Garcia jákvæður fyrir leikinn gegn Atletico
Garcia, sem varð Evrópumeistari með Liverpool árið 2005, segir að leikurinn verði erfiður fyrir bæði lið. „Liðsmenn Atletico vita að það er erfitt að koma á Anfield og fá lið fara þaðan með eitthvað í farteskinu. En þeir vita líka að Diego Simeone veit nákvæmlega hvernig á að spila úr þeirri stöðu sem liðið er í. Eftir það em við sáum á Metropolitano, þegar þeir vörðust vel og lögðu gríðarlega hart að sér, biðu færis og beittu svo skyndisóknum, telja þeir að þeir geti komist áfram.
Á hinn bóginn vita þeir líka hvernig Liverpool hefur brugðist við á Anfield þegar Liverpool hefur þurft að skora mörk, og tekist það í mörg skipti. Þeir vita hvernig stemningin verður á Anfield ef liðið þarf að skora eitt, tvö eða þrjú mörk. Ég er nokkuð jákvæður. Ég held að Liverpool hafi kraftinn, gæðin og hæfileikann til að ráða við stöðuna og komast áfram.“
Garcia telur líklegt að byrjun leiksins muni skipta miklu máli. „Fyrstu tuttugu mínúturnar verða mjög mikilvægar eftir það sem gerðist á Metropolitano þegar Liverpool byrjaði vel, stjórnaði leiknum en Atletico skoraði snemma eftir frákast. Liverpool verður að stjórna leiknum. Líklega mun Atletico byrja á pressu til að koma í veg fyrir að Liverpool sæki hratt á þá því þeir vita að Liverpool vill byrja leikinn á fullu, pressa hátt, ná boltanum og skora. Liverpool getur skorað snemma í leiknum og sett pressu á hitt liðið. Það held ég að verði lykilatriði.“
Luis Garcia lék tvívegis með Atletico Madrid. Fyrst 2002/03 og svo frá 2007 til 2009. Hann gekk til liðs við Atletico þegar hann yfirgaf Liverpool 2007.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!