| Sf. Gutt
Liverpool tók skref nærri settu marki þegar liðið vann Bournemouth 2:1 á Anfield Road í dag. Sigurinn var í senn harðsóttur og sætur!
Eins og lá fyrir þá var sterkasta lið sem völ var á sent til leiks. Í gær var greint frá meiðslum Alisson Becker og því stóð Adrián San Miguel í markinu. Ákveðið var að láta James Milner leika stöðu vinstri bakvarðar en Andrew Robertson var hvíldur.
Liverpool hélt boltanum fyrstu mínúturnar sem voru mjög rólegar en svo upp úr þurru komst Bournemouth yfir á 9. mínútu. Callum Wilson skoraði þá frír á fjærstöng af stuttu færi eftir sendingu frá hægri. Vörn Liverpool var úti á túni og reyndar ekki alveg að ástæðulausu því Callum hrinti Joe Gomez í aðdraganda marksins. Líklega áttu flestir von á því sjónvarpsskoðun myndi leiða brotið í ljós en svo var ekki! Furðulegt!
Markið setti Liverpoout af laginu og á 14. mínútu átti Nathan Aké skalla eftir horn sem Adrián San Miguel sló yfir markið. Það var ekki fyrr en á 17. mínútu að Liverpool fékk færi. Trent Alexander-Arnold sendi þá inn í teiginn á Roberto Firmino sem náði skoti en Aaron Ramsdale varði með úthlaupi.
Á 24. mínútu komst Liverpool inn í leikinn. Sadio Mané náði boltanum af varnarmanni í öftustu línu, lék inn í vítateigin þar sem hann sendi til hægri á Mohamed Salah. Sendingin var ekki nógu nákvæm og var hálfvegis fyrir aftan Moahmed en Egyptinn náði að leggja boltann fyrir sig, koma sér í skotstöðu og skjóta boltanum neðst í hægra hornið. Mjög vel gert hjá Moahmed en hroðaleg mistök í vörn gestanna.
Níu mínútum seinna var Liverpool búið að snúa leiknum sér í vil. Virgil van Dijk komst inn í sendingu við miðju vallarsins og stakk boltanum rakleiðis inn fram á Sadio sem komast á auðan sjó. Hann lék fram að vítateignum þaðan sem hann skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í sama horn og Moahmed. Aftur mikil mistök hjá gestunum sem Liverpool færði sér fyllilega í nyt!
Liverpool var sterkari aðilinn en Bournemouth voru alltaf ógnandi. Á 37. mínútu lagði Mohamed upp skotfæri fyrir James en skot hans var varið. Litlu síðar ógnaði Junior Stanislas með skoti sem Adrián varði. Liverpool leiddi því með einu marki eftir fyrri hálfleik.
Liverpool hafði öll völd á leiknum í síðari hálfleik og hélt boltanum oft lengi. Bournemoth ógnaði sjaldan en á 60. mínútu mátti liltu muna. Ryan Fraser slapp þá einn inn fyrir vörn Liverpool og lyfti boltanum yfir Adrián sem kom út á móti honum. Boltinn stefndi í markið þar til James kom til skjalanna og bjargaði við marklínuna með því að teygja sig í boltann og sparka honum í burtu! Frábærlega gert hjá fyrirliða dagsins sem þarna sýndi að það á aldrei að gefast upp. Þetta atvik fór beinustu leið í annála Liverpool Liverpool Fottball Club.
Þó svo að Liverpool hefði undirtökin mátti ekkert út af bera og illa gekk að gera út um leikinn. Á 72. mínútu sendi Roberto fyrir frá vinstri en Sadio náði ekki til boltans frír fyrir framan autt mark. Nokkrum andartökum seinna fékk Sadio boltann við vítateigshornið vinstra megin og átti stórfenglegt skot sem hafnaði í vinklinum fjær!
Á síðustu mínútunni átti Bournemouth dauðafæri. Vörn Liverpool opnaðist eftir aukaspyrnu og Nathan komst í opið færi en í stað þess að skjóta sendi hann á Callum sem hitti ekki boltann í dauðafæri en hann var reyndar rangstæður. Þar slapp Liverpool vel. Roberto hefði átt að stækka sigurinn hinu megin en hann skaut yfir úr dauðafæri eftir að Mohamed hafði lagt upp færi fyrir hann. Þetta kom sem betur fer ekki að sök því Liverpool hafði sigur og þrjú stig sem færa liðið nær settu marki!
Liverpool spilaði ekki ýkja vel í leiknum en leikmenn settu undir sig hausinn og höfðu fram mikilvægan sigur eftir tvö töp í röð. Léttir stuðningsmanna Liverpool var mikill þegar þeir fögnuðu sigrinum í leikslok!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Milner; Wijnaldum, Fabinho, Oxlade-Chamberlain (Lallana 84. mín.); Salah, Firmino (Origi 90. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Lonergan, Keita, Minamino, Matip og Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (24. mín.) og Sadio Mané (33. mín.).
Bournemouth: Ramsdale; Stacey, S. Cook (Simpson, 19. mín.), Ake, Smith; Billing, Lerma, (Gosling 81. mín.) L Cook; Fraser, Wilson og Stanislas (Solanke 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Boruc, Surman, Rico og Surridge.
Mark Bournemouth: Callum Wilson (9. mín.).
Gult spjald: Callum Wilson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.323.
Maður leiksins: James Milner. Fyrirliði dagsins var frábær og hápunkturinn var þegar hann bjargaði marki á ótrúlegan hátt. Óbilandi leikmaður! Lykilmaður!
Jürgen Klopp: Það þarf að berjast af fullum krafti. Það skiptir öllu. Núna erum við með 82 stig sem er virkilega fínt. Við þurfum að halda baráttunni áfram. Berjast almennilega við alla mótherja okkar og það gerðum við í dag!
- Liverpool vann sinn 22. deildarleik í röð á Anfield Road. Þessi sigurganga er met í efstu deild frá upphafi vega á Englandi.
- Liverpool átti gamla metið sem var 21 leikur. Það met var sett undir stjórn Bill Shankly 1972.
- Þetta var 55. deildarleikur Liverpool í röð án taps á Anfield.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann lék sinn 100. deildarleik og markið var númer 70 í deildinni.
- Mohamed hefur skorað í öllum sex leikjum sínum á móti Bournemouth.
- Sadio Mané skoraði í 18. sinn á leiktíðinni.
- Liverpol hefur unnið síðustu sex leiki á móti Bournemouth. Markatalan í þeim leikjum er 19:1.
- Roberto Firmino hefur enn ekki skorað á Anfield á leiktíðinni.
TIL BAKA
Skref nær settu marki!
Liverpool tók skref nærri settu marki þegar liðið vann Bournemouth 2:1 á Anfield Road í dag. Sigurinn var í senn harðsóttur og sætur!
Eins og lá fyrir þá var sterkasta lið sem völ var á sent til leiks. Í gær var greint frá meiðslum Alisson Becker og því stóð Adrián San Miguel í markinu. Ákveðið var að láta James Milner leika stöðu vinstri bakvarðar en Andrew Robertson var hvíldur.
Liverpool hélt boltanum fyrstu mínúturnar sem voru mjög rólegar en svo upp úr þurru komst Bournemouth yfir á 9. mínútu. Callum Wilson skoraði þá frír á fjærstöng af stuttu færi eftir sendingu frá hægri. Vörn Liverpool var úti á túni og reyndar ekki alveg að ástæðulausu því Callum hrinti Joe Gomez í aðdraganda marksins. Líklega áttu flestir von á því sjónvarpsskoðun myndi leiða brotið í ljós en svo var ekki! Furðulegt!
Markið setti Liverpoout af laginu og á 14. mínútu átti Nathan Aké skalla eftir horn sem Adrián San Miguel sló yfir markið. Það var ekki fyrr en á 17. mínútu að Liverpool fékk færi. Trent Alexander-Arnold sendi þá inn í teiginn á Roberto Firmino sem náði skoti en Aaron Ramsdale varði með úthlaupi.
Á 24. mínútu komst Liverpool inn í leikinn. Sadio Mané náði boltanum af varnarmanni í öftustu línu, lék inn í vítateigin þar sem hann sendi til hægri á Mohamed Salah. Sendingin var ekki nógu nákvæm og var hálfvegis fyrir aftan Moahmed en Egyptinn náði að leggja boltann fyrir sig, koma sér í skotstöðu og skjóta boltanum neðst í hægra hornið. Mjög vel gert hjá Moahmed en hroðaleg mistök í vörn gestanna.
Níu mínútum seinna var Liverpool búið að snúa leiknum sér í vil. Virgil van Dijk komst inn í sendingu við miðju vallarsins og stakk boltanum rakleiðis inn fram á Sadio sem komast á auðan sjó. Hann lék fram að vítateignum þaðan sem hann skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í sama horn og Moahmed. Aftur mikil mistök hjá gestunum sem Liverpool færði sér fyllilega í nyt!
Liverpool var sterkari aðilinn en Bournemouth voru alltaf ógnandi. Á 37. mínútu lagði Mohamed upp skotfæri fyrir James en skot hans var varið. Litlu síðar ógnaði Junior Stanislas með skoti sem Adrián varði. Liverpool leiddi því með einu marki eftir fyrri hálfleik.
Liverpool hafði öll völd á leiknum í síðari hálfleik og hélt boltanum oft lengi. Bournemoth ógnaði sjaldan en á 60. mínútu mátti liltu muna. Ryan Fraser slapp þá einn inn fyrir vörn Liverpool og lyfti boltanum yfir Adrián sem kom út á móti honum. Boltinn stefndi í markið þar til James kom til skjalanna og bjargaði við marklínuna með því að teygja sig í boltann og sparka honum í burtu! Frábærlega gert hjá fyrirliða dagsins sem þarna sýndi að það á aldrei að gefast upp. Þetta atvik fór beinustu leið í annála Liverpool Liverpool Fottball Club.
Þó svo að Liverpool hefði undirtökin mátti ekkert út af bera og illa gekk að gera út um leikinn. Á 72. mínútu sendi Roberto fyrir frá vinstri en Sadio náði ekki til boltans frír fyrir framan autt mark. Nokkrum andartökum seinna fékk Sadio boltann við vítateigshornið vinstra megin og átti stórfenglegt skot sem hafnaði í vinklinum fjær!
Á síðustu mínútunni átti Bournemouth dauðafæri. Vörn Liverpool opnaðist eftir aukaspyrnu og Nathan komst í opið færi en í stað þess að skjóta sendi hann á Callum sem hitti ekki boltann í dauðafæri en hann var reyndar rangstæður. Þar slapp Liverpool vel. Roberto hefði átt að stækka sigurinn hinu megin en hann skaut yfir úr dauðafæri eftir að Mohamed hafði lagt upp færi fyrir hann. Þetta kom sem betur fer ekki að sök því Liverpool hafði sigur og þrjú stig sem færa liðið nær settu marki!
Liverpool spilaði ekki ýkja vel í leiknum en leikmenn settu undir sig hausinn og höfðu fram mikilvægan sigur eftir tvö töp í röð. Léttir stuðningsmanna Liverpool var mikill þegar þeir fögnuðu sigrinum í leikslok!
Liverpool: Adrian; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Milner; Wijnaldum, Fabinho, Oxlade-Chamberlain (Lallana 84. mín.); Salah, Firmino (Origi 90. mín.) og Mané. Ónotaðir varamenn: Lonergan, Keita, Minamino, Matip og Williams.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (24. mín.) og Sadio Mané (33. mín.).
Bournemouth: Ramsdale; Stacey, S. Cook (Simpson, 19. mín.), Ake, Smith; Billing, Lerma, (Gosling 81. mín.) L Cook; Fraser, Wilson og Stanislas (Solanke 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Boruc, Surman, Rico og Surridge.
Mark Bournemouth: Callum Wilson (9. mín.).
Gult spjald: Callum Wilson.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.323.
Maður leiksins: James Milner. Fyrirliði dagsins var frábær og hápunkturinn var þegar hann bjargaði marki á ótrúlegan hátt. Óbilandi leikmaður! Lykilmaður!
Jürgen Klopp: Það þarf að berjast af fullum krafti. Það skiptir öllu. Núna erum við með 82 stig sem er virkilega fínt. Við þurfum að halda baráttunni áfram. Berjast almennilega við alla mótherja okkar og það gerðum við í dag!
Fróðleikur
- Liverpool vann sinn 22. deildarleik í röð á Anfield Road. Þessi sigurganga er met í efstu deild frá upphafi vega á Englandi.
- Liverpool átti gamla metið sem var 21 leikur. Það met var sett undir stjórn Bill Shankly 1972.
- Þetta var 55. deildarleikur Liverpool í röð án taps á Anfield.
- Mohamed Salah skoraði 20. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann lék sinn 100. deildarleik og markið var númer 70 í deildinni.
- Mohamed hefur skorað í öllum sex leikjum sínum á móti Bournemouth.
- Sadio Mané skoraði í 18. sinn á leiktíðinni.
- Liverpol hefur unnið síðustu sex leiki á móti Bournemouth. Markatalan í þeim leikjum er 19:1.
- Roberto Firmino hefur enn ekki skorað á Anfield á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan