| Sf. Gutt
Roberto Firmino vantar nú bara einn leik upp á 250 leiki fyrir hönd Liverpool. Brasilíumaðurinn hefur heldur betur reynst vel eftir að Brendan Rodgers keypti hann sumarið 2015.
Roberto var keyptur frá þýska liðinu Hoffenheim en þar var hann búinn að vera frá því í desember 2010. Hann hóf eril sinn hjá Figueirense í heimalandi sínu.
Roberto var svo sem ekki áberandi til að byrja með hjá Liverpool. Hann skoraði 11 mörk á fyrstu leiktíð sinni, 2015/16 og einu fleira á næstu. En á keppnistímabilinu 2017/18 skoraði Roberto 27 mörk. Leiktíðina á eftir, þegar Liverpool vann Evrópubikarinn, skilaði hann 16 mörkum.
En leikur Roberto snýst alls ekki bara um að skora mörk. Hann er lykilmaður í sóknarleiknum við hlið þeirra Mohamed Salah og Sadio Mané. Margir hafa bent á mikilvægi hans utan við mörkin sem hann skorar og er það ótvírætt.
Roberto Firmino er nú búinn að spila 249 leiki fyrir Liverpool og skora 78 mörk.
TIL BAKA
Tímamót!
Roberto Firmino vantar nú bara einn leik upp á 250 leiki fyrir hönd Liverpool. Brasilíumaðurinn hefur heldur betur reynst vel eftir að Brendan Rodgers keypti hann sumarið 2015.
Roberto var keyptur frá þýska liðinu Hoffenheim en þar var hann búinn að vera frá því í desember 2010. Hann hóf eril sinn hjá Figueirense í heimalandi sínu.
Roberto var svo sem ekki áberandi til að byrja með hjá Liverpool. Hann skoraði 11 mörk á fyrstu leiktíð sinni, 2015/16 og einu fleira á næstu. En á keppnistímabilinu 2017/18 skoraði Roberto 27 mörk. Leiktíðina á eftir, þegar Liverpool vann Evrópubikarinn, skilaði hann 16 mörkum.
En leikur Roberto snýst alls ekki bara um að skora mörk. Hann er lykilmaður í sóknarleiknum við hlið þeirra Mohamed Salah og Sadio Mané. Margir hafa bent á mikilvægi hans utan við mörkin sem hann skorar og er það ótvírætt.
Roberto Firmino er nú búinn að spila 249 leiki fyrir Liverpool og skora 78 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan