| Sf. Gutt
Divock Origi fékk höfðinglegar móttökur hjá bæði stuðningsmönnum Liverpool og Genk á miðvikudagskvöldið þegar hann kom inn á sem varamaður. Það var ekkert undarlegt þó stuðningsmenn Liverpool klöppuðu fyrir honum en það var ástæða fyrir því að honum var svona vel tekið af fylgismönnum Genk. Hann byrjaði nefnilega feril sinn hjá belgíska liðinu og þar spilaði pabbi hans. Divock æfði og lék með yngri liðum Genk þangað til hann var 15 ára en þá gerði hann samning við franska liði Lille. Þar vakti hann athygli og Liverpool keypti hann sumarið 2014.
Divock spilaði aldrei fyrir aðallið Genk og tók sín fyrstu skref sem atvinnumaður í Frakklandi. Hann er þó vel þekktur hjá Genk og ekki síður pabbi hans sem heitir Michael. Hann lék sem atvinnumaður hjá Genk og fleiri liðum í Belgíu. Hann varð belgískur meistari með Genk leiktíðina 1998/99 og bikarmeistari á sparktíðinni á eftir. Hann lék með landsliði Kenía. Það eru fleiri knattspyrnumenn í fjölskyldunni og að minnsta kosti fjórir frændur Divock hafa leikið sem atvinnumenn.
Divock Origi er auðvitað orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann skoraði seinna mark Liverpool á móti Tottenham sem innsiglaði Evrópubikarsigurinn í sumar. Hann skoraði svo úr vítaspyrnu í vítakeppninni þegar Liverpool vann Stórbikar Evrópu í ágúst. En Divock er ekki síður vinsæll hjá stuðningsmönnum Genk eins og kom í ljós þegar hann kom inn á sem varamaður á miðvikudagskvöldið. Í Genk liggja rætur hans og hann var þar á fornum slóðum.
TIL BAKA
Á fornum slóðum
Divock Origi fékk höfðinglegar móttökur hjá bæði stuðningsmönnum Liverpool og Genk á miðvikudagskvöldið þegar hann kom inn á sem varamaður. Það var ekkert undarlegt þó stuðningsmenn Liverpool klöppuðu fyrir honum en það var ástæða fyrir því að honum var svona vel tekið af fylgismönnum Genk. Hann byrjaði nefnilega feril sinn hjá belgíska liðinu og þar spilaði pabbi hans. Divock æfði og lék með yngri liðum Genk þangað til hann var 15 ára en þá gerði hann samning við franska liði Lille. Þar vakti hann athygli og Liverpool keypti hann sumarið 2014.
Divock spilaði aldrei fyrir aðallið Genk og tók sín fyrstu skref sem atvinnumaður í Frakklandi. Hann er þó vel þekktur hjá Genk og ekki síður pabbi hans sem heitir Michael. Hann lék sem atvinnumaður hjá Genk og fleiri liðum í Belgíu. Hann varð belgískur meistari með Genk leiktíðina 1998/99 og bikarmeistari á sparktíðinni á eftir. Hann lék með landsliði Kenía. Það eru fleiri knattspyrnumenn í fjölskyldunni og að minnsta kosti fjórir frændur Divock hafa leikið sem atvinnumenn.
Divock Origi er auðvitað orðinn goðsögn hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að hann skoraði seinna mark Liverpool á móti Tottenham sem innsiglaði Evrópubikarsigurinn í sumar. Hann skoraði svo úr vítaspyrnu í vítakeppninni þegar Liverpool vann Stórbikar Evrópu í ágúst. En Divock er ekki síður vinsæll hjá stuðningsmönnum Genk eins og kom í ljós þegar hann kom inn á sem varamaður á miðvikudagskvöldið. Í Genk liggja rætur hans og hann var þar á fornum slóðum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan