| Sf. Gutt
Tvær breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá sigrinum á Burnley um helgina. Adam Lallana og Fabinho Tavarez fóru út og Jordan Henderson og James Milner komu inn í byrjunarliðið. Virgil van Dijk tók út leikbann í fyrri leik liðanna og kom að sjálfsögðu inn í liðið. Eftir markalausan leik í Liverpool var ljóst að það yrði á brattann að sækja þó markalaust jafntefli á heimavelli sé besta útgáfan af jafntefli.
Leikurinn var tíðindalaus lengi vel utan að Jordan Henderson meiddist á ökkla á upphafsmínútum leiksins. Fabinho Tavarez leysti fyrirliðann af hólmi á 13. mínútu. Sem fyrr segir gerðist lítið í rigningunni í München þar til Liverpool komst allt í einu yfir á 26. mínútu. Virgil van Dijk sendi háa sendingu frá eigin vallarhelming fram á Sadio Mané. Sadio tók boltann meistaralega niður við vítateigslínuna. Manuel Neuer, markmaður Bayern, var kominn alveg að honum en Sadio lék meistaralega á hann áður en hann sneri sér snöggt við og lyfti boltanum snyrtilega framhjá varnarmönnum Bayern og í markið. Eitt fallegasta mark Liverpool á leiktíðinni og þótt lengra sé farið. Þótt Manuel hafi gert slæm mistök með úthlaupi sínu var magnað hvernig Sadio færði sér mistökin í nyt.
Heimamenn bættu skiljanlega í en Liverpool komst í gott færi á 34. mínútu. Eftir góða sókn fram völlinn fékk Andrew Robertson boltann frá Sadio en Manuel varði skot hans. Heimamenn komust svo inn í leikinn á 39. minútu. Serge Gnabry komst framhjá Andrew hægra megin og gaf fast fyrir markið. Joël Matip fékk boltann í sig og af honum þaut hann í markið. Jafnt og þannig stóð í hálfleik. Heimamenn voru kátir í stúkunum eftir að hafa jafnað.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn vel og á 50. mínútu tók Mohamed Salah góða rispu fram völlinn. Hann náði föstu skoti við vítateiginn en beint á Manuel sem varði. Um tíu mínútum seinna ógnaði Serge enn hægra megin en sem betur fer náði enginn félaga hans fastri fyrirgjöf frá honum.
Liverpool komst svo aftur yfir á 69. mínútu. Liðið fékk tvær hornspyrnur í röð. Sú seinni var frá hægri og James Milner tók hans. Spyrna hans var fullkominn og hafnaði á höfðinu á Virgil van Dijk sem stökk manna hæst og skallaði boltann neðst í markhornið. Allt gekk af göflunum hjá Rauða herinum og nú var staðan heldur betur vænleg.
Bayern var greinilega slegið út af laginu og náðu ekkert að ógna marki Liverpool. Mohamed tók aftur góða ripsu á 72. mínútu en naumlega náðist að bjarga. Miðjan var sterk hjá Liverpool og vörnin þétt. Þegar sex mínútur lifðu leiksins greiddi Liverpool náðarhöggið. Varamaðurinn Divock Origi sendi út til hægri á Mohamed sem gaf frábæra sendingu fyrir markið á Sadio Mané sem teygði sig fram og skallaði í markið. Vel gert og markið innsiglaði sigur Liverpool. Sumir hafa gagnrýnt Mohamed því hann hefur ekki skorað að undanförnu en hann er nú búinn að leggja upp þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Sigur Liverpool var frækinn og liðið vann afrek með því að vinna Bayern á útivelli en það er hending ef liðið tapar heima. Verst var að Andrew var bókaður í viðbótartíma og hann getur ekki spilað fyrri leik Liverpool í átta liða úrslitunum. Liverpool er þó þangað komið og því var fagnað langt fram á kvöld í Bæjaralandi og víðar!
Bayern München: Neuer, Rafinha, Sule, Hummels, Alaba, Martinez (Goretzka 72. mín.), Thiago, Rodriguez (Sanches 79. mín.), Gnabry, Lewandowski og Ribery (Coman 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Ulreich, Boateng, Davies og Jeong.
Mark Bayern: Joël Matip, sm, (39.. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcántara og Renato Sanches.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner (Lallana 87. mín.), Wijnaldum, Henderson (Fabinho 13. mín.), Mane, Salah og Firmino (Origi 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Sturridge og Shaqiri.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (26. og 84. mín.) og Virgil van Dijk (69. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez, Joël Matip og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Allianz leikvanginum: 68.145.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn skoraði tvö glæsileg mörk. Þar fyrir utan var hann alltaf að ógna vörn Bayern. Hann er búinn að vera magnaður síðustu vikurnar.
Jürgen Klopp: Ég vildi bara vinna sigur með Liverpool og var ekkert að hugsa um að vinna Bayern. Það hefur enga sérstaka þýðingu fyrir mig að vinna þá. Þetta er bara góð stund fyrir Liverpool og við skulum njóta stundarinnar.
- Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
- Sadio Mané er nú búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni.
- Sadio hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum.
- Hann er búinn að skora sjö mörk á útivöllum í Meistaradeildinni. Það er félagsmet og þá er Evrópubikarinn líka talinn með.
- Virgil van Dijk skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- James Milner átti tíundu stoðsendingu sína í Meistaradeildinni á tveimur síðustu leiktíðum.
- Bayern hafði fyrir þennan leik aðeins tapað þrisvar sinnum á heimavelli í síðustu 30 Meistaradeildarleikjum.
- Liverpool sló Bayern út í annað sinn í Evrópubikarnum. Hitt skiptið var á leiktíðinni 1980/81 þegar liðin gerðu 1:1 jafntefli í München eftir 0:0 á Anfield. Leikurinn var í undanúrslitum og Liverpool vann svo úrslitaleikinn 1:0 á móti Real Madrid.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
TIL BAKA
Afrek í Bæjaralandi!
Liverpool vann magnað afrek í Bæjaralandi í kvöld þegar liðið sló Bayern München út úr Meistaradeildinni. Liverpool vann 1:3 sigur á Bayern og Evrópuvegferðin heldur því áfram.
Tvær breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá sigrinum á Burnley um helgina. Adam Lallana og Fabinho Tavarez fóru út og Jordan Henderson og James Milner komu inn í byrjunarliðið. Virgil van Dijk tók út leikbann í fyrri leik liðanna og kom að sjálfsögðu inn í liðið. Eftir markalausan leik í Liverpool var ljóst að það yrði á brattann að sækja þó markalaust jafntefli á heimavelli sé besta útgáfan af jafntefli.
Leikurinn var tíðindalaus lengi vel utan að Jordan Henderson meiddist á ökkla á upphafsmínútum leiksins. Fabinho Tavarez leysti fyrirliðann af hólmi á 13. mínútu. Sem fyrr segir gerðist lítið í rigningunni í München þar til Liverpool komst allt í einu yfir á 26. mínútu. Virgil van Dijk sendi háa sendingu frá eigin vallarhelming fram á Sadio Mané. Sadio tók boltann meistaralega niður við vítateigslínuna. Manuel Neuer, markmaður Bayern, var kominn alveg að honum en Sadio lék meistaralega á hann áður en hann sneri sér snöggt við og lyfti boltanum snyrtilega framhjá varnarmönnum Bayern og í markið. Eitt fallegasta mark Liverpool á leiktíðinni og þótt lengra sé farið. Þótt Manuel hafi gert slæm mistök með úthlaupi sínu var magnað hvernig Sadio færði sér mistökin í nyt.
Heimamenn bættu skiljanlega í en Liverpool komst í gott færi á 34. mínútu. Eftir góða sókn fram völlinn fékk Andrew Robertson boltann frá Sadio en Manuel varði skot hans. Heimamenn komust svo inn í leikinn á 39. minútu. Serge Gnabry komst framhjá Andrew hægra megin og gaf fast fyrir markið. Joël Matip fékk boltann í sig og af honum þaut hann í markið. Jafnt og þannig stóð í hálfleik. Heimamenn voru kátir í stúkunum eftir að hafa jafnað.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn vel og á 50. mínútu tók Mohamed Salah góða rispu fram völlinn. Hann náði föstu skoti við vítateiginn en beint á Manuel sem varði. Um tíu mínútum seinna ógnaði Serge enn hægra megin en sem betur fer náði enginn félaga hans fastri fyrirgjöf frá honum.
Liverpool komst svo aftur yfir á 69. mínútu. Liðið fékk tvær hornspyrnur í röð. Sú seinni var frá hægri og James Milner tók hans. Spyrna hans var fullkominn og hafnaði á höfðinu á Virgil van Dijk sem stökk manna hæst og skallaði boltann neðst í markhornið. Allt gekk af göflunum hjá Rauða herinum og nú var staðan heldur betur vænleg.
Bayern var greinilega slegið út af laginu og náðu ekkert að ógna marki Liverpool. Mohamed tók aftur góða ripsu á 72. mínútu en naumlega náðist að bjarga. Miðjan var sterk hjá Liverpool og vörnin þétt. Þegar sex mínútur lifðu leiksins greiddi Liverpool náðarhöggið. Varamaðurinn Divock Origi sendi út til hægri á Mohamed sem gaf frábæra sendingu fyrir markið á Sadio Mané sem teygði sig fram og skallaði í markið. Vel gert og markið innsiglaði sigur Liverpool. Sumir hafa gagnrýnt Mohamed því hann hefur ekki skorað að undanförnu en hann er nú búinn að leggja upp þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. Sigur Liverpool var frækinn og liðið vann afrek með því að vinna Bayern á útivelli en það er hending ef liðið tapar heima. Verst var að Andrew var bókaður í viðbótartíma og hann getur ekki spilað fyrri leik Liverpool í átta liða úrslitunum. Liverpool er þó þangað komið og því var fagnað langt fram á kvöld í Bæjaralandi og víðar!
Bayern München: Neuer, Rafinha, Sule, Hummels, Alaba, Martinez (Goretzka 72. mín.), Thiago, Rodriguez (Sanches 79. mín.), Gnabry, Lewandowski og Ribery (Coman 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Ulreich, Boateng, Davies og Jeong.
Mark Bayern: Joël Matip, sm, (39.. mín.).
Gul spjöld: Thiago Alcántara og Renato Sanches.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner (Lallana 87. mín.), Wijnaldum, Henderson (Fabinho 13. mín.), Mane, Salah og Firmino (Origi 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Sturridge og Shaqiri.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (26. og 84. mín.) og Virgil van Dijk (69. mín.).
Gul spjöld: Fabinho Tavarez, Joël Matip og Andrew Robertson.
Áhorfendur á Allianz leikvanginum: 68.145.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn skoraði tvö glæsileg mörk. Þar fyrir utan var hann alltaf að ógna vörn Bayern. Hann er búinn að vera magnaður síðustu vikurnar.
Jürgen Klopp: Ég vildi bara vinna sigur með Liverpool og var ekkert að hugsa um að vinna Bayern. Það hefur enga sérstaka þýðingu fyrir mig að vinna þá. Þetta er bara góð stund fyrir Liverpool og við skulum njóta stundarinnar.
Fróðleikur.
- Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
- Sadio Mané er nú búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni.
- Sadio hefur skorað tíu mörk í síðustu tíu leikjum.
- Hann er búinn að skora sjö mörk á útivöllum í Meistaradeildinni. Það er félagsmet og þá er Evrópubikarinn líka talinn með.
- Virgil van Dijk skoraði í fjórða sinn á sparktíðinni.
- James Milner átti tíundu stoðsendingu sína í Meistaradeildinni á tveimur síðustu leiktíðum.
- Bayern hafði fyrir þennan leik aðeins tapað þrisvar sinnum á heimavelli í síðustu 30 Meistaradeildarleikjum.
- Liverpool sló Bayern út í annað sinn í Evrópubikarnum. Hitt skiptið var á leiktíðinni 1980/81 þegar liðin gerðu 1:1 jafntefli í München eftir 0:0 á Anfield. Leikurinn var í undanúrslitum og Liverpool vann svo úrslitaleikinn 1:0 á móti Real Madrid.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik!
Fréttageymslan