| Sf. Gutt
TIL BAKA
Philippe Coutinho biður um að vera seldur!
Það er búið að vera fréttæmt í Liverpool í dag. Í morgun sendi FSG frá sér tilkynningu um að Philippe Coutinho væri ekki til sölu. Um hádegisbilið barst svo frétt um að Philippe hefði sent tölvupóst til Mike Edwards forstjóra Liverpool og beðið formlega um að vera seldur. Í millitíðinni hélt Jürgen Klopp blaðamannafund fyrir leik Liverpool við Watford á morgun. Á fundinum vísaði hann í yfirlýsingu eigenda Liverpool um að Philippe væri ekki til sölu!
Ekki er hægt að segja annað en að beiðni Philippe komi mjög á óvart. Liverpool hefur neitað tveimur opinberum tilboðum Barcelona að því talið er og er hið síðara hafa verið talið upp á 90 miljónir sterlingspunda. Flestir töldu Philippe ekki hafa haft neinn áhuga á að fara frá Liverpool á þessum tímapunkti en hann hefur lagt á ráðin á bak við tjöldin!
Philippe gerði í byrjun ársins fimm ára samning við Liverpool þannig að Liverpool þarf ekki að selja á þessum tímapunkti út af því að samingur sé orðinn stuttur. En hvað gerir Philippe ef honum verður neitað um að fara nú þegar hann hefur lýst vilja sínum til þess? Liverpool getur látið hann spila eins og ekkert hafi í skorist eða sett hann í skammarkrókinn.
Annars er Brasilíumaðurinn meiddur í baki og getur ekki spilað á móti Watford á morgun. Hann er líka tæpur fyrir Evrópuleikinn í næstu viku.
Eins og venjulega, í svona málum, verður nú að sjá hvað setur.
Ekki er hægt að segja annað en að beiðni Philippe komi mjög á óvart. Liverpool hefur neitað tveimur opinberum tilboðum Barcelona að því talið er og er hið síðara hafa verið talið upp á 90 miljónir sterlingspunda. Flestir töldu Philippe ekki hafa haft neinn áhuga á að fara frá Liverpool á þessum tímapunkti en hann hefur lagt á ráðin á bak við tjöldin!
Philippe gerði í byrjun ársins fimm ára samning við Liverpool þannig að Liverpool þarf ekki að selja á þessum tímapunkti út af því að samingur sé orðinn stuttur. En hvað gerir Philippe ef honum verður neitað um að fara nú þegar hann hefur lýst vilja sínum til þess? Liverpool getur látið hann spila eins og ekkert hafi í skorist eða sett hann í skammarkrókinn.
Annars er Brasilíumaðurinn meiddur í baki og getur ekki spilað á móti Watford á morgun. Hann er líka tæpur fyrir Evrópuleikinn í næstu viku.
Eins og venjulega, í svona málum, verður nú að sjá hvað setur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan