| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Þriðji sigurinn í röð
Liverpool er eitt á toppnum í Úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur á Brighton á Anfield í dag. Mohamed Salah skoraði markið, 29. mark Egyptans í 29 leikjum á Anfield.
Liverpool byrjaði leikinn miklu betur en gestirnir og á fyrstu 10 mínútunum áttu Mané og Firmino báðir flott færi, Mané skaut rétt framhjá og Ryan í marki Brighton varði skalla frá Firmino af markteig. Á 14. mínútu skaut Trent Alexander Arnold í þverslána úr aukaspyrnu og á 19. mínútu hefði verið hægt að dæma víti á Brighton fyrir hendi inn í vítateig.
Á 23. mínútu kom eina mark leiksins. James Milner vann boltann frábærlega á miðjum vallarhelmingi Brighton, boltinn fór á Mané sem sendi á Firmino sem flikkaði honum á Salah. Afgreiðslan hjá Salah var ísköld, með vinstri í fjær stöngin inn. Að vísu með smá viðkomu í Ryan.
Liverpool var miklu betra liðið á vellinum allan fyrri hálfleikinn, en síðustu 10 mínúturnar hægðist dálítíð á okkar mönnum og leikurinn varð meira miðjumoð.
Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður hjá Liverpool, Brighton átti færi strax á upphafsmínútunum og nokkrum sinnum í hálfleiknum voru gestirnir óþægilega nálægt því að jafna.
Alisson átti ansi skemmtilegt móment þegar hann chippaði yfir leikmann Brighton á 69. mínutu, ískaldur og svalur. Síðar í hálfleiknum - og reyndar nokkrum sinnum í leiknum öllum - var hann nálægt því að vera of svalur, en slapp fyrir horn. Hann átti líka tvær mjög góðar vörslur í seinni hálfleik, sérstaklega undir lokin þegar hann varði skalla frá Gross af stuttu færi.
Ryan í marki Brighton átti ansi undarlegt móment þegar hann traðkaði Firmino niður í miðjum vítateignum, af einhverjum snarfurðulegum ástæðum ákvað dómarinn að dæma á Firmino en hefði einfaldlega átt að dæma víti á Ryan.
Það var fátt annað markvert sem gerðist í seinni hálfleiknum, Balogun hefði auðveldlega getað fengið rautt á 60. mínútu þegar hann straujaði Milner með báðum fótum. Stálheppinn að fá að klára leikinn og líklega hefðu allir aðrir en Milner meiðst í seinni hálfleiknum, ég hef varla tölu á því hversu oft hann var tæklaður í drasl.
Niðurstaðan á Anfield í dag naumur, en sanngjarn sigur. Mjög sætt að vera með hreint mark eftir þrjá leiki og fullt hús stiga. Frábær byrjun á leiktíðinni.
Liverpool: Alisson, TAA (Matip á 90. mín.), Gomez, Van Dijk, Milner, Wijnaldum, Keita (Henderson á 67. mín.), Firmino, Mané (Sturridge á 80. mín.) og Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Shaqiri.
Mark Liverpool: Salah á 23. mínútu.
Gult spjald: Trent Alexander Arnold.
Maður leiksins: Ég á erfitt með að velja á milli Gini Wijnaldum og James Milner sem mér fannst báðir mjög góðir á miðjunni. Ég vel þá bara báða.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var erfitt, en mjög sætt að ná þremur stigum og halda hreinu. Við sköpuðum okkur fullt af færum í fyrri hálfleik og hefðum átt að vera með meiri forystu í leikhléi. Eins og alltaf skapar það hættuna á því að maður fái mark í bakið og endi með með töpuð stig. Sem betur fer gerðist það ekki, en einbeitingin var of oft ekki alveg upp á 10 í seinni hálfleik. Við erum ekki enn komnir í toppform, en við erum í góðri framför. Ég er mjög ánægður með úrslitin."
Liverpool byrjaði leikinn miklu betur en gestirnir og á fyrstu 10 mínútunum áttu Mané og Firmino báðir flott færi, Mané skaut rétt framhjá og Ryan í marki Brighton varði skalla frá Firmino af markteig. Á 14. mínútu skaut Trent Alexander Arnold í þverslána úr aukaspyrnu og á 19. mínútu hefði verið hægt að dæma víti á Brighton fyrir hendi inn í vítateig.
Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður hjá Liverpool, Brighton átti færi strax á upphafsmínútunum og nokkrum sinnum í hálfleiknum voru gestirnir óþægilega nálægt því að jafna.
Alisson átti ansi skemmtilegt móment þegar hann chippaði yfir leikmann Brighton á 69. mínutu, ískaldur og svalur. Síðar í hálfleiknum - og reyndar nokkrum sinnum í leiknum öllum - var hann nálægt því að vera of svalur, en slapp fyrir horn. Hann átti líka tvær mjög góðar vörslur í seinni hálfleik, sérstaklega undir lokin þegar hann varði skalla frá Gross af stuttu færi.
Ryan í marki Brighton átti ansi undarlegt móment þegar hann traðkaði Firmino niður í miðjum vítateignum, af einhverjum snarfurðulegum ástæðum ákvað dómarinn að dæma á Firmino en hefði einfaldlega átt að dæma víti á Ryan.
Það var fátt annað markvert sem gerðist í seinni hálfleiknum, Balogun hefði auðveldlega getað fengið rautt á 60. mínútu þegar hann straujaði Milner með báðum fótum. Stálheppinn að fá að klára leikinn og líklega hefðu allir aðrir en Milner meiðst í seinni hálfleiknum, ég hef varla tölu á því hversu oft hann var tæklaður í drasl.
Niðurstaðan á Anfield í dag naumur, en sanngjarn sigur. Mjög sætt að vera með hreint mark eftir þrjá leiki og fullt hús stiga. Frábær byrjun á leiktíðinni.
Liverpool: Alisson, TAA (Matip á 90. mín.), Gomez, Van Dijk, Milner, Wijnaldum, Keita (Henderson á 67. mín.), Firmino, Mané (Sturridge á 80. mín.) og Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Shaqiri.
Mark Liverpool: Salah á 23. mínútu.
Gult spjald: Trent Alexander Arnold.
Maður leiksins: Ég á erfitt með að velja á milli Gini Wijnaldum og James Milner sem mér fannst báðir mjög góðir á miðjunni. Ég vel þá bara báða.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var erfitt, en mjög sætt að ná þremur stigum og halda hreinu. Við sköpuðum okkur fullt af færum í fyrri hálfleik og hefðum átt að vera með meiri forystu í leikhléi. Eins og alltaf skapar það hættuna á því að maður fái mark í bakið og endi með með töpuð stig. Sem betur fer gerðist það ekki, en einbeitingin var of oft ekki alveg upp á 10 í seinni hálfleik. Við erum ekki enn komnir í toppform, en við erum í góðri framför. Ég er mjög ánægður með úrslitin."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan