| Sf. Gutt

Það er ekkert í hendi!

 

Sumir telja að úrslitin séu ráðin og það sé aðeins formsatriði fyrir Liverpool að vinna deildina. Svo er ekki í herbúðum Liverpool! Andrew Robertson ítrekar að ekkert sé ennþá í hendi!

,,Auðvitað langar okkur að segja já við því en nei! Þar til meistaraskiltið verður hengt upp fyrir ofan okkur þá er ekkert í hendi. Jú, við erum með 16 stiga forystu en við vitum alveg hvað þetta er erfið barátta. Deildin er erfið og við getum okkur fulla grein fyrir því að staðan getur breyst á nokkrum vikum. Við verðum því að gera svo vel að hafa fulla einbeitingu og láta ekkert fara úrskeiðis. Ef við náum að gera það færumst við nær settu marki með hverjum leik. En við getum ekki leyft okkur að trúa því að eitthvað sé í hendi fyrr en flautað verður til leiksloka í leiknum sem allt ræðst í."

,,Því lengra sem líður þá eykst löngun annarra til að leggja okkur að velli. Við tökum engu sem gefnu. Við erum ekki farnir að fagna meistaratign. Við fögnum bara góðum sigrum. Vonandi helst þetta og þá getum við hugsanlega byrjað að fagna í maí."

Liverpool hefur sett fjölmörg glæsileg met síðustu mánuði. Andrew segir að þau muni ekki hafa fulla þýðingu nema að Liverpool vinni æðstu verðlaunin. 

,,Met hafa enga þýðingu nema þau skili manni í endamarkið. Vonandi verður svo á þessu keppnistímabili!" 


Vonandi nær Liverpool að bæta við fleiri titlum á þessari leiktíð en þrír unnust á síðasta ári!



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan