| HI
Meiðsli Sadio Mane eru ekki of alvarleg, eins og Jürgen Klopp orðaði á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn West Ham annað kvöld.
Eins og menn muna meiddist Mané snemma í leiknum gegn Wolves í síðustu viku og var ekki með í bikarleiknum gegn Shrewsbury á sunnudag, en líklega hefði hann ekki leikið stórt hlutverk í þeim leik hvort eð er. Meiðslin eru í aftanverðu læri.
Klopp staðfesti á blaðamannafundi að Mané yrði ekki með í leiknum gegn West Ham og líklega ekki heldur í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. Allar líkur eru hins vegar á að hann verði með í fyrsta leiknum eftir vetrarhléið, sem er útileikur á móti Norwich.
Þetta er léttir og vonandi stenst þetta plan, enda Mané líklega búinn að vera okkar besti maður í vetur.
TIL BAKA
Meiðsli Mane ekki mjög alvarleg
Meiðsli Sadio Mane eru ekki of alvarleg, eins og Jürgen Klopp orðaði á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn West Ham annað kvöld.
Eins og menn muna meiddist Mané snemma í leiknum gegn Wolves í síðustu viku og var ekki með í bikarleiknum gegn Shrewsbury á sunnudag, en líklega hefði hann ekki leikið stórt hlutverk í þeim leik hvort eð er. Meiðslin eru í aftanverðu læri.
Klopp staðfesti á blaðamannafundi að Mané yrði ekki með í leiknum gegn West Ham og líklega ekki heldur í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. Allar líkur eru hins vegar á að hann verði með í fyrsta leiknum eftir vetrarhléið, sem er útileikur á móti Norwich.
Þetta er léttir og vonandi stenst þetta plan, enda Mané líklega búinn að vera okkar besti maður í vetur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan