| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Naumur en sætur sigur á Chelsea
Liverpool gerði góða ferð til höfuðborgarinnar í dag og lagði Chelsea að velli á Brúnni 2-1. Liverpool heldur þar með 5 stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Það kom ekkert á óvart í uppstillingunni hjá Klopp í dag, líklega sterkasta byrjunarliðið sem völ er á. Ein breyting frá tapleiknum á Ítalíu í vikunni, Wijnaldum kom inn fyrir Milner.
Liverpool var mun sterkara liðið á fyrstu mínútum. Mikil barátta og hápressa út um allan völl og menn greinilega ákveðnir í að láta skellinn í Napoli í vikunni ekki sitja í sér.
Á 15. mínútu kom fyrsta markið og það var ansi snoturt. Mané var felldur rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd. Aukaspyrnan var skemmtilega útfærð, Salah tók hálfgerða hælspyrnu á Trent kom lagði boltann innanfótar svo að segja í samskeytin fjær. Staðan 0-1 á Brúnni og allir kátir.
Chelsea rétti aðeins úr kútnum eftir markið og á 24. mínútu komst Abraham einn innfyrir eftir góða stungusendingu frá Christensen, en Adrian varði frábærlega. Þremur mínútum síðar skoraði Chelsea svo mark sem á endanum var dæmt af vegna rangstöðu. VAR úrskurður sem loksins féll okkar megin, ekki endilega réttur dómur. En við sluppum með skrekkinn.
Í næstu sókn eftir VAR reikistefnuna skoraði Liverpool svo mark númer tvö í leiknum, sem var auðvitað eins og blaut og ógeðsleg tuska í andlit Chelsea. En okkur er nákvæmlega sama um það. Markið kom líka upp úr aukaspyrnu. Í þetta skiptið renndi Trent boltanum á Robertson sem sendi fyrir markið. Þar var Firmino svo að segja óvaldaður og skallaði boltann framhjá varnarlitlum Arrizabalaga í marki Chelsea. Staðan 0-2.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool mun betra liðið og ekkert sem benti til þess að Chelsea kæmist aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikur byrjaði líka með miklum látum og Liverpool var eiginlega eina liðið á vellinum fyrstu mínúturnar, en smátt og smátt komust heimamenn betur inn í leikinn og á 71. mínútu skoraði Kanté fallegt upp úr engu og minnkaði muninn í 1-2. Eftir markið varð pressa Chelsea ansi þung og síðustu 10 mínúturnar var hrein einstefna að marki Liverpool.
Sem betur fer tókst okkar mönnum að standast álagið og gríðarlega dýrmætur sigur staðreynd. Lokatölur 1-2.
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson (Lallana á 83. mín.), Wijnaldum, Fabinho, Mané (Milner á 71. mín.), Firmino, Salah (Gomez á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Shaqiri, Oxlade-Chamberlain og Brewster.
Mörk Liverpool: Alexander-Arnold á 15. mínútu og Firmino á 30. mín.
Gul spjöld: Alexander-Arnold, Fabinho, Milner.
Mark Chelsea: Kanté á 71. mínútu.
Maður leiksins: Það er frekar erfitt að velja mann leiksins í dag. Þetta var gríðarlega góður sigur en eitt og annað sem var kannski ekki alveg í topplagi hjá liðinu. Ég ætla að velja Henderson. Hann barðist eins og ljón og rak menn áfram allan tímann sem hann var inná.
- Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar, með fullt hús eftir fimm umferðir. Fimm stigum meira en Manchester City.
- Þetta var sjöundi útisigur Liverpool í röð í deildinni. Það er félagsmet.
- Jürgen Klopp stjórnaði Liverpool í sínum 150. deildarleik í dag. Liverpool hefur unnið 92 af þessum 150 leikjum. Það er líka met í sögu félagsins. Kenny Dalglish er annar í röðinni á eftir Klopp með 87 sigra í fyrstu 150 deildarleikjum sínum sem stjóri.
- Þetta var 50. leikur Fabinho fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur skorað 34 mörk eftir föst leikatriði frá því í byrjun síðasta tímabils. Það er 7 mörkum meira en næsta lið þar á eftir.
Það kom ekkert á óvart í uppstillingunni hjá Klopp í dag, líklega sterkasta byrjunarliðið sem völ er á. Ein breyting frá tapleiknum á Ítalíu í vikunni, Wijnaldum kom inn fyrir Milner.
Liverpool var mun sterkara liðið á fyrstu mínútum. Mikil barátta og hápressa út um allan völl og menn greinilega ákveðnir í að láta skellinn í Napoli í vikunni ekki sitja í sér.
Á 15. mínútu kom fyrsta markið og það var ansi snoturt. Mané var felldur rétt fyrir utan teig og aukaspyrna dæmd. Aukaspyrnan var skemmtilega útfærð, Salah tók hálfgerða hælspyrnu á Trent kom lagði boltann innanfótar svo að segja í samskeytin fjær. Staðan 0-1 á Brúnni og allir kátir.
Chelsea rétti aðeins úr kútnum eftir markið og á 24. mínútu komst Abraham einn innfyrir eftir góða stungusendingu frá Christensen, en Adrian varði frábærlega. Þremur mínútum síðar skoraði Chelsea svo mark sem á endanum var dæmt af vegna rangstöðu. VAR úrskurður sem loksins féll okkar megin, ekki endilega réttur dómur. En við sluppum með skrekkinn.
Í næstu sókn eftir VAR reikistefnuna skoraði Liverpool svo mark númer tvö í leiknum, sem var auðvitað eins og blaut og ógeðsleg tuska í andlit Chelsea. En okkur er nákvæmlega sama um það. Markið kom líka upp úr aukaspyrnu. Í þetta skiptið renndi Trent boltanum á Robertson sem sendi fyrir markið. Þar var Firmino svo að segja óvaldaður og skallaði boltann framhjá varnarlitlum Arrizabalaga í marki Chelsea. Staðan 0-2.
Sem betur fer tókst okkar mönnum að standast álagið og gríðarlega dýrmætur sigur staðreynd. Lokatölur 1-2.
Liverpool: Adrian, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson (Lallana á 83. mín.), Wijnaldum, Fabinho, Mané (Milner á 71. mín.), Firmino, Salah (Gomez á 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Shaqiri, Oxlade-Chamberlain og Brewster.
Mörk Liverpool: Alexander-Arnold á 15. mínútu og Firmino á 30. mín.
Gul spjöld: Alexander-Arnold, Fabinho, Milner.
Mark Chelsea: Kanté á 71. mínútu.
Maður leiksins: Það er frekar erfitt að velja mann leiksins í dag. Þetta var gríðarlega góður sigur en eitt og annað sem var kannski ekki alveg í topplagi hjá liðinu. Ég ætla að velja Henderson. Hann barðist eins og ljón og rak menn áfram allan tímann sem hann var inná.
Fróðleikur:
- Liverpool er á toppi Úrvalsdeildarinnar, með fullt hús eftir fimm umferðir. Fimm stigum meira en Manchester City.
- Þetta var sjöundi útisigur Liverpool í röð í deildinni. Það er félagsmet.
- Jürgen Klopp stjórnaði Liverpool í sínum 150. deildarleik í dag. Liverpool hefur unnið 92 af þessum 150 leikjum. Það er líka met í sögu félagsins. Kenny Dalglish er annar í röðinni á eftir Klopp með 87 sigra í fyrstu 150 deildarleikjum sínum sem stjóri.
- Þetta var 50. leikur Fabinho fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur skorað 34 mörk eftir föst leikatriði frá því í byrjun síðasta tímabils. Það er 7 mörkum meira en næsta lið þar á eftir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan