| Sf. Gutt
Liverpool v Bournemouth
Eftir jafntefli í síðustu tveimur leikjum hefur Manchester City náð Liverpool. Það segir því sér sjálft að Liverpool þarf að komast aftur á sigurbraut. Það lá alltaf fyrir að ekkert mætti út af bera í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og minnstu smáatriði geta skipt máli þegar upp er staðið. Það var kannski reiknað með þessum fjórum stigum, sem hafa tapast, í safnið áður en leikirnir fóru fram en að sama má líklega segja um einhver stig sem City hefur tapað. En Liverpool þarf að komast á sigurbraut!
Fjölmiðlar halda því fram að allir hjá Liverpool séu að fara á taugum og þoli ekki spennuna. Persónulega held ég að skýringin á því að Liverpool hefur misst stig í síðustu leikjum sé sú að meiðslalistinn hefur lengst óþarflega. Breidd Liverpool er mun meiri en á síðustu leiktíðum en liðshópur Manchester City er samt mun sterkari þegar á heildina er litið og það er líka heldur ekki sama hverjir meiðast. Joe Gomez hefur til dæmis verið saknað sárt. Meiðsli í vörninni og nú síðast á miðjunni hafa haft sitt að segja. Því miður er ekki hægt að ganga að því vísu að allir bestu menn Liverpool séu alltaf til taks. Á hinn bóginn þurfa þeir sem eru leikfærir að spila betur. Að minnsta kosti sumir.
Liverpool mætir Bournemouth á Anfield Road á morgun. Stuðningsmenn Liverpool hafa sent út herkvaðningu um að mæta snemma og og styðja liðið af krafti. Eigi Liverpool að eiga möguleika á að verða Englandsmeistari þá verður að ríkja fullkomin samstaða innan vallar jafnt sem utan! James Milner hvatti í vikunni alla, sem tengjast Liverpool, til að njóta þess að vera í baráttu um meistaratitilinn. Gerum það öll sem eitt! Stöndum við bakið á hverjum einasta manni sem er valinn til að spila fyrir hönd Liverpool! Í hverjum einasta leik og sama hver staðan er! Ég ætla að minnsta kosti að gera það!
Bournemouth er mjög gott lið og stórsigur liðsins á Chelsea á dögunum segir sína sögu um hvað liðið getur á góðum degi. Liverpool á þó og þarf að komast í gang og ég spái því að liðið geri það með 3:0 sigri. Mohamed Salah, Naby Keita og Virgil van Dijk skora!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Bournemouth
Fjölmiðlar halda því fram að allir hjá Liverpool séu að fara á taugum og þoli ekki spennuna. Persónulega held ég að skýringin á því að Liverpool hefur misst stig í síðustu leikjum sé sú að meiðslalistinn hefur lengst óþarflega. Breidd Liverpool er mun meiri en á síðustu leiktíðum en liðshópur Manchester City er samt mun sterkari þegar á heildina er litið og það er líka heldur ekki sama hverjir meiðast. Joe Gomez hefur til dæmis verið saknað sárt. Meiðsli í vörninni og nú síðast á miðjunni hafa haft sitt að segja. Því miður er ekki hægt að ganga að því vísu að allir bestu menn Liverpool séu alltaf til taks. Á hinn bóginn þurfa þeir sem eru leikfærir að spila betur. Að minnsta kosti sumir.
Liverpool mætir Bournemouth á Anfield Road á morgun. Stuðningsmenn Liverpool hafa sent út herkvaðningu um að mæta snemma og og styðja liðið af krafti. Eigi Liverpool að eiga möguleika á að verða Englandsmeistari þá verður að ríkja fullkomin samstaða innan vallar jafnt sem utan! James Milner hvatti í vikunni alla, sem tengjast Liverpool, til að njóta þess að vera í baráttu um meistaratitilinn. Gerum það öll sem eitt! Stöndum við bakið á hverjum einasta manni sem er valinn til að spila fyrir hönd Liverpool! Í hverjum einasta leik og sama hver staðan er! Ég ætla að minnsta kosti að gera það!
Bournemouth er mjög gott lið og stórsigur liðsins á Chelsea á dögunum segir sína sögu um hvað liðið getur á góðum degi. Liverpool á þó og þarf að komast í gang og ég spái því að liðið geri það með 3:0 sigri. Mohamed Salah, Naby Keita og Virgil van Dijk skora!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan