| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er jafnframt síðasti leikur nóvember mánaðar er Brighton & Hove Albion mæta á Anfield. Leikurinn hefst klukkan 15:00 laugardaginn 30. nóvember.
Stórt skarð er hoggið í miðjuna með fjarveru Fabinho eins og við greindum frá fyrr í dag og ljóst að hann spilar ekki meir á árinu. Það verður því spennandi að sjá hvernig Klopp bregst við þessu í liðsuppstillingunni. Mögulega verður Jordan Henderson færður í stöðu Fabinho eða þá að uppleggið verður aðeins öðruvísi eins og við sáum til dæmis gegn Aston Villa þar sem Fabinho var á bekknum. Aðrar stöður í byrjunarliðinu ættu að vera nokkuð öruggar en leikjaálagið næstu vikur er mikið og það er alltaf möguleiki á því að Klopp hvíli eitthvað af þeim leikmönnum sem vanir eru að spila. Naby Keita ætti að vera klár í slaginn en hann var eitthvað veikur í vikunni, það er klárt mál að þar er leikmaður sem vonandi fer að spila meira og haldi sér meiðslalausum. Á meiðslalistanum eru sem fyrr, ásamt Fabinho, Nathaniel Clyne og Joel Matip.
Gestirnir frá Brighton hafa staðið sig vel það sem af er tímabils og sigruðu meðal annars Tottenham örugglega á sínum heimavelli fyrir ekki svo löngu síðan. Á útivelli hefur liðið þó ekki sótt mörg stig og eini sigur þeirra til þessa úti var í fyrstu umferð gegn lánlausu liðið Watford. Þeir glíma ekki við mikil meiðsli í sínum leikmannahóp og þeir Aaron Connolly og Solly March gætu komið til baka úr meiðslum í þennan leik. Hinsvegar eru þeir Bernardo og Jose Izquierdo meiddir og verða ekki með. Liðið var í mikilli fallbaráttu allt síðasta tímabil og eftir að þeir fengu nýjan stjóra inn, Graham Potter, hefur tekist að laga spilamennskuna og halda sjó. Eftir 12 leiki hafa þeir unnið fjóra, gert þrjú jafntefli og tapað sex leikjum.
Síðan Brighton komu sér upp í úrvalsdeild hafa liðin mæst fjórum sinnum. Liverpool hefur unnið þessa fjóra leiki, fyrstu tvo nokkuð stórt 5-1 og 4-0 en síðustu tveir leikir hafa endað 1-0. Síðast mættust liðin á Anfield 25. ágúst í fyrra og þá skoraði Salah eina mark leiksins. Það sama var uppá teningnum síðast þegar liðin mættust á heimavelli Brighton, 1-0 sigur og Salah með markið.
Það er alveg ljóst að Brighton menn koma til með að verjast aftarlega og þétta raðirnar á Anfield. Mögulega hafa þeir lært eitthvað af uppleggi Napoli á miðvikudagskvöldið en það verður nú að segjast að gæði leikmanna Brighton ættu að vera nokkuð minni en Napoli manna. Vonandi verða okkar menn svo betur stemmdir en á miðvikudaginn en þá var einhver ládeyða yfir mönnum, hreyfanleikinn var lítill og boltinn fékk ekki að fljóta eins og vanalega. Þess má líka geta að Brighton vilja halda boltanum og spila manna á milli og hafa staðið sig vel í því það sem af er tímabils. Leikmenn Liverpool verða að vera á tánum og vera duglegir í pressunni.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að sjálfsögðu að vinna sigur. Gott ef það tekst ekki líka að halda markinu hreinu á Anfield í fyrsta skipti á tímabilinu líka ? Lokatölur verða 2-0 og þá getur spennan farið að magnast fyrir nágrannaslaginn í miðri næstu viku.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna Liverpool það sem af er tímabils með 12 mörk í öllum keppnum, þar af átta í deildinni.
- Neal Maupay hefur skorað mest Brighton manna á tímabilinu eða fjögur mörk.
- Liverpool eru á toppi deildarinnar með 37 stig.
- Brighton sitja í 12. sæti með 15 stig.
- Gini Wijnaldum spilar líklega sinn 160. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Trent Alexander-Arnold spilar líklega sinn 70. deildarleik fyrir félagið.
Stórt skarð er hoggið í miðjuna með fjarveru Fabinho eins og við greindum frá fyrr í dag og ljóst að hann spilar ekki meir á árinu. Það verður því spennandi að sjá hvernig Klopp bregst við þessu í liðsuppstillingunni. Mögulega verður Jordan Henderson færður í stöðu Fabinho eða þá að uppleggið verður aðeins öðruvísi eins og við sáum til dæmis gegn Aston Villa þar sem Fabinho var á bekknum. Aðrar stöður í byrjunarliðinu ættu að vera nokkuð öruggar en leikjaálagið næstu vikur er mikið og það er alltaf möguleiki á því að Klopp hvíli eitthvað af þeim leikmönnum sem vanir eru að spila. Naby Keita ætti að vera klár í slaginn en hann var eitthvað veikur í vikunni, það er klárt mál að þar er leikmaður sem vonandi fer að spila meira og haldi sér meiðslalausum. Á meiðslalistanum eru sem fyrr, ásamt Fabinho, Nathaniel Clyne og Joel Matip.
Gestirnir frá Brighton hafa staðið sig vel það sem af er tímabils og sigruðu meðal annars Tottenham örugglega á sínum heimavelli fyrir ekki svo löngu síðan. Á útivelli hefur liðið þó ekki sótt mörg stig og eini sigur þeirra til þessa úti var í fyrstu umferð gegn lánlausu liðið Watford. Þeir glíma ekki við mikil meiðsli í sínum leikmannahóp og þeir Aaron Connolly og Solly March gætu komið til baka úr meiðslum í þennan leik. Hinsvegar eru þeir Bernardo og Jose Izquierdo meiddir og verða ekki með. Liðið var í mikilli fallbaráttu allt síðasta tímabil og eftir að þeir fengu nýjan stjóra inn, Graham Potter, hefur tekist að laga spilamennskuna og halda sjó. Eftir 12 leiki hafa þeir unnið fjóra, gert þrjú jafntefli og tapað sex leikjum.
Síðan Brighton komu sér upp í úrvalsdeild hafa liðin mæst fjórum sinnum. Liverpool hefur unnið þessa fjóra leiki, fyrstu tvo nokkuð stórt 5-1 og 4-0 en síðustu tveir leikir hafa endað 1-0. Síðast mættust liðin á Anfield 25. ágúst í fyrra og þá skoraði Salah eina mark leiksins. Það sama var uppá teningnum síðast þegar liðin mættust á heimavelli Brighton, 1-0 sigur og Salah með markið.
Það er alveg ljóst að Brighton menn koma til með að verjast aftarlega og þétta raðirnar á Anfield. Mögulega hafa þeir lært eitthvað af uppleggi Napoli á miðvikudagskvöldið en það verður nú að segjast að gæði leikmanna Brighton ættu að vera nokkuð minni en Napoli manna. Vonandi verða okkar menn svo betur stemmdir en á miðvikudaginn en þá var einhver ládeyða yfir mönnum, hreyfanleikinn var lítill og boltinn fékk ekki að fljóta eins og vanalega. Þess má líka geta að Brighton vilja halda boltanum og spila manna á milli og hafa staðið sig vel í því það sem af er tímabils. Leikmenn Liverpool verða að vera á tánum og vera duglegir í pressunni.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst að sjálfsögðu að vinna sigur. Gott ef það tekst ekki líka að halda markinu hreinu á Anfield í fyrsta skipti á tímabilinu líka ? Lokatölur verða 2-0 og þá getur spennan farið að magnast fyrir nágrannaslaginn í miðri næstu viku.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna Liverpool það sem af er tímabils með 12 mörk í öllum keppnum, þar af átta í deildinni.
- Neal Maupay hefur skorað mest Brighton manna á tímabilinu eða fjögur mörk.
- Liverpool eru á toppi deildarinnar með 37 stig.
- Brighton sitja í 12. sæti með 15 stig.
- Gini Wijnaldum spilar líklega sinn 160. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Trent Alexander-Arnold spilar líklega sinn 70. deildarleik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan