| Sf. Gutt
Liverpool vann í kvöld nauman sigur 2:1 á Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða. Á laugardaginn mætir Liverpool Flamengo í úrslitaleik keppninnar.
Virgil van Dijk var veikur og gat ekki spilað. Þetta þýddi að finna varð mann við hliðina á Joe Gomez í hjarta varnarinnar. Fyrirliðinn Jordan Henderson varð fyrir valinu. Trent Alexander-Arnold var hafður á bekknum og lék James Milner hægri bakvörð. Bæði Sadio Mané og Roberto Firmino byrjuðu á bekknum.
Evópumeistararnir byrjuðu leikinn mjög vel og komust yfir á 11. mínútu. Mohamed Salah gerði vel og stakk frábærri sendingu inn í vítateiginn. Þangað var Naby Keita kominn og hann skaut boltanum af öryggi framhjá markmanni Monterrey. Glæsilegt mark en staðan var ekki lengi svona góð. Þremur mínútum seinna náði vörn Liverpool ekki að hreinsa eftir aukaspyrnu. Alisson Becker varði skot en hélt ekki boltanum og Rogelio Funes Mori skilaði frákasinu í markið.
Liverpool fékk næsta færi níu mínútum seinna þegar Mohamed sendi frábæra hælsendingu inn á markteiginn. James Milner var kominn á svæðið en Marcelo Barovero varði með úthlaupi. Eftir því sem leið á hálfleikinn fengu leikmenn Monterrey aukið sjálfstraust og á 27. mínútu átti Dorlan Pabón fast skot utan teigs sem Alisson varði vel. Jafnt var í hálfleik.
Monterrey hóf síðari hálfleik vel og Dorlan ógnaði aftur eftir fimm mínútna leik. Hann átti þá fast skot beint úr aukaspyrnu sem Alisson varði. Átta mínútum seinna braust Naby inn í vítateiginn hinu megin en skot hans fór beint á Marcelo. Á 68. mínútu átti Rogelio skot utan teigs en Alisson varði í horn.
Þegar leið að leikslokum fór sókn Liverpool að þyngjast en leikmenn Monterrey börðust sem fyrr eins og ljón. Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold voru sendir til leiks. Á 73. mínútu, rétt áður en Trent leysti hann af, gaf James góða sendingu fyrir en Divock Origi hitti ekki boltann almennilega í dauðfæri. Boltinn endaði á að fara í Sadio og af honum framhjá.
Það var alveg á hreinu að Liverpool vildi ekki fara í framlengingu og með það í huga var Roberto Firmino settur inn á þegar fimm mínútur voru eftir. Þessi skipting skilaði sér þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Mohamed hafði betur í baráttu við tvo varnarmenn til hliðar við vítateiginn hægra megin. Hann endaði á að senda til baka á Trent sem gaf hárnákvæma sendingu inn í markteiginn þar sem Roberto stýrði boltanum í markið. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem ekki hefur skorað mikið á leiktíðinni. En þetta mark var dýrmætt og því var vel fagnað. Liverpool komst í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða og slapp við framlengingu!
Liverpool sýndi ekki sitt besta en liðið komst yfir hindrunina sem fyrir var eins og svo oft áður með seiglu og styrk. Flamengo frá Brasilíu bíður í úrslitaleiknum. Liverpool tapaði 1981 fyrir liðinu í fyrstu tilraun sinni við að vinna nafnbótina besta lið heims. Vonandi tekst það núna í fjórða sinnað ná þessum titli sem vantar í safnið en Flamengo verður mun erfiðari andstæðingur liðið frá Mexíkó.
Liverpool: Alisson; Milner (Alexander-Arnold 74. mín.), Henderson, Gomez, Robertson; Keita, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Salah, Origi (Firmino 85. mín.) og Shaqiri (Mane 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Lonergan, Adrian og Williams.
Mörk Liverpool: Naby Keita (11. mín.) og Roberto Firmino (90. mín.).
Gult spjald: Joe Gomes.
Monterrey: Barovero; Medina, Montes (Layun 79. mín.), Sanchez, Vangioni; Pabon Rios (Meza 82), Rodriguez, Pizarro (J Gonzalez 90. mín.), Ortiz, Gallardo og Funes Mori. Ónotaðir varamenn: Basanta, Cardenas, A Gonzalez, Gutierrez, Mejia, Resendez, Urreta, Vasquez og Zaldivar.
Mark Monterrey: Rogelio Funes Mori (14. mín.).
Gul spjöld: Leonel Vangioni og Jesús Gallardo.
Áhorfendur á Khalifa alþjóðaleikvanginum: 45.416.
Maður leiksins: Allisson Becker. Brasilíumaðurinn var frábær í markinu og lagði grunn að sigri Liverpool með því að koma í veg fyrir að Monterrey kæmist yfir á meðan staðan var jöfn.
Jürgen Klopp: Ég er hæstánægður með famgöngu liðsins því ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur. Strákarnir stóðu sig enn einu sinni stórvel.
- Liverpool leikur um titlinn besta lið heims í fjórða sinn. Hingað til hefur ekki tekist að vinna þessa nafnbót.
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold átti sína 20. stoðsendingu á árinu.
- James Milner lék sinn 200. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 25 mörk.
- Liverpool mætir Flamengo í úrslitaleiknum í Heimsmeistarakeppni félagsliða á laugardaginn. Brsilíska liðið vann Al Hilal frá Saudi Arabíu 3:1 í undanúrsitum í gær.
TIL BAKA
Naumur sigur kom Liverpool í úrslit!
Liverpool vann í kvöld nauman sigur 2:1 á Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða. Á laugardaginn mætir Liverpool Flamengo í úrslitaleik keppninnar.
Virgil van Dijk var veikur og gat ekki spilað. Þetta þýddi að finna varð mann við hliðina á Joe Gomez í hjarta varnarinnar. Fyrirliðinn Jordan Henderson varð fyrir valinu. Trent Alexander-Arnold var hafður á bekknum og lék James Milner hægri bakvörð. Bæði Sadio Mané og Roberto Firmino byrjuðu á bekknum.
Evópumeistararnir byrjuðu leikinn mjög vel og komust yfir á 11. mínútu. Mohamed Salah gerði vel og stakk frábærri sendingu inn í vítateiginn. Þangað var Naby Keita kominn og hann skaut boltanum af öryggi framhjá markmanni Monterrey. Glæsilegt mark en staðan var ekki lengi svona góð. Þremur mínútum seinna náði vörn Liverpool ekki að hreinsa eftir aukaspyrnu. Alisson Becker varði skot en hélt ekki boltanum og Rogelio Funes Mori skilaði frákasinu í markið.
Liverpool fékk næsta færi níu mínútum seinna þegar Mohamed sendi frábæra hælsendingu inn á markteiginn. James Milner var kominn á svæðið en Marcelo Barovero varði með úthlaupi. Eftir því sem leið á hálfleikinn fengu leikmenn Monterrey aukið sjálfstraust og á 27. mínútu átti Dorlan Pabón fast skot utan teigs sem Alisson varði vel. Jafnt var í hálfleik.
Monterrey hóf síðari hálfleik vel og Dorlan ógnaði aftur eftir fimm mínútna leik. Hann átti þá fast skot beint úr aukaspyrnu sem Alisson varði. Átta mínútum seinna braust Naby inn í vítateiginn hinu megin en skot hans fór beint á Marcelo. Á 68. mínútu átti Rogelio skot utan teigs en Alisson varði í horn.
Þegar leið að leikslokum fór sókn Liverpool að þyngjast en leikmenn Monterrey börðust sem fyrr eins og ljón. Sadio Mané og Trent Alexander-Arnold voru sendir til leiks. Á 73. mínútu, rétt áður en Trent leysti hann af, gaf James góða sendingu fyrir en Divock Origi hitti ekki boltann almennilega í dauðfæri. Boltinn endaði á að fara í Sadio og af honum framhjá.
Það var alveg á hreinu að Liverpool vildi ekki fara í framlengingu og með það í huga var Roberto Firmino settur inn á þegar fimm mínútur voru eftir. Þessi skipting skilaði sér þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Mohamed hafði betur í baráttu við tvo varnarmenn til hliðar við vítateiginn hægra megin. Hann endaði á að senda til baka á Trent sem gaf hárnákvæma sendingu inn í markteiginn þar sem Roberto stýrði boltanum í markið. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem ekki hefur skorað mikið á leiktíðinni. En þetta mark var dýrmætt og því var vel fagnað. Liverpool komst í úrslitaleik Heimsmeistarakeppni félagsliða og slapp við framlengingu!
Liverpool sýndi ekki sitt besta en liðið komst yfir hindrunina sem fyrir var eins og svo oft áður með seiglu og styrk. Flamengo frá Brasilíu bíður í úrslitaleiknum. Liverpool tapaði 1981 fyrir liðinu í fyrstu tilraun sinni við að vinna nafnbótina besta lið heims. Vonandi tekst það núna í fjórða sinnað ná þessum titli sem vantar í safnið en Flamengo verður mun erfiðari andstæðingur liðið frá Mexíkó.
Liverpool: Alisson; Milner (Alexander-Arnold 74. mín.), Henderson, Gomez, Robertson; Keita, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Salah, Origi (Firmino 85. mín.) og Shaqiri (Mane 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Lonergan, Adrian og Williams.
Mörk Liverpool: Naby Keita (11. mín.) og Roberto Firmino (90. mín.).
Gult spjald: Joe Gomes.
Monterrey: Barovero; Medina, Montes (Layun 79. mín.), Sanchez, Vangioni; Pabon Rios (Meza 82), Rodriguez, Pizarro (J Gonzalez 90. mín.), Ortiz, Gallardo og Funes Mori. Ónotaðir varamenn: Basanta, Cardenas, A Gonzalez, Gutierrez, Mejia, Resendez, Urreta, Vasquez og Zaldivar.
Mark Monterrey: Rogelio Funes Mori (14. mín.).
Gul spjöld: Leonel Vangioni og Jesús Gallardo.
Áhorfendur á Khalifa alþjóðaleikvanginum: 45.416.
Maður leiksins: Allisson Becker. Brasilíumaðurinn var frábær í markinu og lagði grunn að sigri Liverpool með því að koma í veg fyrir að Monterrey kæmist yfir á meðan staðan var jöfn.
Jürgen Klopp: Ég er hæstánægður með famgöngu liðsins því ég vissi að þetta yrði mjög erfiður leikur. Strákarnir stóðu sig enn einu sinni stórvel.
Fróðleikur
- Liverpool leikur um titlinn besta lið heims í fjórða sinn. Hingað til hefur ekki tekist að vinna þessa nafnbót.
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Trent Alexander-Arnold átti sína 20. stoðsendingu á árinu.
- James Milner lék sinn 200. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 25 mörk.
- Liverpool mætir Flamengo í úrslitaleiknum í Heimsmeistarakeppni félagsliða á laugardaginn. Brsilíska liðið vann Al Hilal frá Saudi Arabíu 3:1 í undanúrsitum í gær.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan