| Sf. Gutt
Ungliðinn Sheyi Ojo hefur verið lánaður út leiktíðina. Hann mun spila með Fulham í næst efstu deild. Þetta er í þriðja sinn sem hann er lánaður en hann hefur áður verið í láni hjá Wolverhampton Wanderes og Wigan Athletic. Það kemur aðeins á óvart að Sheyi skuli vera sendur í lán en hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin.
Sheyi var lengi frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og náði ekki að komast í gang eftir þau. En hann lék vel þegar hann fékk tækifæri sparktíðina 2015/16 og þótti framganga hans lofa góðu. Sheyi hefur spilað 13 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark.
Sheyi varð heimsmeistari undir 20 ára með Englandi í sumar. Hann kemur vonandi sterkur til leiks eftir dvölina hjá Fulham og hann lét hafa eftir sér í dag að hann stefndi á að koma fljótt aftur til Liverpool!
TIL BAKA
Sheyi Ojo lánaður

Ungliðinn Sheyi Ojo hefur verið lánaður út leiktíðina. Hann mun spila með Fulham í næst efstu deild. Þetta er í þriðja sinn sem hann er lánaður en hann hefur áður verið í láni hjá Wolverhampton Wanderes og Wigan Athletic. Það kemur aðeins á óvart að Sheyi skuli vera sendur í lán en hann hefur þótt með efnilegri leikmönnum Liverpool síðustu árin.

Sheyi var lengi frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð og náði ekki að komast í gang eftir þau. En hann lék vel þegar hann fékk tækifæri sparktíðina 2015/16 og þótti framganga hans lofa góðu. Sheyi hefur spilað 13 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark.
Sheyi varð heimsmeistari undir 20 ára með Englandi í sumar. Hann kemur vonandi sterkur til leiks eftir dvölina hjá Fulham og hann lét hafa eftir sér í dag að hann stefndi á að koma fljótt aftur til Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan