| Sf. Gutt
Liverpool mætir Chelsea í 5. umferð FA bikarsins í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvernig liði Liverpol verður stillt upp en hingað til í keppninni á móti Everton og Shrewsbury Town var liðið að mestu skipað ungliðum. Frá tapleiknum gegn Watford hafa þeir Joe Gomez bæst við í hópinn en þeir voru meiddir um helgina. Liverpool hefur ekki sýnt mikið í þessari merku keppni síðustu árin og aldrei komist lengra en í 5. umferð eftir að Jürgen Klopp tók við.
Það verður leikið til þrautar á Stamford Bridge. Verði staðan jöfn eftir 90 mínútur verður framlengt og náist ekki að útkljá viðureingina í framlengingu ráðast úrslit í vítaspyrnukeppni!
Liverpool og Chelsea mættust í leiknum um Stórbikar Evrópu í ágúst og hafði Liverpool þá betur í vítaspyrnukeppni eftir 2:2 jafntefli. Liverpool vann svo 1:2 á Stamford Bridge í deildinni í haust.
Liðin mættust í úrslitaleik keppninnar 2012 og þá vann Chelsea 2:1. Það hefur oft vitað á gott þegar Liverpool hefur lagt Chelsea í FA bikarnum. Síðast þegar það gerðist þá vann Liverpool 2:1 í undanúrslitum 2006, fór í úrslit og vann keppnina eftir vítaspyrnusigur á West Ham United í úrslitaleik sem síðan var kenndur við Steven Gerrard. Liverpool vann Chelsea líka 1965 og 1986 á leið sinni að sigri í FA bikarnum!
TIL BAKA
Allt eða ekkert!
Liverpool mætir Chelsea í 5. umferð FA bikarsins í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvernig liði Liverpol verður stillt upp en hingað til í keppninni á móti Everton og Shrewsbury Town var liðið að mestu skipað ungliðum. Frá tapleiknum gegn Watford hafa þeir Joe Gomez bæst við í hópinn en þeir voru meiddir um helgina. Liverpool hefur ekki sýnt mikið í þessari merku keppni síðustu árin og aldrei komist lengra en í 5. umferð eftir að Jürgen Klopp tók við.
Það verður leikið til þrautar á Stamford Bridge. Verði staðan jöfn eftir 90 mínútur verður framlengt og náist ekki að útkljá viðureingina í framlengingu ráðast úrslit í vítaspyrnukeppni!
Liverpool og Chelsea mættust í leiknum um Stórbikar Evrópu í ágúst og hafði Liverpool þá betur í vítaspyrnukeppni eftir 2:2 jafntefli. Liverpool vann svo 1:2 á Stamford Bridge í deildinni í haust.
Liðin mættust í úrslitaleik keppninnar 2012 og þá vann Chelsea 2:1. Það hefur oft vitað á gott þegar Liverpool hefur lagt Chelsea í FA bikarnum. Síðast þegar það gerðist þá vann Liverpool 2:1 í undanúrslitum 2006, fór í úrslit og vann keppnina eftir vítaspyrnusigur á West Ham United í úrslitaleik sem síðan var kenndur við Steven Gerrard. Liverpool vann Chelsea líka 1965 og 1986 á leið sinni að sigri í FA bikarnum!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan