Chirivella að uppskera eins og hann sáir
Pedro Chirivella hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í bikarleikjunum í vetur, þar sem ungum leikmönnum hefur verið teflt fram. Chirivella hefur þó í þeim tilvikum verið með þeim eldri á vellinum.
Þessi 22 ára spænski miðjumaður hefur verið hjá Liverpool síðan árið 2015 og hefur þrisvar verið lánaður út. Á meðan menn eins og Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold hafa fest sig í sessi í byrjunarliðinu hefur Chirivella aldrei verið sérstaklega nálægt því. En frammistaða hans í þessum leikjum hefur þó vakið athygli á honum og jafnvel komið mörgum stuðningsmönnum á óvart. Leikurinn gegn Shrewsbury var sjötti leikur hans með aðalliðinu í vetur - og í einum þeirra bar hann fyrirliðabandið.
Neil Critchley þjálfari 23 ára liðsins er þó ekkert sérstaklega hissa á því sem Chirivella hefur sýnt. „Pedro hefur verið ótrúlegur. Það er frábært að vinna með honum. Hann elskar fótbolta, finnst frábært að spila og gæti gert það á hverjum degi. Hann hefur ótrúlegan skilning og reynslu til að vera miðað við hversu ungur hann er og hann miðlar af því til allra í kringum sig. Hann gefur allt til liðsins og fyrir liðið. Hann hugsar aldrei um sjálfan sig og fórnar sér stöðugt. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd með að hann sé að uppskera fyrir alla vinnuna sem hann leggur á sig.“
Eins og áður sagði var Chirivella fyrirliði í einum leik, gegn Aston Villa í deildarbikarnum í desember. Critchley segir að hann hafi þó ekki þurft á því að halda til að vera fyrirmynd fyrir félaga sína. „Hann er fyrstur á æfingasvæðið alla daga, hann spilar eins og leiðtogi og er vinsæll hjá liðinu af þeim sökum. Ég er gríðarlega stolur af Pedro og hann verðskuldar þá reynslu sem hann er að öðlast núna meira en nokkur annar.“
Það verður ennþá að teljast ólíklegt að Chirivella nái að komast reglulega inn í aðalliðið. En í það minnsta er orðspor hans að vaxa með framgöngu hans í síðustu leikjum og það verður gaman að sjá hvernig framtíð hans verður.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!