| Sf. Gutt
Jürgen Klopp, framkvæmdasjóra Liverpool var mikið niðri fyrir eftir að Liverpool sló Barcelona út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar með 4:0 sigri á Anfield Road. Hann sagði þetta afrek ótrúlegt en ef einhverjir hefðu getað unnið það þá hefðu það verið strákarnir hans!
,,Ef ég ætti að lýsa þessu félagi þá myndi ég segja að í því búi stórt hjarta og í kvöld sló það af fullum krafti. Maður bókstaflega heyrði það slá úti um allan heim. Leikurinn var eiginlega of mikið af því góða. Það var nógu erfitt að vinna leikinn hvað þá að halda hreinu. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Þetta hefur hefur svo mikla þýðingu fyrir alla hérna. Það eru til mikilvægari hlutir í heiminum. En það er alveg magnað að ná að skapa svona tilfinningaþrungið andrúmsloft. Leikmennirnir eiga heiðurinn af þessu."
,,Ég hef aldrei áður séð svona blöndu af möguleikum á sigri og svo hugrekkinu sem olli því að úrslitin náðust. Þetta sýnir hverju er hægt að áorka í knattspyrnunni. Þetta er alveg yndislegt! Ég sagði við strákana fyrir leikinn að mín skoðun væri sú að verkefnið væri óvinnandi en af því það væru þeir sem væru annars vegar þá teldi ég að við ættum möguleika! Leikmennirnir búa yfir risavöxnu hugarfari. Þetta er ótrúlegt."
,,Ég veit hvað fólk segir um mig og alla úrslitaleikina sem ég hef tapað. Það hefur rétt fyrir sér hvað það varðar. Þetta er fjórði úrslitaleikurinn sem við komumst í á valdatíma mínum og það er býsna vel af sér vikið. Í fyrra fannst okkur að við yrðum að komast aftur í úrslit í þessari keppni. Niðurstaðan var ekki nógu góð í fyrra og okkur fannst við verða að reyna að bæta úr. Núna erum við búnir að vinna okkur inn annað tækifæri og auðvitað munum við gera okkar allra besta til að ná takmarkinu. Ég veit ekki hvort við fáum annað tækifæri því það gefast ekki mörg. En þegar maður sá strákana eftir leikinn með tárin í augunum þá sá maður hvað kanttspyrnan getur gefið af sér. Þetta félag hefur svo sterk áhrif á mann. Manni finnst að maður sjálfur upplifi sterkari tilfinningar en aðrir á svona stundum!"
Afrekið sem vannst á Anfield Road var ótrúlegt! En nú er að fullkomna verkið, sækja Evrópubikarinn til Madrídar og koma með hann heim til Liverpool!
TIL BAKA
Þetta er ótrúlegt!
Jürgen Klopp, framkvæmdasjóra Liverpool var mikið niðri fyrir eftir að Liverpool sló Barcelona út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar með 4:0 sigri á Anfield Road. Hann sagði þetta afrek ótrúlegt en ef einhverjir hefðu getað unnið það þá hefðu það verið strákarnir hans!
,,Ef ég ætti að lýsa þessu félagi þá myndi ég segja að í því búi stórt hjarta og í kvöld sló það af fullum krafti. Maður bókstaflega heyrði það slá úti um allan heim. Leikurinn var eiginlega of mikið af því góða. Það var nógu erfitt að vinna leikinn hvað þá að halda hreinu. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Þetta hefur hefur svo mikla þýðingu fyrir alla hérna. Það eru til mikilvægari hlutir í heiminum. En það er alveg magnað að ná að skapa svona tilfinningaþrungið andrúmsloft. Leikmennirnir eiga heiðurinn af þessu."
,,Ég hef aldrei áður séð svona blöndu af möguleikum á sigri og svo hugrekkinu sem olli því að úrslitin náðust. Þetta sýnir hverju er hægt að áorka í knattspyrnunni. Þetta er alveg yndislegt! Ég sagði við strákana fyrir leikinn að mín skoðun væri sú að verkefnið væri óvinnandi en af því það væru þeir sem væru annars vegar þá teldi ég að við ættum möguleika! Leikmennirnir búa yfir risavöxnu hugarfari. Þetta er ótrúlegt."
,,Núna undir lok þessarar leiktíðar, allir leikirnir, öll meiðslin sem við höfum þurft að takast á við og núna erum við að njóta þessarar stundar. Ég held að maður hefði ekki fundið marga sem hefðu veðjað svo miklu sem einu pennýi á að við gætum afrekað þetta. Ég veit að þetta félag er blanda af stemmningu, tilfinningum, þrá og knattspyrnuhæfileikum. Ef einn af þessum þáttum er tekinn í burtu þá er ekki hægt að vinna svona afrek."
,,Ég veit hvað fólk segir um mig og alla úrslitaleikina sem ég hef tapað. Það hefur rétt fyrir sér hvað það varðar. Þetta er fjórði úrslitaleikurinn sem við komumst í á valdatíma mínum og það er býsna vel af sér vikið. Í fyrra fannst okkur að við yrðum að komast aftur í úrslit í þessari keppni. Niðurstaðan var ekki nógu góð í fyrra og okkur fannst við verða að reyna að bæta úr. Núna erum við búnir að vinna okkur inn annað tækifæri og auðvitað munum við gera okkar allra besta til að ná takmarkinu. Ég veit ekki hvort við fáum annað tækifæri því það gefast ekki mörg. En þegar maður sá strákana eftir leikinn með tárin í augunum þá sá maður hvað kanttspyrnan getur gefið af sér. Þetta félag hefur svo sterk áhrif á mann. Manni finnst að maður sjálfur upplifi sterkari tilfinningar en aðrir á svona stundum!"
Afrekið sem vannst á Anfield Road var ótrúlegt! En nú er að fullkomna verkið, sækja Evrópubikarinn til Madrídar og koma með hann heim til Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan