| Sf. Gutt
Liverpool getur ennþá unnið tvo titla á leiktíðinni en möguleikarnir hafa minnkað eftir síðustu leiki. Barcelona og Manchester City eru með öll spil á hendi þegar tveir leikir eru eftir af leiktíðinni. Reyndar gætu þeir orðið þrír ef kraftaverk gerist á Anfield Road annað kvöld. Sigur Manchester City í kvöld þýðir að Liverpool þarf líka á kraftaverki að halda í deildinni.
Liverpool spilaði í raun stórvel á Nou Camp í síðustu viku og verðskuldaði ekki að tapa 3:0. En lyktir leiksins urðu samt sem raun varð á. Síðan þá vann Liverpool magnaðan útisigur í Newcastle og hélt þannig Manchester City við efnið í baráttunni um enska meistaratitilinn. Í dag var upplýst að Mohamed Salah og Roberto Firmino geta ekki mætt Barcelona. Mohamed fékk heilahristing á móti Newcastle og Roberto er meiddur í nára. Við bætist að Naby Keita er kominn í sumarfrí eftir að hafa meiðast á nára á Spáni. Hugsanlega verða Daniel Sturridge og Divock Origi í sókninni. Það reynir alla vega á liðshópinn.
Fyrir utan að halda Lionel Messi og öllum hinum í hæfilegri fjarlægð frá marki Liverpool þá þarf að skora hinu megin. Í raun á Liverpool ekki að geta unnið Barcelona með þriggja marka mun og hvað þá fjögurra. Liverpool fékk vissulega góð færi á Nou Camp og hefði skot Mohamed farið í stöng og inn rétt eftir að Lionel skoraði seinna mark sitt hefði verkið verið gerlegt. Það er svo sem gerlegt en allt þarf að ganga upp og rúmlega það. En við skulum ekki gleyma krafti Anfield! Luis Suarez og Philippe Coutinho vita hvað getur gerst á Anfield! Það er ekki víst að þeir sofi rólega í nótt!
En ég er sannfærður um að kraftaverk til handa Liverpool leynist það sem eftir lifir leiktíðar. Liverpool vinnur 3:0 og fer áfram eftir vítaspyrnukeppni. Sadio Mané, Divock Origi og Virgil van Dijk skora. Enginn skyldi útiloka að Evrópuvegferð Liverpool eigi ekki eftir að liggja til Madrídar!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Barcelona
Liverpool getur ennþá unnið tvo titla á leiktíðinni en möguleikarnir hafa minnkað eftir síðustu leiki. Barcelona og Manchester City eru með öll spil á hendi þegar tveir leikir eru eftir af leiktíðinni. Reyndar gætu þeir orðið þrír ef kraftaverk gerist á Anfield Road annað kvöld. Sigur Manchester City í kvöld þýðir að Liverpool þarf líka á kraftaverki að halda í deildinni.
Liverpool spilaði í raun stórvel á Nou Camp í síðustu viku og verðskuldaði ekki að tapa 3:0. En lyktir leiksins urðu samt sem raun varð á. Síðan þá vann Liverpool magnaðan útisigur í Newcastle og hélt þannig Manchester City við efnið í baráttunni um enska meistaratitilinn. Í dag var upplýst að Mohamed Salah og Roberto Firmino geta ekki mætt Barcelona. Mohamed fékk heilahristing á móti Newcastle og Roberto er meiddur í nára. Við bætist að Naby Keita er kominn í sumarfrí eftir að hafa meiðast á nára á Spáni. Hugsanlega verða Daniel Sturridge og Divock Origi í sókninni. Það reynir alla vega á liðshópinn.
Fyrir utan að halda Lionel Messi og öllum hinum í hæfilegri fjarlægð frá marki Liverpool þá þarf að skora hinu megin. Í raun á Liverpool ekki að geta unnið Barcelona með þriggja marka mun og hvað þá fjögurra. Liverpool fékk vissulega góð færi á Nou Camp og hefði skot Mohamed farið í stöng og inn rétt eftir að Lionel skoraði seinna mark sitt hefði verkið verið gerlegt. Það er svo sem gerlegt en allt þarf að ganga upp og rúmlega það. En við skulum ekki gleyma krafti Anfield! Luis Suarez og Philippe Coutinho vita hvað getur gerst á Anfield! Það er ekki víst að þeir sofi rólega í nótt!
En ég er sannfærður um að kraftaverk til handa Liverpool leynist það sem eftir lifir leiktíðar. Liverpool vinnur 3:0 og fer áfram eftir vítaspyrnukeppni. Sadio Mané, Divock Origi og Virgil van Dijk skora. Enginn skyldi útiloka að Evrópuvegferð Liverpool eigi ekki eftir að liggja til Madrídar!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan