum farið að keppa við lið eins og Barcelona í fullri alvöru á næstunni. Það er mikill metnaður hjá félaginu og stjórinn er með skýra framtíðarsýn. Ég vil taka þátt í þeirri uppbyggingu og upplifa næstu gullöld."
,,Dalglish, Rush, Hansen, Souness, Suarez, Gerrard. Þetta eru frábærir leikmenn sem eiga stóran sess í hjörtum stuðningsmanna félagsins. Minn draumur er að verða minnst í sömu andrá og þessara leikmanna. Þeir eru goðsagnir. Þú getur orðið goðsögn hjá félagi ef þú vinnir marga titla, þú getur líka orðið goðsögn ef þú ert trúr og tryggur félaginu. Tryggðin skiptir miklu máli og ég vil vera tryggur félaginu og ég vonast líka til að vinna titla. Ég þekki söguna og mér finnst ég vera orðinn partur af Liverpool fjölskyldunni, en ég á ennþá langt í land til að komast í hóp þessara leikmanna."
Þrátt fyrir að Coutinho hafi skrifað undir langtímasamning gerir hann sér grein fyrir að margt getur breyst á samningstímanum og kannski fær hann einhverntíma boð sem hann mun eiga erfitt með að hafna.
,,Það freistar mín ekki að fara að elta peninga til Kína. Ég er heldur ekkert á leiðinni til Barcelona eða einhvers álíka stórliðs. Mín ósk er að Liverpool komist í þann hóp á næstu árum. Mér líður vel hjá Liverpool, ég kann vel við spilastílinn og hér fæ ég notið mín. Ég spila óhræddur og finn að mér er treyst. Það skiptir miklu máli."
Coutinho hefur númerið 10 á bakinu, númer sem er sveipað dýrðarljóma víða um heim, ekki síst í heimalandi hans Brasilíu.
,,Ég veit vel að númer 10 er merkilegt númer, sérstaklega fyrir Brasilíumann. Þeir sem fá að vera númer 10 eru leikmenn sem geta bæði búið til færi fyrir félaga sína og skorað sjálfir. Það er ætlast til þess að þú sért skapandi og hættulegur ef þú ert númer 10. Ég vil ekki ræða hvað ég get eða hvað ég geri. Ég reyni bara að gera eins vel og ég get, númerið eitt og sér gerir þig ekki að betri fótboltamanni."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan