| Sf. Gutt
Á hverju sumri á sér stað einhver saga sem mætti segja að væri sagan endalausa. Núna í sumar var það Philippe Coutinho sem var aðalsögupersónan.
Allt frá því í vor og jafnvel lengur gengu sögusagnir um að Philippe Coutinho myndi koma aftur heim til Liverpool. Hann var keyptur til Liverpool frá Inter Milan í janúar 2013 og næstu árin tók hann stöðugum framförum þar til mátti segja að hann væri orðinn með eftirsóttari leikmönnum heims. Í janúar 2018 fór svo að aðdráttarafl Barcelona varð of mikið og Philippe fór þangað. Söluverðið var 142 milljónir sterlingspunda. Reyndar var hluti upphæðarinnar háð því að ákveðinn ákvæði í samningnum myndu virkjast. Grunnupphæðin hefur verið sögð 105 milljónir punda. Hermt er að Barcelona skuldi Liverpool ennþá eitthvað af kaupupphæðinni.
Þó svo Philippe stæði sig nokkuð vel hjá Barcelona virtist hann ekki ná að festa sig alveg í sessi. Stuðningsmenn Barca voru ekki alltaf nógu ánægðir með hann. Hann varð þó Spánarmeistari 2018 og 2019. Hann varð bikarmeistari og Stórbikarmeistari Spánar 2018 en þá vann Barcelona allt sem hægt var á Spáni.

En það fór aldrei svo að Philippe kæmi aftur til Liverpool því hann var lánaður til Bayern München í ágúst. Bayern borgar lánsfé og eins kaupið hans í eitt ár og fær að því loknu forkaupsrétt á Brasilíumanninum. Það má því svo til slá því föstu að Philippe spili ekki aftur með Liverpool.
Philippe spilaði 201 leik fyrir Liverpool og skoraði 54 mörk.
TIL BAKA
Lok sögunnar endalausu

Á hverju sumri á sér stað einhver saga sem mætti segja að væri sagan endalausa. Núna í sumar var það Philippe Coutinho sem var aðalsögupersónan.

Allt frá því í vor og jafnvel lengur gengu sögusagnir um að Philippe Coutinho myndi koma aftur heim til Liverpool. Hann var keyptur til Liverpool frá Inter Milan í janúar 2013 og næstu árin tók hann stöðugum framförum þar til mátti segja að hann væri orðinn með eftirsóttari leikmönnum heims. Í janúar 2018 fór svo að aðdráttarafl Barcelona varð of mikið og Philippe fór þangað. Söluverðið var 142 milljónir sterlingspunda. Reyndar var hluti upphæðarinnar háð því að ákveðinn ákvæði í samningnum myndu virkjast. Grunnupphæðin hefur verið sögð 105 milljónir punda. Hermt er að Barcelona skuldi Liverpool ennþá eitthvað af kaupupphæðinni.
Þó svo Philippe stæði sig nokkuð vel hjá Barcelona virtist hann ekki ná að festa sig alveg í sessi. Stuðningsmenn Barca voru ekki alltaf nógu ánægðir með hann. Hann varð þó Spánarmeistari 2018 og 2019. Hann varð bikarmeistari og Stórbikarmeistari Spánar 2018 en þá vann Barcelona allt sem hægt var á Spáni.

En það fór aldrei svo að Philippe kæmi aftur til Liverpool því hann var lánaður til Bayern München í ágúst. Bayern borgar lánsfé og eins kaupið hans í eitt ár og fær að því loknu forkaupsrétt á Brasilíumanninum. Það má því svo til slá því föstu að Philippe spili ekki aftur með Liverpool.
Philippe spilaði 201 leik fyrir Liverpool og skoraði 54 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan