| Sf. Gutt
Er endalaus saga byrjuð aftur? Allt frá áramótum hafa fjölmiðar reglulega fjallað um málefni Philippe Coutinho. Hann er núna hjá Bayern Munchen sem lánsmaður frá Barcelona.
Philippe fór frá Liverpool til Barcelona í janúar 2018. Söluverðið var gefið upp sem 105 milljónir sterlingspunda en upphæðin átti að geta farið upp í 142 milljónir ef ákveðin ákvæði í samningnum myndu virkjast. Philippe gekk þokkalega til vors en Barcelona vann bæði deild og bikar á Spáni auk þess sem Stórbikar Spánar vannst í framhaldinu. Hann varð svo aftur spænskur meistari leiktíðina 2018/19. Þrátt fyrir sinn þátt í þessum fjórum titlum náði Philippe ekki að leika jafn vel og vonir stóðu til.
Í fyrrasumar var Philippe mikið orðaður við endurkomu til Liverpool en það endaði með því að hann fór sem lánsmaður til Bayern Munchen. Honum hefur gengið nokkuð vel í Þýskalandi en samt ekki eins vel og reiknað var með. Bayern mun eiga forkaupsrétt á Brasilíumanninum en ætla ekki að nýta sér þann rétt. Bayern ætlar sem sagt ekki að kaupa hann og Barcelona vill selja hann. Framtíð Philippe er því nokkuð í lausu lofti.
Philippe mun hafa sagt vinum sínum að það hafi verið mistök hjá honum að fara frá Liverpool. Trúlega langar hann aftur þangað en ekki er líklegt að sú verði raunin. Hann yrði mjög dýr og eins er hann með mikið hærra kaup hjá Barcelona að því að sagt er.
Hvað sem framtíðin ber í skauti sér fyrir Philippe Coutinho þá má telja líklegt að hann verði áfram orðaður við Liverpool. Það er svo sem ekki útilokað að hann komi til baka en þó varla líklegt.
TIL BAKA
Er endalaus saga byrjuð aftur?
Er endalaus saga byrjuð aftur? Allt frá áramótum hafa fjölmiðar reglulega fjallað um málefni Philippe Coutinho. Hann er núna hjá Bayern Munchen sem lánsmaður frá Barcelona.
Philippe fór frá Liverpool til Barcelona í janúar 2018. Söluverðið var gefið upp sem 105 milljónir sterlingspunda en upphæðin átti að geta farið upp í 142 milljónir ef ákveðin ákvæði í samningnum myndu virkjast. Philippe gekk þokkalega til vors en Barcelona vann bæði deild og bikar á Spáni auk þess sem Stórbikar Spánar vannst í framhaldinu. Hann varð svo aftur spænskur meistari leiktíðina 2018/19. Þrátt fyrir sinn þátt í þessum fjórum titlum náði Philippe ekki að leika jafn vel og vonir stóðu til.
Í fyrrasumar var Philippe mikið orðaður við endurkomu til Liverpool en það endaði með því að hann fór sem lánsmaður til Bayern Munchen. Honum hefur gengið nokkuð vel í Þýskalandi en samt ekki eins vel og reiknað var með. Bayern mun eiga forkaupsrétt á Brasilíumanninum en ætla ekki að nýta sér þann rétt. Bayern ætlar sem sagt ekki að kaupa hann og Barcelona vill selja hann. Framtíð Philippe er því nokkuð í lausu lofti.
Philippe mun hafa sagt vinum sínum að það hafi verið mistök hjá honum að fara frá Liverpool. Trúlega langar hann aftur þangað en ekki er líklegt að sú verði raunin. Hann yrði mjög dýr og eins er hann með mikið hærra kaup hjá Barcelona að því að sagt er.
Hvað sem framtíðin ber í skauti sér fyrir Philippe Coutinho þá má telja líklegt að hann verði áfram orðaður við Liverpool. Það er svo sem ekki útilokað að hann komi til baka en þó varla líklegt.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan