| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur í Southampton
Nýbakaðir Stórbikarmeistarar Liverpool unnu góðan 1:2 sigur í Southampton í dag og fóru í efsta sæti deildarinnar. Var það vel að verki staðið eftir maraþonviðureign í Stórbikarleiknum á miðvikudagskvöldið sem reyndar stóð fram á nótt að tyrkneskum tíma.
Leikurinn fór rólega af stað og kom það svo sem ekki á óvart. Á 8. mínútu var Adrián San Miguel heldur lengi að sparka frá inni í vítateignum. Boltinn fór í heimamann sem sótti að honum og sem betur fer framhjá. Á 13. mínútu sendi Mohamed Salah hælsendingu á Alex Oxlade-Chamberlain en skot hans úr vítateignum var mislukkað og fór framhjá. Rétt á eftir þurfti James Milner að fara af velli því hann fékk skurð á augnabrún eftir að hann og mótherji skölluðu saman. James þurfti að fara til búningsherbergis þar sem búið var að skurðinum. Kom hann vafinn um höfuðið nokkrum mínútum seinna. Það var aldrei spurning um að hann kæmi ekki til leiks aftur!
Southampton fór smá saman að færa sig upp á skaftið enda spilaði Liverpool ekki vel. Margar sendingar fóru forgörðum og leikmenn voru þreytulegir. Á 20. mínútu átti Maya Yoshida skalla af stuttu færi eftir horn sem Adrián varði mjög vel. Vel gert hjá Spánverjanum en það var óvíst fyrir leikinn að hann gæti spilað eftir að annar ökkli hans bólgnaði illa upp í kjölfar þess að áhorfandi rann á hann í fagnaðarlátunum eftir vítaspyrnukeppnina í Istanbúl.
Allt leit út fyrir markaleysi þegar komið var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks og Liverpool hefði getað unað vel við það. En allt í einu kom mark og það af fallegri gerðinni. Sadio Mané fékk sendingu frá James við vinstra vítateigshornið. Hann lék framhjá varnarmanni og þrumaði boltanum svo út í fjærhornið út við stöng. Glæsilegt mark hjá Senegalanum. Rétt á eftir var flautað til hálfleiks og ekki amalegt að hafa náð forystu upp úr þurru!
Liverpool hafði ekki leikið vel í fyrri hálfleik en liðið tók öll völd eftir hlé. Eftir tíu mínútur átti James skot utan vítateigs eftir horn en boltinn fór rétt framhjá. Rétt á eftir sendi Sadio á Mohamed Salah sem lék inn í vítateiginn en Angus Gunn varði skot hans. Enn liðu tíu mínútur og þá náði Liverpool góðri sókn sem endaði með sendingu Sadio fyrir markið á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn fékk boltann frír fyrir miðju marki en hann stýrði boltanum framhjá. Litlu síðar átti Danny Ings, fyrrum leikmaður Liverpool, skot utan teigs sem fór rétt yfir. Danny var nýkominn inn á sem varamaður.
Á 71. mínútu náði Sadio boltanum af varnarmanni vinstra megin við vítateiginn. Hann gaf á Roberto sem lék þvert til hægri við vítateigslínuna framhjá tveimur varnarmönnum áður en hann smellti boltnaum neðst í vinstra markhornið. Vel gert hjá Roberto og nú var staðan orðin stórgóð. Á næstu mínútum hefði Liverpool átt að gara algjörlega út um leikinn. Fyrst varði Angus skalla frá Sadio eftir aukaspyrnu og svo svo lagði Sadio upp skotfæri fyrir Andrew Robertson en aftur varði Angus vel.
Á 81. mínútu var marki Liverpool ógnað og það af Joël Matip en Adrián var vel á verði og bjargaði. Tveimur mínútum seinna sendi Virgil van Dijk aftur á Adrián. Hann tók við boltanum og gat gefið hann til hægri eða vinstri en þess í stað sparkaði hann boltanum beint af augum. Boltinn fór í Danny Ings, sem vissi ekkert hvað var í gangi, og í af honum í markið. Óskiljanlegt af hverju Adrián skyldi sparka boltanum í þessa átt og hroðaleg mistök hjá honum! Heimamenn áttu nú skyndilega von og það eftir að hafa ekki verið með í leiknum eftir hlé. Á 86. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri á Danny sem var frír á markteignum en hann náði ekki að hitta boltann sem fór framhjá. Þar slapp Liverpool með skrekkinn!
Þetta var sem betur fer síðasta færi leiksins. Liverpool hafði sigur og öll þrjú stigin. Sigurinn var sanngjarn miðað við yfirburði Liverpool í síðari hálfleik og enn einu sinni sýndi liðið þrautsegju og uppskar samkvæmt henni. Erfið en gleðileg vika að baki. Félagið er einum Stórbikarsigri ríkara og sigurinn í dag kom liðinu í efsta sæti deildarinnar á markahlutfalli. Leikmenn og starfslið Liverpool fær nú hvíld frá keppni fram að næstu helgi og hún verður kærkomin.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn hélt áfram þaðan sem frá var horfið í Istanbúl. Þar skoraði hann tvö mörk á á gamla heimavellinum sínum bætti hann við marki og stoðsendingu. Þar fyrir utan réðu varnarmenn Southampton ekkert við hann á köflum.
Jürgen Klopp: Við náðum þessum úrslitum og mér fannst við verðskulda þau. Ég er hæstánægður.
Mark Southampton: Danny Ings (83. mín.).
Gult spjald: Oriol Romeu og Moussa Djenepo.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (45. mín.) og Roberto Firmino (71. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.712.
- Sadio Mané skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 20. mark hans á þessu ári. Enginn hefur skorað fleiri í deildinni.
- Roberto Firmino skoraði fyrsta mark sitt.
- James Milner lék 180. leik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 22 mörk.
Leikurinn fór rólega af stað og kom það svo sem ekki á óvart. Á 8. mínútu var Adrián San Miguel heldur lengi að sparka frá inni í vítateignum. Boltinn fór í heimamann sem sótti að honum og sem betur fer framhjá. Á 13. mínútu sendi Mohamed Salah hælsendingu á Alex Oxlade-Chamberlain en skot hans úr vítateignum var mislukkað og fór framhjá. Rétt á eftir þurfti James Milner að fara af velli því hann fékk skurð á augnabrún eftir að hann og mótherji skölluðu saman. James þurfti að fara til búningsherbergis þar sem búið var að skurðinum. Kom hann vafinn um höfuðið nokkrum mínútum seinna. Það var aldrei spurning um að hann kæmi ekki til leiks aftur!
Southampton fór smá saman að færa sig upp á skaftið enda spilaði Liverpool ekki vel. Margar sendingar fóru forgörðum og leikmenn voru þreytulegir. Á 20. mínútu átti Maya Yoshida skalla af stuttu færi eftir horn sem Adrián varði mjög vel. Vel gert hjá Spánverjanum en það var óvíst fyrir leikinn að hann gæti spilað eftir að annar ökkli hans bólgnaði illa upp í kjölfar þess að áhorfandi rann á hann í fagnaðarlátunum eftir vítaspyrnukeppnina í Istanbúl.
Allt leit út fyrir markaleysi þegar komið var fram á lokamínútu fyrri hálfleiks og Liverpool hefði getað unað vel við það. En allt í einu kom mark og það af fallegri gerðinni. Sadio Mané fékk sendingu frá James við vinstra vítateigshornið. Hann lék framhjá varnarmanni og þrumaði boltanum svo út í fjærhornið út við stöng. Glæsilegt mark hjá Senegalanum. Rétt á eftir var flautað til hálfleiks og ekki amalegt að hafa náð forystu upp úr þurru!
Liverpool hafði ekki leikið vel í fyrri hálfleik en liðið tók öll völd eftir hlé. Eftir tíu mínútur átti James skot utan vítateigs eftir horn en boltinn fór rétt framhjá. Rétt á eftir sendi Sadio á Mohamed Salah sem lék inn í vítateiginn en Angus Gunn varði skot hans. Enn liðu tíu mínútur og þá náði Liverpool góðri sókn sem endaði með sendingu Sadio fyrir markið á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn fékk boltann frír fyrir miðju marki en hann stýrði boltanum framhjá. Litlu síðar átti Danny Ings, fyrrum leikmaður Liverpool, skot utan teigs sem fór rétt yfir. Danny var nýkominn inn á sem varamaður.
Á 71. mínútu náði Sadio boltanum af varnarmanni vinstra megin við vítateiginn. Hann gaf á Roberto sem lék þvert til hægri við vítateigslínuna framhjá tveimur varnarmönnum áður en hann smellti boltnaum neðst í vinstra markhornið. Vel gert hjá Roberto og nú var staðan orðin stórgóð. Á næstu mínútum hefði Liverpool átt að gara algjörlega út um leikinn. Fyrst varði Angus skalla frá Sadio eftir aukaspyrnu og svo svo lagði Sadio upp skotfæri fyrir Andrew Robertson en aftur varði Angus vel.
Á 81. mínútu var marki Liverpool ógnað og það af Joël Matip en Adrián var vel á verði og bjargaði. Tveimur mínútum seinna sendi Virgil van Dijk aftur á Adrián. Hann tók við boltanum og gat gefið hann til hægri eða vinstri en þess í stað sparkaði hann boltanum beint af augum. Boltinn fór í Danny Ings, sem vissi ekkert hvað var í gangi, og í af honum í markið. Óskiljanlegt af hverju Adrián skyldi sparka boltanum í þessa átt og hroðaleg mistök hjá honum! Heimamenn áttu nú skyndilega von og það eftir að hafa ekki verið með í leiknum eftir hlé. Á 86. mínútu kom fyrirgjöf frá hægri á Danny sem var frír á markteignum en hann náði ekki að hitta boltann sem fór framhjá. Þar slapp Liverpool með skrekkinn!
Þetta var sem betur fer síðasta færi leiksins. Liverpool hafði sigur og öll þrjú stigin. Sigurinn var sanngjarn miðað við yfirburði Liverpool í síðari hálfleik og enn einu sinni sýndi liðið þrautsegju og uppskar samkvæmt henni. Erfið en gleðileg vika að baki. Félagið er einum Stórbikarsigri ríkara og sigurinn í dag kom liðinu í efsta sæti deildarinnar á markahlutfalli. Leikmenn og starfslið Liverpool fær nú hvíld frá keppni fram að næstu helgi og hún verður kærkomin.
Maður leiksins: Sadio Mané. Senegalinn hélt áfram þaðan sem frá var horfið í Istanbúl. Þar skoraði hann tvö mörk á á gamla heimavellinum sínum bætti hann við marki og stoðsendingu. Þar fyrir utan réðu varnarmenn Southampton ekkert við hann á köflum.
Jürgen Klopp: Við náðum þessum úrslitum og mér fannst við verðskulda þau. Ég er hæstánægður.
Mark Southampton: Danny Ings (83. mín.).
Gult spjald: Oriol Romeu og Moussa Djenepo.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (45. mín.) og Roberto Firmino (71. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.712.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 20. mark hans á þessu ári. Enginn hefur skorað fleiri í deildinni.
- Roberto Firmino skoraði fyrsta mark sitt.
- James Milner lék 180. leik sinn fyrir Liverpool. Hann hefur skorað 22 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan