| Sf. Gutt

Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja leiki Liverpool næstu vikurnar. Það er gott að vita af breyttum leiktímum ef fólk hyggur á ferðalög til Englands.

Liverpool liðin mætast á Anfield Road á miðvikudagskvöldið kemur. Nú er búið að breyta yfir í sumartíma á Bretlandseyjum. Leikurinn hefst þar með klukkan sjö að íslenskum tíma.

 

 

 

Liverpool mætir Fulham í London sunnudaginn 6. apríl. Leikurinn byrjar klukkan eitt eftir hádegi.

 

Næst mætir Liverpool West Ham United á Anfield. Þessi leikur verður líka klukkan eitt. 

Sunnudaginn 20. apríl leikur Liverpool í Leicester. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur síðdegis.

Síðasti leikur Liverpool í apríl fer fram viku seinna eða sunnudaginn 27.apríl. Liverpool mætir þá Tottenham Hotspur á Anfield. Aftur hefjast leikar hálf fjögur.

Tekið skal fram að allir leiktímar eru að íslenskum tíma. Hafið í huga að sumartími á Englandi er nú klukkutíma á eftir okkar tíma. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan