| Sf. Gutt
Upp á síðkastið hefur verið mikið fjallað um framtíð Philippe Coutinho í fjölmiðlum. Eftir að Brasilíumaðurinn Neymar var seldur frá Barcelona til Paris St Germain, fyrir heimsmetsupphæð upp á 200 milljónir sterlingspunda, hafa sögur þess efnis að Katalóníurisinn ætli sér að kaupa Philippe fengið flug.
Sögurnar eru þó býsna óljósar. Til eru fregnir þess efnis að opinberu tilboði Barcelona hafi verið hafnað. Jafnvel tveimur og það háum! Aðrar fregnir segja að Philippe hafi náð samkomulagi við Barcelona. Enn aðrar kveða á um að forráðamenn Liverpool og Barcelona hafi átt fund og samningur um vistaskipti sé í burðarliðnum. Inn á milli sjást fréttir sem segja að Philippe sé ekkert að fara og allar þessar sögur, sem fyrr eru nefndar, séu úr lausu lofti gripnar. Það vantar sem sagt ekkert upp á hálfkveðnar vísur og vangaveltur.
Sumir telja að Philippe hafi áhuga á að komast til Barcelona en ekki endilega og kannski alls ekki á þessum tímapunkti. Hann lýsti hollustu sinni við Liverpool í vor og hann hefur aldrei sagt eða gert neitt sem bendir til þess að hann vilji fara frá Liverpool. Nýr samningur sem hann gerði við Liverpool snemma á árinu styrkir þá trú að hann sé ekki að hugsa sér til hreyfings.
Jürgen Klopp hefur að minnsta kosti tvívegis á undirbúningstímabilinu sagt að Barcelona eða önnur félög geti gleymt því að reyna að kaupa Philippe. Nei þýði nei í því efni!
Við sjáum hvað setur en ljóst er að Liverpool má ekki við því að missa Philippe Coutinho frá sér.
TIL BAKA
Óvissa með Philippe Coutinho
Upp á síðkastið hefur verið mikið fjallað um framtíð Philippe Coutinho í fjölmiðlum. Eftir að Brasilíumaðurinn Neymar var seldur frá Barcelona til Paris St Germain, fyrir heimsmetsupphæð upp á 200 milljónir sterlingspunda, hafa sögur þess efnis að Katalóníurisinn ætli sér að kaupa Philippe fengið flug.
Sögurnar eru þó býsna óljósar. Til eru fregnir þess efnis að opinberu tilboði Barcelona hafi verið hafnað. Jafnvel tveimur og það háum! Aðrar fregnir segja að Philippe hafi náð samkomulagi við Barcelona. Enn aðrar kveða á um að forráðamenn Liverpool og Barcelona hafi átt fund og samningur um vistaskipti sé í burðarliðnum. Inn á milli sjást fréttir sem segja að Philippe sé ekkert að fara og allar þessar sögur, sem fyrr eru nefndar, séu úr lausu lofti gripnar. Það vantar sem sagt ekkert upp á hálfkveðnar vísur og vangaveltur.
Sumir telja að Philippe hafi áhuga á að komast til Barcelona en ekki endilega og kannski alls ekki á þessum tímapunkti. Hann lýsti hollustu sinni við Liverpool í vor og hann hefur aldrei sagt eða gert neitt sem bendir til þess að hann vilji fara frá Liverpool. Nýr samningur sem hann gerði við Liverpool snemma á árinu styrkir þá trú að hann sé ekki að hugsa sér til hreyfings.
Jürgen Klopp hefur að minnsta kosti tvívegis á undirbúningstímabilinu sagt að Barcelona eða önnur félög geti gleymt því að reyna að kaupa Philippe. Nei þýði nei í því efni!
Við sjáum hvað setur en ljóst er að Liverpool má ekki við því að missa Philippe Coutinho frá sér.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan