| Sf. Gutt
Liverpool náði að herja fram 2:1 sigur á Leicester City í gær með sigurmarki James Milner úr víti í viðbótartíma. James segir að bestu liðin berjast alltaf þar til flautað er til leiksloka. Þetta hefi Liverpool gert á móti Leicester og uppskorið eftir því!
,,Þetta gera bestu liðin. Þau halda áfram þar til flautað er til leiksloka. Maður heldur áfram þar til yfir lýkur og reynir að finna leið til að vinna sigur og jafnvel þó svo maður hafi ekki átt sinn besta leik eða þá að hlutirnir hafi ekki fallið með manni. Við höfum gert þetta margoft. Stundum hefur heppnin verið með okkur en bestu liðin ná að gera þetta með því að halda áfram að berjast og vinna fyrir heppninni! Það var frábært að ná að finna leið til að vinna leikinn og fá tækifæri til að sigra undir lokin. Þetta segir mikið um skapstyrkinn sem býr í liðinu."
Liverpool fékk dæmda vítaspyrnu þegar komið var fram í viðbótartíma. James Milner fékk það erfiða hlutverk að taka vítaspyrnuna. Hann varð að skora til að færa Liverpool sigur og það gerði þessi magnaði leikmaður!
,,Þetta var auðvitað erfitt. Ég reyndi bara að halda ró minni á þessum tíma og einbeita mér að því sem ég ætlaði að gera. Það var svolítil bið en ég reyndi að einbeita mér að því sem var framundan. Til að byrja með þurfti maður að bíða eftir því hvort vítið stæði sem er auðvitað ný staða því venjulega er bara dæmt víti eða þá ekki."
,,Á svona andartökum skiptir máli að hafa æft vel. Maður þarf að halda einbeitingunni og vera rólegur. Svo lengi sem maður nær þessu verður allt í fína lagi."
James Milner hefur nú skorað í 53 leikjum í efstu deild á Englandi. Hann hefur aldrei verið í tapliði þegar hann hefur skorað. Sigrarnir eru 42 og jafnteflin eru 11 talsins. Ótrúlegur árgangur!
James er búinn að skora tvö mörk á leiktíðinni. Hann hefur þar með skorað á 18 keppnistímabilum. Sem sagt öllum sem hann hefur tekið þátt í sem atvinnumaður.
TIL BAKA
Þetta gera bestu liðin!
Liverpool náði að herja fram 2:1 sigur á Leicester City í gær með sigurmarki James Milner úr víti í viðbótartíma. James segir að bestu liðin berjast alltaf þar til flautað er til leiksloka. Þetta hefi Liverpool gert á móti Leicester og uppskorið eftir því!
,,Þetta gera bestu liðin. Þau halda áfram þar til flautað er til leiksloka. Maður heldur áfram þar til yfir lýkur og reynir að finna leið til að vinna sigur og jafnvel þó svo maður hafi ekki átt sinn besta leik eða þá að hlutirnir hafi ekki fallið með manni. Við höfum gert þetta margoft. Stundum hefur heppnin verið með okkur en bestu liðin ná að gera þetta með því að halda áfram að berjast og vinna fyrir heppninni! Það var frábært að ná að finna leið til að vinna leikinn og fá tækifæri til að sigra undir lokin. Þetta segir mikið um skapstyrkinn sem býr í liðinu."
Liverpool fékk dæmda vítaspyrnu þegar komið var fram í viðbótartíma. James Milner fékk það erfiða hlutverk að taka vítaspyrnuna. Hann varð að skora til að færa Liverpool sigur og það gerði þessi magnaði leikmaður!
,,Þetta var auðvitað erfitt. Ég reyndi bara að halda ró minni á þessum tíma og einbeita mér að því sem ég ætlaði að gera. Það var svolítil bið en ég reyndi að einbeita mér að því sem var framundan. Til að byrja með þurfti maður að bíða eftir því hvort vítið stæði sem er auðvitað ný staða því venjulega er bara dæmt víti eða þá ekki."
,,Á svona andartökum skiptir máli að hafa æft vel. Maður þarf að halda einbeitingunni og vera rólegur. Svo lengi sem maður nær þessu verður allt í fína lagi."
James Milner hefur nú skorað í 53 leikjum í efstu deild á Englandi. Hann hefur aldrei verið í tapliði þegar hann hefur skorað. Sigrarnir eru 42 og jafnteflin eru 11 talsins. Ótrúlegur árgangur!
James er búinn að skora tvö mörk á leiktíðinni. Hann hefur þar með skorað á 18 keppnistímabilum. Sem sagt öllum sem hann hefur tekið þátt í sem atvinnumaður.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan