Tveir komu fyrr heim
Tveir leikmenn Liverpool komu fyrr heim á meðan landsleikjahrotan stóð yfir. Ástæðan fyrir heimkomu beggja var meiðsli. Um var að ræða þá Alisson Becker og Ryan Gravenberch.
Alisson var að yfirgefa völlinn í 2:1 sigri Brasilíu á Kólumbíu. Ástæða þess var að hann fékk höfuðhögg. Hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að meiðslin væru ekki alvarleg en hann þyrfti að fylgja verklagi þegar höfuðhögg er annars vegar. Alisson fékk því frí í seinni landsleiknum. Áður en hann fór af velli gegn Kólumbíu var Luis Díaz búinn að skora hjá honum.
Ryan Gravenberch kom fljótlega heim til Liverpool eftir að hafa verið valinn í hollenska landsliðið og spilaði því ekkert. Meiðslin voru ekki skilgreind. Hvort sem hann verður til í næsta leik kom sér vel að hann fékk hvíld eftir mikið leikjaálag.
Liverpool mætir Everton um miðja næstu viku. Alisson verður örugglega leikfær en ekki er gott að segja um Ryan. Fyrir liggur að Trent Alexander-Arnold og Conor Bradley verða frá eitthvað fram í apríl vegna meiðsla.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Undanúrslitasagan -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Finn fyrir ást fólksins í borginni! -
| Heimir Eyvindarson
Hvað er framundan? -
| Sf. Gutt
Næsta víst að Trent er á förum! -
| Sf. Gutt
Ógleymanlegt!