| Sf. Gutt
Liverpool fékk sekt upp á 200.000 sterlingspund. Helmingurinn borgast en hinn hlutinn kemur ekki til greiðslu nema Liverpool tefli aftur fram ólöglegum leikmanni það sem eftir er af leiktíðinni. Fordæmi eru fyrir svona dómum því Sunderland tefldi fram ólöglegum leikmanni fyrir nokkrum árum og fékk einungis sekt.
Einhverjir töldu að Liverpool yrði vikið úr Deildarbikarnum en svo verður ekki. Sekt er trúlega nokkurs konar viðurkenning á því að knattspyrnuyfirvöld hafi ekki unnið pappírsvinnuna rétt. Liverpool tekur því á móti Arsenal í næstu umferð sem fer fram seinni partinn í mánuðinum.
Pedro, sem er miðjumaður, kom til Liverpool frá Valencia árið 2015. Hann hefur leikið sex leiki með aðalliði Liverpool. Spánverjinn hefur leikið sem lánsmaður hjá hollensku liðunum Go Ahead Eagles og Willem ll.
TIL BAKA
Liverpool sleppur með sekt
Liverpool fékk á dögunum sekt fyrir að tefla Pedro Chirivella fram í Deildarbikarleiknum á móti Milton Keynes Dons. Pedro kom inn á sem varamaður í leiknum. Í ljós kom að ekki var búið að ganga fullkomlega frá keppnisleyfi Pedro eftir að hann var í láni hjá spænska liðinu Extremadura á síðustu leiktíð. Reyndar lék hann aldrei með spænska liðinu þar sem pappírar varðandi keppnisleyfi bárust of seint. Frekar furðulegt og líklega hafa bæði Liverpool og knattspyrnuyfirvöld eitthvað sofið á verðinum í sambandi við pappírsvinnuna.
Liverpool fékk sekt upp á 200.000 sterlingspund. Helmingurinn borgast en hinn hlutinn kemur ekki til greiðslu nema Liverpool tefli aftur fram ólöglegum leikmanni það sem eftir er af leiktíðinni. Fordæmi eru fyrir svona dómum því Sunderland tefldi fram ólöglegum leikmanni fyrir nokkrum árum og fékk einungis sekt.
Einhverjir töldu að Liverpool yrði vikið úr Deildarbikarnum en svo verður ekki. Sekt er trúlega nokkurs konar viðurkenning á því að knattspyrnuyfirvöld hafi ekki unnið pappírsvinnuna rétt. Liverpool tekur því á móti Arsenal í næstu umferð sem fer fram seinni partinn í mánuðinum.
Pedro, sem er miðjumaður, kom til Liverpool frá Valencia árið 2015. Hann hefur leikið sex leiki með aðalliði Liverpool. Spánverjinn hefur leikið sem lánsmaður hjá hollensku liðunum Go Ahead Eagles og Willem ll.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan