| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Alisson frá næstu vikurnar
Alisson Becker á við meiðsli í kálfa að stríða og verður frá næstu vikurnar. Eins og kunnugt er þurfti hann að fara af velli í fyrri hálfleik gegn Norwich.
Meiðslin hafa verið staðfest af félaginu og má búast við því að Alisson spili ekki næstu vikur, ekkert hefur þó verið gefið út um það hversu margar vikurnar verða. Jürgen Klopp sagði þetta í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,Þetta er ekki svo gott mál. Meiðslin eru í kálfa sem augljóslega halda honum frá keppni í einhvern tíma."
,,Ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur til baka en hann verður klárlega ekki með á miðvikudaginn (gegn Chelsea í leik um Stórbikar Evrópu), eftir það sjáum við hvað gerist. Þetta tekur tíma, að minnsta kosti tvær vikur, svo sjáum við til. Ég sá einhversstaðar rætt um sex vikur og eitthvað álíka en Ali hefur ekki oft meiðst á ferli sínum og við skulum bíða og sjá hvernig hann bregst við meðferð núna, en hann verður auðvitað ekki með næstu vikur."
Varamarkvörðurinn Adrián mun því spila næstu leiki liðsins sem eru fram að landsleikjahléi: Chelsea (Stórbikar Evrópu) á miðvikudagskvöldið, útleikur við Southampton laugardaginn 17., laugardaginn 24. ágúst heima gegn Arsenal og svo laugardaginn 31. ágúst gegn Burnley á útivelli. Eftir það er tveggja vikna landsleikjahlé og hefjast leikar á ný í úrvalsdeildinni hjá Liverpool laugardaginn 14. september þegar Newcastle United koma í heimsókn.
Við skulum vona að Alisson verði klár í slaginn strax eftir landsleikjahléið.
Meiðslin hafa verið staðfest af félaginu og má búast við því að Alisson spili ekki næstu vikur, ekkert hefur þó verið gefið út um það hversu margar vikurnar verða. Jürgen Klopp sagði þetta í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,Þetta er ekki svo gott mál. Meiðslin eru í kálfa sem augljóslega halda honum frá keppni í einhvern tíma."
,,Ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur til baka en hann verður klárlega ekki með á miðvikudaginn (gegn Chelsea í leik um Stórbikar Evrópu), eftir það sjáum við hvað gerist. Þetta tekur tíma, að minnsta kosti tvær vikur, svo sjáum við til. Ég sá einhversstaðar rætt um sex vikur og eitthvað álíka en Ali hefur ekki oft meiðst á ferli sínum og við skulum bíða og sjá hvernig hann bregst við meðferð núna, en hann verður auðvitað ekki með næstu vikur."
Varamarkvörðurinn Adrián mun því spila næstu leiki liðsins sem eru fram að landsleikjahléi: Chelsea (Stórbikar Evrópu) á miðvikudagskvöldið, útleikur við Southampton laugardaginn 17., laugardaginn 24. ágúst heima gegn Arsenal og svo laugardaginn 31. ágúst gegn Burnley á útivelli. Eftir það er tveggja vikna landsleikjahlé og hefjast leikar á ný í úrvalsdeildinni hjá Liverpool laugardaginn 14. september þegar Newcastle United koma í heimsókn.
Við skulum vona að Alisson verði klár í slaginn strax eftir landsleikjahléið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan