| Sf. Gutt
Liverpool hefði átt að vinna Sevilla í gærkvöldi en það tókst ekki. Það fylgdu vonbrigði því að leiknum lauk með 2:2 jafntefli en Sadio Mané segir að allir verði að vera jákvæðir.
,,Við verðum að vera jákvæðir. Þetta var fyrsti leikurinn og eigum vel að geta komist áfram. Við munum undirbúa okkur fyrir næsta leik og hvers vegna ættum við ekki að geta unnið alla leikina sem eru eftir? Við höfum frábæru liði á að skipa. Mér fannst við verðskulda að vinna. Við sköpuðum okkur fullt af færum og skoruðum tvívegis. Við vorum með sigurinn í hendi okkar þegar staðan var 2:1 en leikurinn varð erfiðari eftir að staðan breyttist í 2:2. Sevilla er með sterkustu liðunum á Spáni. Við verðum að leggja hart að okkur og udnirbúa okkur fyrir næsta leik."
Sadio Mané fer nú í þriggja leikja bann í leikjum á Englandi og missir af leiknum við Burnley á Anfield á laugardaginn og tveimur útileikjum í Leicester. Það munar um minna að hafa hann ekki til taks en því verður ekki breytt.
,,Þetta er ekki auðvelt fyrir mig því ég nýt þess alltaf að spila knattspyrnu og hjálpa liðinu mínu að vinna. En við erum með frábært lið sem býr yfir miklum hæfileikum."
TIL BAKA
Verðum að vera jákvæðir

Liverpool hefði átt að vinna Sevilla í gærkvöldi en það tókst ekki. Það fylgdu vonbrigði því að leiknum lauk með 2:2 jafntefli en Sadio Mané segir að allir verði að vera jákvæðir.
,,Við verðum að vera jákvæðir. Þetta var fyrsti leikurinn og eigum vel að geta komist áfram. Við munum undirbúa okkur fyrir næsta leik og hvers vegna ættum við ekki að geta unnið alla leikina sem eru eftir? Við höfum frábæru liði á að skipa. Mér fannst við verðskulda að vinna. Við sköpuðum okkur fullt af færum og skoruðum tvívegis. Við vorum með sigurinn í hendi okkar þegar staðan var 2:1 en leikurinn varð erfiðari eftir að staðan breyttist í 2:2. Sevilla er með sterkustu liðunum á Spáni. Við verðum að leggja hart að okkur og udnirbúa okkur fyrir næsta leik."

Sadio Mané fer nú í þriggja leikja bann í leikjum á Englandi og missir af leiknum við Burnley á Anfield á laugardaginn og tveimur útileikjum í Leicester. Það munar um minna að hafa hann ekki til taks en því verður ekki breytt.
,,Þetta er ekki auðvelt fyrir mig því ég nýt þess alltaf að spila knattspyrnu og hjálpa liðinu mínu að vinna. En við erum með frábært lið sem býr yfir miklum hæfileikum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn!
Fréttageymslan