| Sf. Gutt
Nýbakaðir Stórbikarmeistarar Liverpool hafa í mörg horn að líta. Það var komið fram á nótt þegar Stórbikarinn var tryggður í Istanbúl. Næsta verkefni er eftir hádegi á morgun þegar Evrópumeistararnir mæta Southampton á útivelli.
Þó svo sumir geri lítið úr Stórbikarnum þá er ekki vafi á því að allir titlar skipta máli og það bættist nýr kafli við afrekaská Liverpool á miðvikudagskvöldið eða fimmtudagsnóttina ef miðað er við staðartíma í Istanbúl. Um þetta snýst Liverpool. Að vinna titla! Stærri jafnt sem minni!
En Liverpool þurfti að hafa fyrir því enda vitum við stuðningsmenn Rauða hersins að liðið okkar fer sjaldan auðveldar leiðir að titlum. Leikmenn Liverpool voru því þreyttir en ánægðir eftir þegar þeir fögnuðu titlinum í Miklagarði. En liðið sýndi enn og aftur þann baráttuanda og þrautsegju sem hefur gert árið 2019 sögulegt!
Á morgun verða menn að rífa sig upp því þegar öllu er á botninn hvolft er Englandsmeistaratitillinn sá titill sem mestu skiptir. Miðað við síðasta keppnistímabil má ekkert út af bera í baráttunni um sigur í deildinni enda byrjuðu sterkustu liðin vel um síðustu helgi. Það gerði Liverpool líka en nú kemur þreyta til með að spila inn í. Svo eru það meiðsli. Alisson Becker meiddist á móti Norwich City og í dag kom í ljós að óvíst er að afleysingamaður hans og nýjasta hetja Liverpool geti spilað. Adrián San Miguel meiddist eftir að stuðningsmaður Liverpool, sem vildi taka þátt í fögnuðinum eftir að Spánverjinn varði síðasta vítið á móti Chelsea, rann á hann. Lygilegt atvik! Adrián vonast eftir að vera orðinn góður en það er ekki víst að svo verði. Andy Lonergan er þá næstur í röðinni ef að líkum lætur frekar en ungliðinn Caoimhin Kelleher. Báðir fengu gullpening í Istanbúl án þess að hafa ennþá spilað með aðalliði Liverpool. Útséð er um að Naby Keita geti spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu fyrir Stórbikarleikinn í Istanbúl.
Þrátt fyrir að leikurinn í Southampton verði alveg örugglega mjög erfiður þá spái ég því að Liverpool nái að herja fram sigur. Liverpool vinnur 1:2. Sadio Mané og Roberto Firmino skora mörkin. En auðvelda leiðin verður örugglega ekki farin!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Nýbakaðir Stórbikarmeistarar Liverpool hafa í mörg horn að líta. Það var komið fram á nótt þegar Stórbikarinn var tryggður í Istanbúl. Næsta verkefni er eftir hádegi á morgun þegar Evrópumeistararnir mæta Southampton á útivelli.
Þó svo sumir geri lítið úr Stórbikarnum þá er ekki vafi á því að allir titlar skipta máli og það bættist nýr kafli við afrekaská Liverpool á miðvikudagskvöldið eða fimmtudagsnóttina ef miðað er við staðartíma í Istanbúl. Um þetta snýst Liverpool. Að vinna titla! Stærri jafnt sem minni!
En Liverpool þurfti að hafa fyrir því enda vitum við stuðningsmenn Rauða hersins að liðið okkar fer sjaldan auðveldar leiðir að titlum. Leikmenn Liverpool voru því þreyttir en ánægðir eftir þegar þeir fögnuðu titlinum í Miklagarði. En liðið sýndi enn og aftur þann baráttuanda og þrautsegju sem hefur gert árið 2019 sögulegt!
Á morgun verða menn að rífa sig upp því þegar öllu er á botninn hvolft er Englandsmeistaratitillinn sá titill sem mestu skiptir. Miðað við síðasta keppnistímabil má ekkert út af bera í baráttunni um sigur í deildinni enda byrjuðu sterkustu liðin vel um síðustu helgi. Það gerði Liverpool líka en nú kemur þreyta til með að spila inn í. Svo eru það meiðsli. Alisson Becker meiddist á móti Norwich City og í dag kom í ljós að óvíst er að afleysingamaður hans og nýjasta hetja Liverpool geti spilað. Adrián San Miguel meiddist eftir að stuðningsmaður Liverpool, sem vildi taka þátt í fögnuðinum eftir að Spánverjinn varði síðasta vítið á móti Chelsea, rann á hann. Lygilegt atvik! Adrián vonast eftir að vera orðinn góður en það er ekki víst að svo verði. Andy Lonergan er þá næstur í röðinni ef að líkum lætur frekar en ungliðinn Caoimhin Kelleher. Báðir fengu gullpening í Istanbúl án þess að hafa ennþá spilað með aðalliði Liverpool. Útséð er um að Naby Keita geti spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu fyrir Stórbikarleikinn í Istanbúl.
Þrátt fyrir að leikurinn í Southampton verði alveg örugglega mjög erfiður þá spái ég því að Liverpool nái að herja fram sigur. Liverpool vinnur 1:2. Sadio Mané og Roberto Firmino skora mörkin. En auðvelda leiðin verður örugglega ekki farin!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan