| Sf. Gutt
TIL BAKA
Unglingarnir sendir til leiks
Það verður skrýtið að sjá Liverpool ganga til leiks annað kvöld á Villa Park í Deildarbikarnum. Liðið verður eingöngu skipað ungliðum sem fæstir hafa áður leikið með aðalliðinu. Ástæðan er auðvitað sú að sterkustu leikmenn Liverpool eru nú í Katar þar sem Evrópumeistararnir taka þátt í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Liðið leikur einmitt í undanúrslitum á miðvikudaginn eða daginn eftir að liðið leikur í átta liða úrslitum Deildarbikarsins.
Neil Critchley, sem þjálfar undir 23. ára lið Liverpool, stjórnar Liverpool á Villa Park annað kvöld. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Neil sagði þetta einstakt tækifæri fyrir ungliða Liverpool. Jafnframt sagði hann að verkefnið yrði óhemju erfitt. ,,Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur alla og eins mig sjálfan. Ég mun leiða liðið til leiks með miklu stolti annað kvöld en stoltið felst í því að liðið spili samkvæmt getu."
Tveir af efnilegustu leikmönnum Liverpool Curtis Jones og Neco Williams fóru til Katar þar sem ákveðinn fjölda leikmanna varð að senda. Reyndustu ungliðarnir eru þeir Pedro Chirivella, Caoimhin Kelleher, Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever, Harvey Elliott og Rhian Brewster. Reyndar er óvíst að Rhian geti leikið en hann er tæpur vegna meiðsla. Sepp, Ki og Harvey fara svo til Katar strax eftir leikinn til móts við aðalliðið.
Neil Critchley kom til Liverpool haustið 2013. Fyrst þjálfaði hann undir 18 ára lið Liverpool en 2017 tók hann við undir 23. ára liðinu sem mætti nefna varalið Liverpool. Hann er talinn mjög fær þjálfari.
Það eru trúlega ekki margir sem reikna með því að Liverpool komist áfram í Deildarbikarnum enda er ljóst að Aston Villa ætlar sér ekki að missa af tækifæri til að komast í úrslitaleik keppninnar. En ef Liverpool myndi komast áfram yrði það eitt af meiri afrekum í sögu félagsins.
Neil Critchley, sem þjálfar undir 23. ára lið Liverpool, stjórnar Liverpool á Villa Park annað kvöld. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Neil sagði þetta einstakt tækifæri fyrir ungliða Liverpool. Jafnframt sagði hann að verkefnið yrði óhemju erfitt. ,,Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur alla og eins mig sjálfan. Ég mun leiða liðið til leiks með miklu stolti annað kvöld en stoltið felst í því að liðið spili samkvæmt getu."
Tveir af efnilegustu leikmönnum Liverpool Curtis Jones og Neco Williams fóru til Katar þar sem ákveðinn fjölda leikmanna varð að senda. Reyndustu ungliðarnir eru þeir Pedro Chirivella, Caoimhin Kelleher, Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever, Harvey Elliott og Rhian Brewster. Reyndar er óvíst að Rhian geti leikið en hann er tæpur vegna meiðsla. Sepp, Ki og Harvey fara svo til Katar strax eftir leikinn til móts við aðalliðið.
Neil Critchley kom til Liverpool haustið 2013. Fyrst þjálfaði hann undir 18 ára lið Liverpool en 2017 tók hann við undir 23. ára liðinu sem mætti nefna varalið Liverpool. Hann er talinn mjög fær þjálfari.
Það eru trúlega ekki margir sem reikna með því að Liverpool komist áfram í Deildarbikarnum enda er ljóst að Aston Villa ætlar sér ekki að missa af tækifæri til að komast í úrslitaleik keppninnar. En ef Liverpool myndi komast áfram yrði það eitt af meiri afrekum í sögu félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan