| Sf. Gutt
Eftir skell í Serbíu þarf Liverpool að ná sér á strik á nýjan leik. Á morgun kemur Fulham, botnlið deildarinnar, í heimsókn á Anfield Road. Liverpool kemst með sigri í efsta sæti deildarinnar og það happ má ekki láta úr hendi sleppa. En eins og marg oft hefur komið í ljós í ensku knattspyrnunni þá er ekkert öruggt.
Fulham komst upp í efstu deild í vor eftir að hafa unnið Aston Villa í úrslitaleiknum í umspilinu. Í sumar voru margir leikmenn fengnir til félagsins og eigendur spöruðu hvergi. Liðið hefur þó verið í vandræðum það sem af er leiktíðar. Samt eru góðir leikmenn í leikmannahópnum og það er ýmislegt að varast.
Eins og áður sagði þá fékk Liverpool skell í Serbíu. Liðið lék ekki vel og heimamenn uppskáru verðskuldaðan sigur eftir að hafa barist eins og ljón. Of margir leikmenn Liverpool voru ólíkir sjálfum sér og verða að rífa sig í gang fyrir morgundaginn. Þó svo sumum finnst að Liverpool hafi ekki leikið nógu vel það sem af er leiktíðar þá kemur sigur liðinu í efsta sæti. Það er varla hægt að kvarta yfir að eiga kost á því! Liverpool er í harðri toppbaráttu nú þegar komið er fram í nóvember og það er ekki hægt að biðja um meira að mínu áliti. Manchester City virðist jafn sterkt og á síðasta keppnistímabili og það er lykilatriði að missa meistarana ekki of langt í burtu. Til þess þarf helst að vinna alla leiki!
Sterkasta lið Liverpool hlýtur að vera sent til leiks á morgun og sterkasta lið Liverpool á að vinna Fulham af öryggi! Ég spái því að Liverpool endurtaki leikinn frá því liðið mætti Fulham síðast á Anfield og vinni 4:0. Mohamed Salah skorar tvö mörk og þeir Foberto Firmino og Xherdan Shaqiri komast líka á blað. Liverpool getur náð efsta sætinu og gerir það!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Fulham
Eftir skell í Serbíu þarf Liverpool að ná sér á strik á nýjan leik. Á morgun kemur Fulham, botnlið deildarinnar, í heimsókn á Anfield Road. Liverpool kemst með sigri í efsta sæti deildarinnar og það happ má ekki láta úr hendi sleppa. En eins og marg oft hefur komið í ljós í ensku knattspyrnunni þá er ekkert öruggt.
Fulham komst upp í efstu deild í vor eftir að hafa unnið Aston Villa í úrslitaleiknum í umspilinu. Í sumar voru margir leikmenn fengnir til félagsins og eigendur spöruðu hvergi. Liðið hefur þó verið í vandræðum það sem af er leiktíðar. Samt eru góðir leikmenn í leikmannahópnum og það er ýmislegt að varast.
Eins og áður sagði þá fékk Liverpool skell í Serbíu. Liðið lék ekki vel og heimamenn uppskáru verðskuldaðan sigur eftir að hafa barist eins og ljón. Of margir leikmenn Liverpool voru ólíkir sjálfum sér og verða að rífa sig í gang fyrir morgundaginn. Þó svo sumum finnst að Liverpool hafi ekki leikið nógu vel það sem af er leiktíðar þá kemur sigur liðinu í efsta sæti. Það er varla hægt að kvarta yfir að eiga kost á því! Liverpool er í harðri toppbaráttu nú þegar komið er fram í nóvember og það er ekki hægt að biðja um meira að mínu áliti. Manchester City virðist jafn sterkt og á síðasta keppnistímabili og það er lykilatriði að missa meistarana ekki of langt í burtu. Til þess þarf helst að vinna alla leiki!
Sterkasta lið Liverpool hlýtur að vera sent til leiks á morgun og sterkasta lið Liverpool á að vinna Fulham af öryggi! Ég spái því að Liverpool endurtaki leikinn frá því liðið mætti Fulham síðast á Anfield og vinni 4:0. Mohamed Salah skorar tvö mörk og þeir Foberto Firmino og Xherdan Shaqiri komast líka á blað. Liverpool getur náð efsta sætinu og gerir það!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan