| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er á Páskadag kl. 15:00 gegn botnbaráttuliði Cardiff með Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Það má auðvitað ekkert útaf bregða í titilbaráttunni en það er ljóst að erfiður leikur er fyrir höndum.
Jürgen Klopp flutti fínar fréttir af meiðslum á blaðamannafundi á föstudaginn og sagði að Dejan Lovren væri klár í slaginn og Adam Lallana ætti einnig að vera klár. Í fyrsta sinn í langan tíma eru þá allir miðverðir aðalliðsins ómeiddir og ekki er ólíklegt að Joel Matip fái hvíld gegn Cardiff og annaðhvort Lovren eða Gomez byrji. Alex Oxlade-Chamberlain hefur æft að fullu undanfarið en ætli það sé ekki ólíklegt að hann verði í leikmannahópnum að þessu sinni en vonandi sjáum við hann spila einhverjar mínútur áður en tímabilið klárast. Að öðru leyti eru engin ný meiðsli eftir leikinn við Porto. Hvað byrjunarliðið varðar giska ég á að Lovren komi inn í vörnina í stað Matip. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Henderson og Wijnaldum og frammi þeir Mané, Salah og Firmino. Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson var báðum skipt útaf gegn Porto og fengu þar kannski mikilvægar mínútur í hvíld, þó þær hafi auðvitað ekki verið margar.
Heimamenn í Cardiff glíma við nokkur meiðsli í sínum leikmannahóp og þar á meðal er Aron Einar sem fékk tak í bakið að eigin sögn í síðasta leik og var skipt útaf. Hann sagði þó sjálfur að það ætti ekki að aftra honum frá því að vera klár gegn Liverpool. Aðrir leikmenn á meiðslalista þeirra eru ekki til taks fyrir þennan leik en það eru þeir Harry Arter, Callum Paterson, Matthew Connolly og Sol Bamba. Cardiff unnu mikilvægan útisigur á Brighton í miðri viku og eiga ennþá möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni.
Eins og gefur að skilja hafa liðin ekki mæst oft undanfarin ár en eini leikur liðanna í Úrvalsdeild á heimavelli Cardiff var 22. mars árið 2014 þegar okkar menn unnu 3-6 sigur. Margir muna eftir þeim leik þar sem okkar menn voru þarna komnir í titilbaráttu og sóknarleikurinn var jú aðalatriðið og varnarleikurinn lítið í hávegum hafður. Það tímabil fór eins og það fór en nú eins og þá er þessi leikur mikilvægur og stig mega ekki tapast. Margir muna svo eftir úrslitaleik liðanna í Deildarbikarnum árið 2012 þegar vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liverpool stóðu uppi sem sigurvegarar en síðan þá hafa okkar menn ekki lyft bikar á loft ! Við vitum öll að nú er kominn tími til að enda þá bið. Liðin mættust þó nokkuð reglulega í gömlu 1. deildinni og 2. deildinni frá árinu 1922 og fram til 1959 og í stuttu máli sagt má segja að Cardiff hafi haft yfirhöndina þar og unnið fleiri leiki en það skiptir auðvitað engu máli í dag.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur mikilvægan útisigur en það verður auðvitað hörku barátta þar sem Cardiff menn munu leggja allt í sölurnar til að ná í stig. Lokatölur verða 1-3.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 19 mörk.
- Victor Camarasa hefur skorað flest mörk fyrir Cardiff eða fimm talsins.
- Okkar menn sitja í efsta sæti deildarinnar með 85 stig eftir 34 leiki.
- Cardiff eru í 18. sæti með 31 stig eftir jafnmarga leiki.
- Roberto Firmino spilar væntanlega leik númer 190 fyrir félagið í öllum keppnum.
Jürgen Klopp flutti fínar fréttir af meiðslum á blaðamannafundi á föstudaginn og sagði að Dejan Lovren væri klár í slaginn og Adam Lallana ætti einnig að vera klár. Í fyrsta sinn í langan tíma eru þá allir miðverðir aðalliðsins ómeiddir og ekki er ólíklegt að Joel Matip fái hvíld gegn Cardiff og annaðhvort Lovren eða Gomez byrji. Alex Oxlade-Chamberlain hefur æft að fullu undanfarið en ætli það sé ekki ólíklegt að hann verði í leikmannahópnum að þessu sinni en vonandi sjáum við hann spila einhverjar mínútur áður en tímabilið klárast. Að öðru leyti eru engin ný meiðsli eftir leikinn við Porto. Hvað byrjunarliðið varðar giska ég á að Lovren komi inn í vörnina í stað Matip. Á miðjunni verða þeir Fabinho, Henderson og Wijnaldum og frammi þeir Mané, Salah og Firmino. Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson var báðum skipt útaf gegn Porto og fengu þar kannski mikilvægar mínútur í hvíld, þó þær hafi auðvitað ekki verið margar.
Heimamenn í Cardiff glíma við nokkur meiðsli í sínum leikmannahóp og þar á meðal er Aron Einar sem fékk tak í bakið að eigin sögn í síðasta leik og var skipt útaf. Hann sagði þó sjálfur að það ætti ekki að aftra honum frá því að vera klár gegn Liverpool. Aðrir leikmenn á meiðslalista þeirra eru ekki til taks fyrir þennan leik en það eru þeir Harry Arter, Callum Paterson, Matthew Connolly og Sol Bamba. Cardiff unnu mikilvægan útisigur á Brighton í miðri viku og eiga ennþá möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni.
Eins og gefur að skilja hafa liðin ekki mæst oft undanfarin ár en eini leikur liðanna í Úrvalsdeild á heimavelli Cardiff var 22. mars árið 2014 þegar okkar menn unnu 3-6 sigur. Margir muna eftir þeim leik þar sem okkar menn voru þarna komnir í titilbaráttu og sóknarleikurinn var jú aðalatriðið og varnarleikurinn lítið í hávegum hafður. Það tímabil fór eins og það fór en nú eins og þá er þessi leikur mikilvægur og stig mega ekki tapast. Margir muna svo eftir úrslitaleik liðanna í Deildarbikarnum árið 2012 þegar vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara. Liverpool stóðu uppi sem sigurvegarar en síðan þá hafa okkar menn ekki lyft bikar á loft ! Við vitum öll að nú er kominn tími til að enda þá bið. Liðin mættust þó nokkuð reglulega í gömlu 1. deildinni og 2. deildinni frá árinu 1922 og fram til 1959 og í stuttu máli sagt má segja að Cardiff hafi haft yfirhöndina þar og unnið fleiri leiki en það skiptir auðvitað engu máli í dag.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur mikilvægan útisigur en það verður auðvitað hörku barátta þar sem Cardiff menn munu leggja allt í sölurnar til að ná í stig. Lokatölur verða 1-3.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur Liverpool manna í deildinni með 19 mörk.
- Victor Camarasa hefur skorað flest mörk fyrir Cardiff eða fimm talsins.
- Okkar menn sitja í efsta sæti deildarinnar með 85 stig eftir 34 leiki.
- Cardiff eru í 18. sæti með 31 stig eftir jafnmarga leiki.
- Roberto Firmino spilar væntanlega leik númer 190 fyrir félagið í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan