| Sf. Gutt
Sagan sem var búin heldur áfram. Philippe Coutinho var kominn á draumastaðinn í Barcelona en svo var ekki jafn gott að vera þar og til stóð. Nú langar hann aftur heim til Liverpool!
Eins og fram hefur komið hefur Philippe ekki vegnað nógu vel hjá Barcelona og hann var svo lánaður til Bayern München fyrir þessa leiktíð. Þýska liðið fékk forkaupsrétt ef rétt er skilið en þann rétt mun félagið ekki ætla að nýta sér. Barcelona á því Brasilíumanninn ennþá.
Nú segja fréttir að Philippe og ráðgjafar hans hafi sett sig í samband við Liverpool með þá ósk að kaupa hann heim. Samkvæmt sömu fréttum hafa forráðamenn Liverpool ekki hug á að kaupa Philippe.
Svo flækir málið að Barcelona hefur ekki borgað Liverpool ennþá allt kaupverðið sem var 105 milljónir sterlingspunda. Reyndar átti upphæðin að geta farið upp í 142 milljónir punda ef hin ýmsu ákvæði í kaupsamningnum myndu uppfyllast. Liverpool átti til dæmis að fá tæpar 18 milljónir þegar hann næði 100 leikjum en hann er nú ekki ennþá búinn að ná þeim leikjafjölda. Það er því ekki gott fyrir Liverpool að Philippe skuli ekki ganga betur hjá Barcelona. Sagan endalausa heldur áfram!
TIL BAKA
Philippe langar heim!
Sagan sem var búin heldur áfram. Philippe Coutinho var kominn á draumastaðinn í Barcelona en svo var ekki jafn gott að vera þar og til stóð. Nú langar hann aftur heim til Liverpool!
Eins og fram hefur komið hefur Philippe ekki vegnað nógu vel hjá Barcelona og hann var svo lánaður til Bayern München fyrir þessa leiktíð. Þýska liðið fékk forkaupsrétt ef rétt er skilið en þann rétt mun félagið ekki ætla að nýta sér. Barcelona á því Brasilíumanninn ennþá.
Nú segja fréttir að Philippe og ráðgjafar hans hafi sett sig í samband við Liverpool með þá ósk að kaupa hann heim. Samkvæmt sömu fréttum hafa forráðamenn Liverpool ekki hug á að kaupa Philippe.
Svo flækir málið að Barcelona hefur ekki borgað Liverpool ennþá allt kaupverðið sem var 105 milljónir sterlingspunda. Reyndar átti upphæðin að geta farið upp í 142 milljónir punda ef hin ýmsu ákvæði í kaupsamningnum myndu uppfyllast. Liverpool átti til dæmis að fá tæpar 18 milljónir þegar hann næði 100 leikjum en hann er nú ekki ennþá búinn að ná þeim leikjafjölda. Það er því ekki gott fyrir Liverpool að Philippe skuli ekki ganga betur hjá Barcelona. Sagan endalausa heldur áfram!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan