| Sf. Gutt
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn Liverpool muni berjast um Englandsmeistaratitilinn þar til yfir lýkur. Sigurinn í Cardiff var mikilvægur í þeirri baráttu.
,,Þetta voru mikilvæg úrslit fyrir okkur og við ætlum okkur að berjast þar til yfir lýkur. Það gerum við með því að vinna leiki. Þetta var svolítið öðruvísi áskorun fyrir okkur en mér fannst við ná að takast mjög vel á við hana. Við verðum að halda trúnni, hafa sjálfstraust og vinna eins marga leiki og við getum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Það var mjög heitt og þess vegna var erfitt að spila en það var eins fyrir bæði liðin."
,,Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og því vissum við að verkefnið yrði erfitt. Við urðum að sýna þolinmæði, halda áfram að reyna að brjóta þá á bak aftur og halda góðu skipulagi í vörninni. Í heild getum við verið ánægðir með hvernig við spiluðum og auðvitað að hafa náð þremur stigum."
TIL BAKA
Munum berjast þar til yfir lýkur!

,,Þetta voru mikilvæg úrslit fyrir okkur og við ætlum okkur að berjast þar til yfir lýkur. Það gerum við með því að vinna leiki. Þetta var svolítið öðruvísi áskorun fyrir okkur en mér fannst við ná að takast mjög vel á við hana. Við verðum að halda trúnni, hafa sjálfstraust og vinna eins marga leiki og við getum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Það var mjög heitt og þess vegna var erfitt að spila en það var eins fyrir bæði liðin."
,,Þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og því vissum við að verkefnið yrði erfitt. Við urðum að sýna þolinmæði, halda áfram að reyna að brjóta þá á bak aftur og halda góðu skipulagi í vörninni. Í heild getum við verið ánægðir með hvernig við spiluðum og auðvitað að hafa náð þremur stigum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan