| Sf. Gutt
Liverpool fær í kvöld á Khalifa International alþjóðaleikvanginum í Dóha tækifæri til að vinna þriðja titil sinn á árinu. Um leið myndi Liverpool fá nafnbótina besta félagslið heimsins. Það hefur ekki verið afrekað áður hjá Liverpool. Það er því til mikils að vinna!
Evrópumeistararnir urðu að hafa sig alla við til að slá út Norður Ameríkumeistarana á miðvikudaginn. Verkefnið í kvöld verður miklu erfiðara. Flamengo hefur gengið allt í haginn síðustu mánuði og er bæði brasilískur meistari og Suður Ameríkumeistari í ár. Liðið er sókndjarft og kraftmikið. Framlína liðsins er hættuleg og það má ljóst vera að Liverpool þarf að spila mjög vel til að vinna.
Liverpool liðið er komið til Katar sem Evrópumeistari og Stóbikarhafi 2019. Allt hefur gengið í haginn í deildinni það sem af er leiktíðar og liðið er vel stemmt. Virgil van Dijk spilaði ekki á móti Monterrey í undanúrslitunum vegna veikinda en hann æfði í gær og ætti þess vegna að geta spilað í kvöld. Það er þó ekki útséð um það. Aðrir sterkustu leikmenn Liverpool ættu að vera leikfærir nema Georginio Wijnaldum sem meiddist í sigrinum á Watford fyrir viku. Hann fór þó með liðshópnum til Katar.
Liverpool hefur þrívegis, 1981, 1984 og 2005, átt þess að kost að vinna sér inn nafnbótina besta félagslið heims. Árið 1981 gerði Flamengo út um þá möguleika og það væri fullkominn endir á árinu ef Liverpool yrði heimsmeistari! Tækifæri til þess gefst ekki oft og nú er vonandi komið að því að Liverpool verði krýnt besta liðs veraldarinnar!
Ég spái því að Liverpool vinni úrslitaleikinn við Flamengo 2:1. Mohamed Salah og Sadio Mané skora mörkin. Evrópumeistararnir verða heimsmeistarar!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool fær í kvöld á Khalifa International alþjóðaleikvanginum í Dóha tækifæri til að vinna þriðja titil sinn á árinu. Um leið myndi Liverpool fá nafnbótina besta félagslið heimsins. Það hefur ekki verið afrekað áður hjá Liverpool. Það er því til mikils að vinna!
Evrópumeistararnir urðu að hafa sig alla við til að slá út Norður Ameríkumeistarana á miðvikudaginn. Verkefnið í kvöld verður miklu erfiðara. Flamengo hefur gengið allt í haginn síðustu mánuði og er bæði brasilískur meistari og Suður Ameríkumeistari í ár. Liðið er sókndjarft og kraftmikið. Framlína liðsins er hættuleg og það má ljóst vera að Liverpool þarf að spila mjög vel til að vinna.
Liverpool liðið er komið til Katar sem Evrópumeistari og Stóbikarhafi 2019. Allt hefur gengið í haginn í deildinni það sem af er leiktíðar og liðið er vel stemmt. Virgil van Dijk spilaði ekki á móti Monterrey í undanúrslitunum vegna veikinda en hann æfði í gær og ætti þess vegna að geta spilað í kvöld. Það er þó ekki útséð um það. Aðrir sterkustu leikmenn Liverpool ættu að vera leikfærir nema Georginio Wijnaldum sem meiddist í sigrinum á Watford fyrir viku. Hann fór þó með liðshópnum til Katar.
Liverpool hefur þrívegis, 1981, 1984 og 2005, átt þess að kost að vinna sér inn nafnbótina besta félagslið heims. Árið 1981 gerði Flamengo út um þá möguleika og það væri fullkominn endir á árinu ef Liverpool yrði heimsmeistari! Tækifæri til þess gefst ekki oft og nú er vonandi komið að því að Liverpool verði krýnt besta liðs veraldarinnar!
Ég spái því að Liverpool vinni úrslitaleikinn við Flamengo 2:1. Mohamed Salah og Sadio Mané skora mörkin. Evrópumeistararnir verða heimsmeistarar!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan