| Sf. Gutt

Allt í óvissu um Philippe


Sem stendur er allt í óvissu um framtíð Philippe Coutinho. Það er þó á hreinu að hann vill fara en Liverpool vill ekki selja. Ekkert hefur breyst í þeim efnum. 

Frá því Philippe lagði fram beiðni um að hann yrði seldur hefur svo sem ekkert gerst. Jürgen Klopp hefur látið í það skína að eigendur Liverpool ráði því hvort Philippe verður leyft að fara. Það gæti því farið svo að það yrði ákveðið að selja Brasilíumanninn. Ljóst er að yrði niðurstaðan sú myndi það vera gert þvert á vilja Jürgen. Hann sagði á blaðamannafundi í dag að hann vissi ekkert um stöðuna í sambandi við Philippe því hann væri að undirbúa Liverpool undir leikinn á morgun og gæti ekki verið að velta öðrum málum fyrir sér á meðan. 



Á það má svo líta að það er ekki gott að leggja upp með að vera með mann í liðinu sem ekki vill vera þar. Staðan er reyndar svipuð og sumarið 2014 þegar það lá fyrir að Luis Suarez vildi komast í burtu. Hann ákvað þó að vera eitt ár í viðbót um kyrrt. Steven Gerrard sannfærði hann um að Barcelona hefði enn áhuga á honum eftir ár ef hann héldi áfram að spila vel. Það gekk eftir og það sama myndi örugglega gilda um Philippe.

Liverpool hefur sem fyrr öll spil á hendi því Philippe er á samningi sem er til næstu fimm ára ef rétt er vitað. Það er þó ómögulegt að ráða í hvað gerist en rúmur hálfur mánuður er til stefnu þar til lokað verður fyrir félagaskipti. 

Philippe fór ekki með Liverpool til Þýskalands í dag en hann er enn meiddur í baki eins og að undaförnu. Liverpool mætir Hoffenheim í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á morgun. Ekki var reiknað með að Philippe í leikinn þannig að fjarvera hans er ekkert dularfull. 




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan