| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigurmark á síðustu stundu!
Liverpool er ennþá með fullt hús stiga eftir átta fyrstu umferðirnar í deildinni. Áttundi sigurinn kom á allra síðustu stundu þegar víti í viðbótartíma tryggði Liverpool 2:1 sigur á Leicester City á Anfield Road.
Brendan Rodgers fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn og Norður Írinn klappaði fyrir þeim á móti. Það kom á óvart að Dejan Lovren kom inn í vörnina við hliðina á VIrgil van Dijk og Joe Gomez var hafður á bekknum. Liverpool tók leikinn strax í sínar hendur en Refirnir vörðust og biðu átekta. Liverpool fékk fyrsta færið eftir tæpan stundarfjórðung. Allir héldu að boltinn færi að fara úr leik en hann fór í hornfánann. Trent Alexander-Arnold var snöggur að átta sig, náði boltanum, lék meistaralega á varnarmann og gaf fyrir en James Milner náði ekki að hitta markið og boltinn fór yfir. Eftir rúman hálftíma átti Trent aftur góða fyrirgjöf en Roberto Firmino hitti ekki markið úr góðu færi.
Þegar fimm mínútur voru til leikhlés komst Liverpool yfir. Andrew Robertson og James léku saman og James sendi svo langa sendingu af eigin vallarhelmingi fram völlinn. Varnarmaður Leicester missti af boltanum, Sadio Mané var á næstu grösum, hirti boltann lék inn í vítateginn og skoraði með yfirveguðu skoti neðst í hornið fjær fyrir framan Kop stúkuna. Glæsileg sending hjá James og stórgóð afgreiðsla hjá Sadio. Markið tyggði sanngjarna forystu Liverpool þegar flautað var til leikhlés.
Moahmed Salah var næstum búinn að skora í fyrstu sókn Liverpool eftir hlé. Hann náði skoti á markið rétt við markteiginn en Kasper Schmiechel varði vel. Liverpool hafði sem fyrr völdin en gestirnir voru þéttir fyrir. Á 67. mínútu komst Jamie Vardy inn í vítateginn en Adrián San Miguel kom út á móti honum og náði boltanum af honum. Vel gert hjá Spánverjanum. Rétt á eftir braust Andrew inn í vítateiginn eftir sendingu frá Mohamed og þrumaði að marki en skotið fór beint á Kasper sem varði. Á 73. mínútu varð fyrst hætta við mark Liverpool þegar Dennis Praet átti fast skot utan teigs sem fór rétt framhjá. Þegar tíu mínútur voru jafnaði Leicester úr sínu fyrsta skoti á rammann. James Maddison fékk boltann í vítateignum eftir gott spil og skoraði undir Adrián sem hefði kannski átt að verja. Staðan jöfn og það gegn gangi leiksins.
Sigurinn virtist ætla að renna Liverpool úr greipum þó svo Evrópumeistararnir settu allt á fullt til að skora aftur. Moahmed varð að fara af velli í viðbótatríma eftir að Hamza Choudhury sparkaði hann niður. Hamza fékk gult spjald en hefði átt að vera rekinn út af. Leikmenn Liverpool voru fjúkandi reiðir en nokkrum andartökum seinna var komið að leikmönnum Leicester að brjálast úr reiði. Varamaðurinn Divock Origi virtist ætla að brjótast inn í vítateiginn en boltinn hrökk frá honum inn í teiginn á Sadio Mané. Þar sparkaði leikmaður gestanna í hann og Senegalinn féll við. Dómarinn dæmdi víti og allt varð vitlaust. Atvikið var skoðað á myndböndum en dómnum var ekki breytt. Vissulega var dómurinn harður en af hverju var honum ekki breytt og Sadio gefið gult spjald fyrir leikaraskap eins og hefði átt að gera ef dómarinn var talinn hafa gert mistök?
Eftir að ró komst á tók James Milner vítið. Sá gamli er öllu vanur við allar hugsanlegar aðstæður. Kasper fór í rangt horn og James skoraði af öryggi. Allt gekk af göflunum af fögnuði þegar boltinn þandi út netmöskvana. Liverpool vann sanngjarnan sigur og er ennþá með fullt hús. Nokkrir leikmenn hlupu saman í leikslok eftir að leikmaður Leicester hafði látið reiði sína bitna á Andrew en það jók bara á stemmninguna! Evrópumeistararnir halda sínu striki á toppnum!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robrtson; Wijnaldum (Henderson 78. mín.) Fabinho, Milner; Mané, Salah (Lallana 90. mín.), Firmino og (Origi 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Gomez og Elliott.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (40. mín.) og James Milner, víti, (90. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Leicester City: Schmiechel; Pereira, Evans, Soyuncu, Chilwell; Praet, (Perez 73. mín.) Ndidi, Tielemens; Barnes (Albrighton 45. mín.) Vardy og Maddison (Choudhury 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Justin, Morgan og Gray.
Mark Leicester: James Maddison (80. mín.).
Gul spjöld: Wilfred Ndidi, Çaglar Söyüncü, Jonny Evans og Hamza Choudhury.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.322.
Maður leiksins: James Milner. Þessi ótrúlega magnaði leikmaður gefur ekkert eftir. Hann fer fyrir með góðu fordæmi í hvert skipti sem hann spilar og leikur lykilhlutverk. Í þessum leik lagði hann upp mark og skoraði svo úr víti í viðbótartíma sem tryggði Liverpool sigur! Ekkert mál!
Jürgen Klopp: Ef það væri svona auðvelt að vinna átta leiki í röð þá væru fleiri lið búin að gera það. Það er ekkert áhlaupaverk að gera það. Það er ekki auðvelt og sérstaklega ef miðað er við hvaða lið við erum búnir að spila við.
- Liverpool vann 17. deildarsigur sinn í röð.
- Liverpool hefur unnið átta fyrstu deildarleiki sína á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði áttunda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann var að leika sinn 100. deildarleik og markið var númer 50 í deildinni.
- James Milner skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- James hefur aldrei tapað í deildarleik sem hann hefur skorað í. Leikirnir eru orðnir 53. Hann hefur verið í sigurliði í 42 leikjum og 11 sinnum hefur orðið jafntefli.
- Andrew Robertson lék sinn 90. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
Brendan Rodgers fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn og Norður Írinn klappaði fyrir þeim á móti. Það kom á óvart að Dejan Lovren kom inn í vörnina við hliðina á VIrgil van Dijk og Joe Gomez var hafður á bekknum. Liverpool tók leikinn strax í sínar hendur en Refirnir vörðust og biðu átekta. Liverpool fékk fyrsta færið eftir tæpan stundarfjórðung. Allir héldu að boltinn færi að fara úr leik en hann fór í hornfánann. Trent Alexander-Arnold var snöggur að átta sig, náði boltanum, lék meistaralega á varnarmann og gaf fyrir en James Milner náði ekki að hitta markið og boltinn fór yfir. Eftir rúman hálftíma átti Trent aftur góða fyrirgjöf en Roberto Firmino hitti ekki markið úr góðu færi.
Þegar fimm mínútur voru til leikhlés komst Liverpool yfir. Andrew Robertson og James léku saman og James sendi svo langa sendingu af eigin vallarhelmingi fram völlinn. Varnarmaður Leicester missti af boltanum, Sadio Mané var á næstu grösum, hirti boltann lék inn í vítateginn og skoraði með yfirveguðu skoti neðst í hornið fjær fyrir framan Kop stúkuna. Glæsileg sending hjá James og stórgóð afgreiðsla hjá Sadio. Markið tyggði sanngjarna forystu Liverpool þegar flautað var til leikhlés.
Moahmed Salah var næstum búinn að skora í fyrstu sókn Liverpool eftir hlé. Hann náði skoti á markið rétt við markteiginn en Kasper Schmiechel varði vel. Liverpool hafði sem fyrr völdin en gestirnir voru þéttir fyrir. Á 67. mínútu komst Jamie Vardy inn í vítateginn en Adrián San Miguel kom út á móti honum og náði boltanum af honum. Vel gert hjá Spánverjanum. Rétt á eftir braust Andrew inn í vítateiginn eftir sendingu frá Mohamed og þrumaði að marki en skotið fór beint á Kasper sem varði. Á 73. mínútu varð fyrst hætta við mark Liverpool þegar Dennis Praet átti fast skot utan teigs sem fór rétt framhjá. Þegar tíu mínútur voru jafnaði Leicester úr sínu fyrsta skoti á rammann. James Maddison fékk boltann í vítateignum eftir gott spil og skoraði undir Adrián sem hefði kannski átt að verja. Staðan jöfn og það gegn gangi leiksins.
Sigurinn virtist ætla að renna Liverpool úr greipum þó svo Evrópumeistararnir settu allt á fullt til að skora aftur. Moahmed varð að fara af velli í viðbótatríma eftir að Hamza Choudhury sparkaði hann niður. Hamza fékk gult spjald en hefði átt að vera rekinn út af. Leikmenn Liverpool voru fjúkandi reiðir en nokkrum andartökum seinna var komið að leikmönnum Leicester að brjálast úr reiði. Varamaðurinn Divock Origi virtist ætla að brjótast inn í vítateiginn en boltinn hrökk frá honum inn í teiginn á Sadio Mané. Þar sparkaði leikmaður gestanna í hann og Senegalinn féll við. Dómarinn dæmdi víti og allt varð vitlaust. Atvikið var skoðað á myndböndum en dómnum var ekki breytt. Vissulega var dómurinn harður en af hverju var honum ekki breytt og Sadio gefið gult spjald fyrir leikaraskap eins og hefði átt að gera ef dómarinn var talinn hafa gert mistök?
Eftir að ró komst á tók James Milner vítið. Sá gamli er öllu vanur við allar hugsanlegar aðstæður. Kasper fór í rangt horn og James skoraði af öryggi. Allt gekk af göflunum af fögnuði þegar boltinn þandi út netmöskvana. Liverpool vann sanngjarnan sigur og er ennþá með fullt hús. Nokkrir leikmenn hlupu saman í leikslok eftir að leikmaður Leicester hafði látið reiði sína bitna á Andrew en það jók bara á stemmninguna! Evrópumeistararnir halda sínu striki á toppnum!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robrtson; Wijnaldum (Henderson 78. mín.) Fabinho, Milner; Mané, Salah (Lallana 90. mín.), Firmino og (Origi 78. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Keita, Gomez og Elliott.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (40. mín.) og James Milner, víti, (90. mín.).
Gult spjald: Fabinho Tavarez.
Leicester City: Schmiechel; Pereira, Evans, Soyuncu, Chilwell; Praet, (Perez 73. mín.) Ndidi, Tielemens; Barnes (Albrighton 45. mín.) Vardy og Maddison (Choudhury 86. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Justin, Morgan og Gray.
Mark Leicester: James Maddison (80. mín.).
Gul spjöld: Wilfred Ndidi, Çaglar Söyüncü, Jonny Evans og Hamza Choudhury.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.322.
Maður leiksins: James Milner. Þessi ótrúlega magnaði leikmaður gefur ekkert eftir. Hann fer fyrir með góðu fordæmi í hvert skipti sem hann spilar og leikur lykilhlutverk. Í þessum leik lagði hann upp mark og skoraði svo úr víti í viðbótartíma sem tryggði Liverpool sigur! Ekkert mál!
Jürgen Klopp: Ef það væri svona auðvelt að vinna átta leiki í röð þá væru fleiri lið búin að gera það. Það er ekkert áhlaupaverk að gera það. Það er ekki auðvelt og sérstaklega ef miðað er við hvaða lið við erum búnir að spila við.
Fróðleikur
- Liverpool vann 17. deildarsigur sinn í röð.
- Liverpool hefur unnið átta fyrstu deildarleiki sína á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði áttunda mark sitt á leiktíðinni.
- Hann var að leika sinn 100. deildarleik og markið var númer 50 í deildinni.
- James Milner skoraði annað mark sitt á keppnistímabilinu.
- James hefur aldrei tapað í deildarleik sem hann hefur skorað í. Leikirnir eru orðnir 53. Hann hefur verið í sigurliði í 42 leikjum og 11 sinnum hefur orðið jafntefli.
- Andrew Robertson lék sinn 90. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan