| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Sevilla í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld. Liðin hafa bara einu sinni áður mæst, það var í úrslitum Evrópudeildarinnar vorið 2016. Ekki svo sællar minningar.
Eftir þriggja ára bið er Liverpool loksins, loksins með í deild hinna bestu. Síðast þegar liðið var með var frammistaðan hrein hörmung og sannast sagna átti liðið engan veginn heima í Meistaradeildinni á þeim tíma. Jafnteflin gegn Ludogorets og Basel staðfestu það, en síðasti leikur Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar var 1-1 jafnteflið gegn Basel á Anfield í desember 2014.
Nú er staðan á liðinu allt önnur. Það er kominn alvöru stjóri, sem þekkir Meistaradeildina út og inn og auk þess er hópurinn talsvert betri en hópur Brendan Rodgers leiktíðina 2014-2015. Þótt enn sé svolítið af veikum hlekkjum í liðinu.
En fyrst aðeins að Sevilla. Félagið er nú að taka þátt í Meistaradeildinni þriðja tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð komst liðið upp úr riðlinum en var slegið út af Leicester í fyrstu útsláttarumferð.
Lið Sevilla er talsvert breytt frá úrslitaleiknum í Evrópudeildinni vorið 2016. Einungis 4 leikmenn sem léku þann leik fyrir Sevilla eru í Meistaradeildarhópi félagsins að þessu sinni; markvörðurinn David Soria, vinstri bakvörðurinn Escudero og svo þeir Ever Banega og Steven N´Zonzi.
Sevilla hefur styrkt hópinn töluvert að undanförnu, Jesus Navas og Nolito komu báðir frá Manchester City í sumar. Þrælöflugir báðir tveir, en Navas lék í 10 ár með Sevilla áður en hann gekk til liðs við City 2013. Simon Kjær kom frá Fenerbache í sumar, hann hittir fyrir landa sinn og félaga í danska landsliðinu, Mikhale Krohn-Dehli sem hefur verið hjá Sevilla í 2 ár. Síðan kom Mercado fyrir ári síðan og Muriel í sumar, þannig að lið Spánverjanna er líklega enn sterkara en það var síðast þegar það mætti Liverpool.
Ég veit ekki hvað skal segja um Liverpool, tapið gegn City gerir vonandi ekkert annað en að rífa menn upp á rassgatinu. Ef einhverjir leikmenn verða ekki tilbúnir í Meistaradeildina, þá mega þeir bara eiga sig.
Það hefur spurst út að Karius muni standa í marki Liverpool í Meistaradeildinni í vetur. Ef staðan er virkilega þannig að Mignolet eigi að heita markvörður nr. 1 hjá Liverpool þá er þessi ákvörðun í meira lagi undarleg. Það er aldrei gott fyrir sjálfstraust markvarðar að vita ekki stöðu sína, en hvað veit ég kannski eflast þeir báðir við þessa verkaskiptingu.
Coutinho kemur örugglega inn í hópinn að nýju en fer nú kannski ekki alla leið í byrjunarliðið. Vonandi sest Klavan á bekkinn og kemur aldrei aftur og ég á frekar von á því að Gomes verði hægri bakvörður á kostnað TAA. Aftasta línan verður þá Karius, Gomes, Matip, Lovren og Moreno.
Klopp hefur gagnrýnt miðjumenn Liverpool fyrir frammistöðuna gegn City, sem gæti þýtt að einhverjar breytingar verði gerðar þar. Ef Coutinho fer ekki beint inn í liðið þá er ekki margt í stöðunni sem virkar sexý, Milner gæti fengið sjénsinn og jafnvel Grujic en það er ekkert voðalega spennandi plan.
Skytturnar 3 verða svo líklega á sínum stað frammi en reyndar æfði Salah ekki með liðinu í dag. Ef hann er ekki leikfær byrjar Sturridge væntanlega.
Eins og svo oft áður er sagan ágætlega hliðholl Liverpool þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppnum. Liverpool getur státað af fínum árangri á Anfield, en síðasta Evróputapið þar kom gegn Real Madrid 2014.
Þá hefur Liverpool svosem gengið ágætlega gegn spænskum liðum í Evrópu, tapið gegn Real er a.m.k. það eina sem ég man eftir í svipinn á Anfield og þegar allt er talið hefur Liverpool leikið 35 leiki gegn spænskum liðum í Evrópukeppnum, unnið 14, tapað 11 og 10 hafa endað með jafntefli.
Sevilla hefur hinsvegar mjög gott record gegn Liverpool og Jürgen Klopp, liðin hafa eins og áður segir mæst einu sinni og þá vann Sevilla. Þar að auki mættust Sevilla og Borussia Dortmund í riðlakeppni CL þegar Klopp var með Dortmund og Sevilla hafði betur (jafntefli og sigur).
Ég trúi ekki öðru en að Liverpool hristi af sér Manchester ruglið annað kvöld og sýni að liðið eigi erindi í deild hinna bestu. Ég get hins vegar ekki að því gert að mér finnst aðeins of mikið af spurningamerkjum, svona ef maður á að vera pínulítið neikvæður. Að setja Karius í markið er eitt, en kannski reynist það fullkomið bragð.
Vinstri bakvarðarstaðan er áfram vandamál, ég verð reyndar að viðurkenna að Moreno hefur oft litið verr út en núna (sjá mynd). Sömuleiðis líst mér ágætlega á Robertson, en ég held að honum sé tæplega ætlað að byrja í Meistaradeildinni strax.
Miðvarðamálin eru svo að verða vandræðalegur farsi. Lovren er of mistækur, en samt sem áður ljósárum betri en Klavan. Það er skelfileg staða að sá leikmaður sé kostur númer 3 í svo mikilvæga stöðu.
Miðjan á sínu góðu daga, en þar vantar afgerandi leiðtoga. Kannski stígur Can upp, þangað til Keita kemur. Sóknarlínan er svo auðvitað virkilega spennandi - og væri óstöðvandi ef Salah nýtti svolítið af færunum sínum.
Vonandi hitta allir á góðan dag á morgun, það væri óskandi að fá góða byrjun í Meistaradeildinni. Við eigum það skilið eftir skellinn gegn City, er það ekki?
Ég veit ekki hvaða svartsýni er samt í mér, en ég held að leikurinn endi 2-2. Can og Moreno skora.
YNWA!
Eftir þriggja ára bið er Liverpool loksins, loksins með í deild hinna bestu. Síðast þegar liðið var með var frammistaðan hrein hörmung og sannast sagna átti liðið engan veginn heima í Meistaradeildinni á þeim tíma. Jafnteflin gegn Ludogorets og Basel staðfestu það, en síðasti leikur Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar var 1-1 jafnteflið gegn Basel á Anfield í desember 2014.
Nú er staðan á liðinu allt önnur. Það er kominn alvöru stjóri, sem þekkir Meistaradeildina út og inn og auk þess er hópurinn talsvert betri en hópur Brendan Rodgers leiktíðina 2014-2015. Þótt enn sé svolítið af veikum hlekkjum í liðinu.
En fyrst aðeins að Sevilla. Félagið er nú að taka þátt í Meistaradeildinni þriðja tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð komst liðið upp úr riðlinum en var slegið út af Leicester í fyrstu útsláttarumferð.
Lið Sevilla er talsvert breytt frá úrslitaleiknum í Evrópudeildinni vorið 2016. Einungis 4 leikmenn sem léku þann leik fyrir Sevilla eru í Meistaradeildarhópi félagsins að þessu sinni; markvörðurinn David Soria, vinstri bakvörðurinn Escudero og svo þeir Ever Banega og Steven N´Zonzi.
Sevilla hefur styrkt hópinn töluvert að undanförnu, Jesus Navas og Nolito komu báðir frá Manchester City í sumar. Þrælöflugir báðir tveir, en Navas lék í 10 ár með Sevilla áður en hann gekk til liðs við City 2013. Simon Kjær kom frá Fenerbache í sumar, hann hittir fyrir landa sinn og félaga í danska landsliðinu, Mikhale Krohn-Dehli sem hefur verið hjá Sevilla í 2 ár. Síðan kom Mercado fyrir ári síðan og Muriel í sumar, þannig að lið Spánverjanna er líklega enn sterkara en það var síðast þegar það mætti Liverpool.
Ég veit ekki hvað skal segja um Liverpool, tapið gegn City gerir vonandi ekkert annað en að rífa menn upp á rassgatinu. Ef einhverjir leikmenn verða ekki tilbúnir í Meistaradeildina, þá mega þeir bara eiga sig.
Coutinho kemur örugglega inn í hópinn að nýju en fer nú kannski ekki alla leið í byrjunarliðið. Vonandi sest Klavan á bekkinn og kemur aldrei aftur og ég á frekar von á því að Gomes verði hægri bakvörður á kostnað TAA. Aftasta línan verður þá Karius, Gomes, Matip, Lovren og Moreno.
Klopp hefur gagnrýnt miðjumenn Liverpool fyrir frammistöðuna gegn City, sem gæti þýtt að einhverjar breytingar verði gerðar þar. Ef Coutinho fer ekki beint inn í liðið þá er ekki margt í stöðunni sem virkar sexý, Milner gæti fengið sjénsinn og jafnvel Grujic en það er ekkert voðalega spennandi plan.
Skytturnar 3 verða svo líklega á sínum stað frammi en reyndar æfði Salah ekki með liðinu í dag. Ef hann er ekki leikfær byrjar Sturridge væntanlega.
Eins og svo oft áður er sagan ágætlega hliðholl Liverpool þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppnum. Liverpool getur státað af fínum árangri á Anfield, en síðasta Evróputapið þar kom gegn Real Madrid 2014.
Þá hefur Liverpool svosem gengið ágætlega gegn spænskum liðum í Evrópu, tapið gegn Real er a.m.k. það eina sem ég man eftir í svipinn á Anfield og þegar allt er talið hefur Liverpool leikið 35 leiki gegn spænskum liðum í Evrópukeppnum, unnið 14, tapað 11 og 10 hafa endað með jafntefli.
Sevilla hefur hinsvegar mjög gott record gegn Liverpool og Jürgen Klopp, liðin hafa eins og áður segir mæst einu sinni og þá vann Sevilla. Þar að auki mættust Sevilla og Borussia Dortmund í riðlakeppni CL þegar Klopp var með Dortmund og Sevilla hafði betur (jafntefli og sigur).
Ég trúi ekki öðru en að Liverpool hristi af sér Manchester ruglið annað kvöld og sýni að liðið eigi erindi í deild hinna bestu. Ég get hins vegar ekki að því gert að mér finnst aðeins of mikið af spurningamerkjum, svona ef maður á að vera pínulítið neikvæður. Að setja Karius í markið er eitt, en kannski reynist það fullkomið bragð.
Vinstri bakvarðarstaðan er áfram vandamál, ég verð reyndar að viðurkenna að Moreno hefur oft litið verr út en núna (sjá mynd). Sömuleiðis líst mér ágætlega á Robertson, en ég held að honum sé tæplega ætlað að byrja í Meistaradeildinni strax.
Miðvarðamálin eru svo að verða vandræðalegur farsi. Lovren er of mistækur, en samt sem áður ljósárum betri en Klavan. Það er skelfileg staða að sá leikmaður sé kostur númer 3 í svo mikilvæga stöðu.
Miðjan á sínu góðu daga, en þar vantar afgerandi leiðtoga. Kannski stígur Can upp, þangað til Keita kemur. Sóknarlínan er svo auðvitað virkilega spennandi - og væri óstöðvandi ef Salah nýtti svolítið af færunum sínum.
Vonandi hitta allir á góðan dag á morgun, það væri óskandi að fá góða byrjun í Meistaradeildinni. Við eigum það skilið eftir skellinn gegn City, er það ekki?
Ég veit ekki hvaða svartsýni er samt í mér, en ég held að leikurinn endi 2-2. Can og Moreno skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan