| Sf. Gutt

Áfram í Deildarbikarnum

Liverpool komst áfram í Deilarbikarnum í kvöld eftir góðan 0:2 útisigur á Milton Keynes Dons. Þetta var í fyrsta sinn sem liðin mættust í kappleik.

Besti þjálfari í heimi gerbreytti liði sínu frá síðasta leik. Þrír ungliðar léku í fyrsta sinn í aðalliði Liverpool. Írski strákurinn Caoimhin Kelleher var í markinu og auk hans spiluðu Harvey Elliott og Rhian Brewster í fyrsta sinn. Ki-Jana Hoever og Curtis Jones voru líka í byrjunarliðinu en þeir höfðu áður leikið með aðalliðinu. Á bekknum komu strákarnir Adam Lewis, Herbie Kane, Sepp Van den Berg, Luis Longstaff og Leighton Clarkson við sögu aðalliðsins í fyrsta sinn.

0:1. James Milner fékk boltann við vinstra vítateigshornið. Hann hleypti föstu skoti á markið sem fór beint á Stuart Moore í markinu. Boltinn fór í brjóstkassann á honum og hrökk af honum í markið. Stuart reyndi að bjarga málunum en því ekki þó hann hefði hönd á boltanum. 


0:2. James sendi fyrir markið frá vinstri. Hollenski strákurinn Ki-Jana Hoever kom á fullri ferð að markinu og skoraði með föstum skalla. Fallega gert og sigurinn svo til í höfn.  

Liverpool var sterkari aðilinn allan leikinn og vann sanngjarnan sigur. Ungliðarnir komust vel frá leiknum og þá sérstaklega Harvey Elliott. Áfram svo í næstu umferð!

MK Dons: Moore, Williams, Poole, Walsh, Brittain, Kasumu (Houghton 61. mín.), McGrandles, Gilbey (Boateng 72. mín.), Dickenson (Martin 45. mín.), Bowery og Nombe. Ónotaðir varamenn: Nicholls, Lewington, Agard og Harley.

Liverpool: Kelleher, Hoever (van den Berg 90. mín.), Lovren, Gomez, Milner, Oxlade-Chamberlain (Kane 82. mín.), Lallana, Keita (Chirivella 63. mín.), Elliott, Brewster og Jones. Ónotaðir varamenn: Lonergan, Longstaff, Lewis og Clarkson.

Mörk Liverpool: James Milner (41. mín.) og Ki-Jana Hoever (69. mín.).

Áhorfendur á MK leikvanginum: 28.521.

Maður leiksins: James Milner. Gamli maðurinn var magnaður í stöðu vinstri bakvarðar. Hann skoraði fyrra marki og lagði það seinna upp. Þar fyrir utan gaf hann ekki þumlung eftir hvort sem hann var í sókn eða vörn. Ótrúlegur leikmaður og betri fyrirmynd finnst ekki!

Jürgen Klopp: Það voru góðir sprettir í leiknum og nokkrir af leikmönnunum spiluðu mjög vel. Ég er mjög ánægður með að við skyldum komast áfram. Það var virkilega flott. Strákarnir fengu líka smjörþefinn af fullorðinsknattspyrnu og það var mikilvægt. 

Fróðleikur

- Liverpool og Milton Keynes Dons mættust í fyrsta sinn í keppnisleik. 

- Þeir James Milner og Ki-Jana Hoever skoruðu fyrstu mörk sín á leiktíðinni. 

- James hefur nú skorað á 18 keppnistímabilum í röð. 

- Ki-Jana skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og varð fjórði yngsti markaskorari í sögu Liverpool. 

- Harvey Elliott varð annar yngsti leikmaður í sögu Liverpool og sá yngsti til að vera í byrjunarliði. Harvey var 16 ára og 174 daga gamall. 

- Jerome Sinclair er yngsti leikmaður í sögu Liverpool. Hann lék sinn fyrsta leik í september 2012 en þá var hann 16 ára og 60 daga gamall. 

- Caoimhin Kelleher, Harvey Elliott, Rhian Brewster, Herbie Kane og Sepp Van den Berg léku í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.   

- Luis Longstaff, Adam Lewis og Leighton Clarkson voru í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool. 

- Áhorfendur á MK leikvanginum hafa aldrei verið fleiri! Nýtt aðsóknarmet. 



 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan