| Sf. Gutt
Eftir því sem staðarblaðið Liverpool Echo greinir frá þá vill ungliðinn Rafael Camacho fara frá Liverpool. Portúgalinn hefur hefur verið talinn með efnilegri leikmönnum Liverpool. Hann kom til Liverpool frá Manchester City 20016 en er alinn upp hjá Sporting í Lissabon. Rafael hefur leikið með yngri landsliðum Portúgals upp í undir 18 ára liðið.
Rafael, sem getur spilað allar stöður í framlínunni, þykir snjall með boltann og útsjónarsamur. Portúgalinn, sem er til vinstri á myndinni að ofan, lék sína fyrstu tvo leiki með aðalliði Liverpool núna í janúar. Fyrst gegn Wolves í FA bikarnum og svo kom hann inn á sem varamaður á móti Cystal Palace.
Það á eftir að koma í ljós hvort Rafael fer í sumar en eftir því sem hermt er þá vill hann fara. Hann mun eitthvað hafa verið ósáttur við hvernig hann var notaður með varaliðinu og svo var hann ekki valinn í æfingaferðina til Marbella.
TIL BAKA
Rafael Camacho vill fara

Eftir því sem staðarblaðið Liverpool Echo greinir frá þá vill ungliðinn Rafael Camacho fara frá Liverpool. Portúgalinn hefur hefur verið talinn með efnilegri leikmönnum Liverpool. Hann kom til Liverpool frá Manchester City 20016 en er alinn upp hjá Sporting í Lissabon. Rafael hefur leikið með yngri landsliðum Portúgals upp í undir 18 ára liðið.

Rafael, sem getur spilað allar stöður í framlínunni, þykir snjall með boltann og útsjónarsamur. Portúgalinn, sem er til vinstri á myndinni að ofan, lék sína fyrstu tvo leiki með aðalliði Liverpool núna í janúar. Fyrst gegn Wolves í FA bikarnum og svo kom hann inn á sem varamaður á móti Cystal Palace.
Það á eftir að koma í ljós hvort Rafael fer í sumar en eftir því sem hermt er þá vill hann fara. Hann mun eitthvað hafa verið ósáttur við hvernig hann var notaður með varaliðinu og svo var hann ekki valinn í æfingaferðina til Marbella.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan