| Sf. Gutt
Í dag var staðfest að Mohamed Salah og Roberto Firmino verða ekki í liði Liverpool annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem þarf að vinna upp þriggja marka forystu spænsku meistarana.
Mohamed Salah var borinn af velli á móti Newcastle United á laugardaginn eftir að hafa fengið höfuðhögg þegar markmaður Newcastle kom í úthlaup. Staðfest hefur verið að Mohamed fékk heilahristing við höggið og læknalið Liverpool hefur gefið rautt ljós á að hann spili annað kvöld. Mohamed hefur skorað 26 mörk á keppnistímabilinu.
Roberto var ekki með Huddersfield Town á dögunum vegna tognunar í nára. Hann var þó á bekknum í Barcelona í síðustu viku og kom inn á sem varamaður. Hann var ekki í leikmannahópnum á móti Newcastle. Roberto er búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni.
Jürgen Klopp sagði, á blaðamannafundi í dag, það ekki auðvelda lífið að vera án þessara mögnuðu framherja þegar það þyrfti að vinna upp þriggja marka forystu Barcelona!
TIL BAKA
Mohamed og Roberto ekki með!
Í dag var staðfest að Mohamed Salah og Roberto Firmino verða ekki í liði Liverpool annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem þarf að vinna upp þriggja marka forystu spænsku meistarana.
Mohamed Salah var borinn af velli á móti Newcastle United á laugardaginn eftir að hafa fengið höfuðhögg þegar markmaður Newcastle kom í úthlaup. Staðfest hefur verið að Mohamed fékk heilahristing við höggið og læknalið Liverpool hefur gefið rautt ljós á að hann spili annað kvöld. Mohamed hefur skorað 26 mörk á keppnistímabilinu.
Roberto var ekki með Huddersfield Town á dögunum vegna tognunar í nára. Hann var þó á bekknum í Barcelona í síðustu viku og kom inn á sem varamaður. Hann var ekki í leikmannahópnum á móti Newcastle. Roberto er búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni.
Jürgen Klopp sagði, á blaðamannafundi í dag, það ekki auðvelda lífið að vera án þessara mögnuðu framherja þegar það þyrfti að vinna upp þriggja marka forystu Barcelona!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan