| Sf. Gutt
Bayern München vs Liverpool
Það kemur í ljós annað kvöld í München í suður Þýskalandi hvort Evrópuvegferð Liverpool þessa leiktíðina verður lengri. Eftir markalaust jafntefli á Anfield Road í síðasta mánuði er ljóst að Liverpool hefur á brattann að sækja. Reyndar er besta gerðin af jafntefli í Evrópukeppni á heimavelli án marka. Mark eða mörk sem Liverpool nær að skora þýða að Bayern þarf að skora fleiri því Liverpool fer áfram á öllum jafnteflum með mörkum. Liverpool náði ekki að brjóta sterka vörn Bayern á bak aftur á Anfield og það verður ekki heldur neitt áhlaupaverk annað kvöld.
Þegar dregið var til 16 liða úrslita mætti segja að stuðningsmenn Liverpool væru býsna sáttir með að fá þýsku meistarana. Þýska liðið var í vandræðum í byrjun leiktíðar og Borussia Dortmund var með góða forystu í þýsku deildinni. Núna er Bayern að spila frábærlega og hefur dregið Dortmund uppi. Í síðustu tveimur deildarleikjum hefur Bayern skorað 11 mörk. Reynsla liðsins kom vel í ljós í yfirveguðum leik á Anfield og það er valinn maður í hverju rúmi. Það er ekki tilviljun að liðið hefur unnið þýsku deildina sex síðustu ár og tvívegis tvöfalt og Fimmu 2013!
Liðin mættust í undanúrslitum Evrópubikarsins 1980/81. Þá eins og nú lauk fyrri leiknum á Anfield án marka. En Liverpool komst áfram eftir 1:1 jafntefli í Þýskalandi. Ray Kennedy skoraði markið sem kom Liverpool áfram. Að slá Bayern út þótti mikið afrek þá og það yrði líka mikið afrek núna.
En ef einhver getur lagt á ráðin þannig að Liverpool geti náð hagstæðum úrslitum í Bæjaralandi þá er það Jürgen Norbert Klopp. Hann var síðastur framkvæmdastjóra til að leiða annað lið en Bayern München til siurs í þýsku deildinni. Hann gerði Borussia Dortmund að meisturum árin 2011 og 2012. Hann veit hvað til þarf og ég spái því að hann muni stýra Liverpool til sigurs annað kvöld. Liverpool vinnur 1:2. Roberto Firmino komst í gang á móti Burnley og skorar bæði mörkin. Til að vinna titla þarf að brjóta blöð og Liverpool hefur oft gert það!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Bayern München vs Liverpool
Þegar dregið var til 16 liða úrslita mætti segja að stuðningsmenn Liverpool væru býsna sáttir með að fá þýsku meistarana. Þýska liðið var í vandræðum í byrjun leiktíðar og Borussia Dortmund var með góða forystu í þýsku deildinni. Núna er Bayern að spila frábærlega og hefur dregið Dortmund uppi. Í síðustu tveimur deildarleikjum hefur Bayern skorað 11 mörk. Reynsla liðsins kom vel í ljós í yfirveguðum leik á Anfield og það er valinn maður í hverju rúmi. Það er ekki tilviljun að liðið hefur unnið þýsku deildina sex síðustu ár og tvívegis tvöfalt og Fimmu 2013!
Liðin mættust í undanúrslitum Evrópubikarsins 1980/81. Þá eins og nú lauk fyrri leiknum á Anfield án marka. En Liverpool komst áfram eftir 1:1 jafntefli í Þýskalandi. Ray Kennedy skoraði markið sem kom Liverpool áfram. Að slá Bayern út þótti mikið afrek þá og það yrði líka mikið afrek núna.
En ef einhver getur lagt á ráðin þannig að Liverpool geti náð hagstæðum úrslitum í Bæjaralandi þá er það Jürgen Norbert Klopp. Hann var síðastur framkvæmdastjóra til að leiða annað lið en Bayern München til siurs í þýsku deildinni. Hann gerði Borussia Dortmund að meisturum árin 2011 og 2012. Hann veit hvað til þarf og ég spái því að hann muni stýra Liverpool til sigurs annað kvöld. Liverpool vinnur 1:2. Roberto Firmino komst í gang á móti Burnley og skorar bæði mörkin. Til að vinna titla þarf að brjóta blöð og Liverpool hefur oft gert það!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan