Klopp: Mistök kostuðu leikinn
Jürgen Klopp er að vonum ekki sáttur við gengi liðsins í undanförnum leikjum. Þrír af fjórum síðustu leikjum hafa tapast - nokkuð sem liðið hefur ekki átt að venjast í vetur.
Um leikinn gegn Chelsea sagði hann. „Það er ekki gott að tapa 2-0 en í þetta sinn er einfalt að útskýra það - við gerðum tvö mjög slæm mistök í aðdraganda markanna. Adrian varði frábærlega örskömmu fyrir fyrra markið en gat svo ekki varið gott skot frá Willian. En við misstum boltann fyrir skotið og það er vandamálið. Ég var ánægður með viðbrögðin, þetta var baráttuleikur og bæði lið hlupu mikið. Við vissum að leikurinn yrði erfiður en við áttum okkar stundir í leiknum, góð færi, sérstaklega þegar við áttum þrjú eða fjögur skot í sömu sókninni. Síðan fengum við á okkur annað mark og það gerði hlutina auðvitað ekki auðveldari fyrir okkur. Chelsea varðist með öllu sem þeir áttu. Við gátum ekki skorað og erum því úr leik, sem er alls ekki það sem við vildum.“
Hann var þó sáttari við frammistöðu liðsins en í leiknum á undan. „Við spiluyðum mjög illa á móti Watford en þessi frammistaða var ekki slæm. Við gerðum sjö breytingar þar sem við vissum að þetta yrði baráttuleikur og að það yrði mikið um spretti á miðjunni. Ég hef ekki áhyggjur af frammistöðu kvöldsins. Svona er fótboltinn, þegar maður gerir alvarleg mistök tapast leikir.“
Um þetta slæma gengi segir Klopp. „Ég sé tölfræðina. Hún er slæm. Við viljum ekki fá á okkur svona mörg mörk, og það er ekki eins og við viljum ekki fara að skora reglulega aftur. Ég held að það sé ekki langt í að það lagist. Þetta eru smáatriði sem eru að, en þau skipta miklu máli. Drengirnir eru sterkir og hafa margoft brugðist frábærlega við slæmri stöðu og nú þarf að gera það aftur. Það er allt og sumt.“
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum