| Sf. Gutt
Daniel Sturridge er á heimleið frá Spáni. Hann hefur verið lasinn, ekkert getað æft og talið var best að hann færi heim úr æfingabúðunum á La Manga. Hann mun byrja æfingar á Melwood um leið og pestin rjátlast af honum.
Daniel hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar. Hann skoraði tvö mörk í jólatörninni. Fyrst gegn Stoke City og svo Sunderland en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Hann fékk tvo upplögð marktækifæri í seinni leikjum í undanúrslitarimmunni við Southampton í Deildarbikarnum og hefði hugsanlega getað komið Liverpool í úrslitaleikinn. En það tókst ekki og hann hefur verið fjarri sínu besta í síðustu leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í.
Sumir sparkspekingar telja að Daniel Sturridge muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hvort þeir hafa rétt fyrir sér kemur í ljós en það væri gott ef hann næði sér á strik til vorsins því ekki þarf að efast um hæfileika hans í að skora mörk.
TIL BAKA
Daniel fer heim!

Daniel Sturridge er á heimleið frá Spáni. Hann hefur verið lasinn, ekkert getað æft og talið var best að hann færi heim úr æfingabúðunum á La Manga. Hann mun byrja æfingar á Melwood um leið og pestin rjátlast af honum.

Daniel hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikurnar. Hann skoraði tvö mörk í jólatörninni. Fyrst gegn Stoke City og svo Sunderland en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Hann fékk tvo upplögð marktækifæri í seinni leikjum í undanúrslitarimmunni við Southampton í Deildarbikarnum og hefði hugsanlega getað komið Liverpool í úrslitaleikinn. En það tókst ekki og hann hefur verið fjarri sínu besta í síðustu leikjum sem hann hefur fengið tækifæri í.

Sumir sparkspekingar telja að Daniel Sturridge muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hvort þeir hafa rétt fyrir sér kemur í ljós en það væri gott ef hann næði sér á strik til vorsins því ekki þarf að efast um hæfileika hans í að skora mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan