| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Chirivella til Nantes
Spánverjinn Pedro Chirivella mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út nú um næstu mánaðarmót. Hann hefur náð samningum við franska félagið Nantes.
Chirivella kom til Liverpool árið 2013 frá Valencia á Spáni. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið þegar hann kom inná sem varamaður í Evrópudeildarleik gegn Bordeaux í september 2015. Hann kom við sögu í fjórum leikjum til viðbótar þetta tímabil.
Í janúar 2017 var hann svo lánaður til Go Ahead Eagles í Hollandi þar sem hann spilaði 17 leiki og skoraði tvö mörk, það dugði þó ekki til að bjarga félaginu frá falli úr hollensku úrvalsdeildinni. Seinna um sumarið var hann svo lánaður aftur til Hollands og nú til Willem II. Þar spilaði hann 35 leiki í deild og bikar og þótti standa sig ágætlega þegar liðið endaði í 13. sæti úrvalsdeildar.
Í janúar 2019 var Chirivella svo enn lánaður út, í þetta skiptið til Extremadura á Spáni. Eitthvað klikkaði í skjalamálunum því réttir pappírar skiluðu sér ekki í tækað tíð og Chirivella gat því ekki spilað neitt með liðinu.
Þegar núverandi tímabil hófst í fyrra haust var Chirivella skráður í 25 manna leikmannahóp liðsins. Þann 25. september spilaði hann í fyrsta sinn með aðalliðinu í rúmlega þrjú ár þegar hann kom inná sem varamaður í deildarbikarleik gegn MK Dons. Eftir þann leik kom svo í ljós að enn og aftur voru skráningar pappírar í einhverju veseni og hann mátti í raun ekki spila leikinn ! Það hafði sem betur fer ekki áhrif á úrslit leiksins.
Hann var svo fyrirliði liðsins í deildarbikarleik gegn Aston Villa í desember en eins og flestir muna voru aðalliðsleikmennirnir farnir til Katar til að keppa í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann var svo í byrjunarliðinu í tveimur FA bikarleikjum á Anfield gegn Everton og Shrewsbury.
En nú semsagt er það ljóst að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og Nantes í Frakklandi er næsti áfangastaður Spánverjans. Nantes voru í 13. sæti frönsku deildarinnar þegar tímabilið var flautað af eftir COVID-19.
Við óskum Pedro Chirivella góðs gengis með nýju liði.
Chirivella kom til Liverpool árið 2013 frá Valencia á Spáni. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið þegar hann kom inná sem varamaður í Evrópudeildarleik gegn Bordeaux í september 2015. Hann kom við sögu í fjórum leikjum til viðbótar þetta tímabil.
Í janúar 2017 var hann svo lánaður til Go Ahead Eagles í Hollandi þar sem hann spilaði 17 leiki og skoraði tvö mörk, það dugði þó ekki til að bjarga félaginu frá falli úr hollensku úrvalsdeildinni. Seinna um sumarið var hann svo lánaður aftur til Hollands og nú til Willem II. Þar spilaði hann 35 leiki í deild og bikar og þótti standa sig ágætlega þegar liðið endaði í 13. sæti úrvalsdeildar.
Í janúar 2019 var Chirivella svo enn lánaður út, í þetta skiptið til Extremadura á Spáni. Eitthvað klikkaði í skjalamálunum því réttir pappírar skiluðu sér ekki í tækað tíð og Chirivella gat því ekki spilað neitt með liðinu.
Þegar núverandi tímabil hófst í fyrra haust var Chirivella skráður í 25 manna leikmannahóp liðsins. Þann 25. september spilaði hann í fyrsta sinn með aðalliðinu í rúmlega þrjú ár þegar hann kom inná sem varamaður í deildarbikarleik gegn MK Dons. Eftir þann leik kom svo í ljós að enn og aftur voru skráningar pappírar í einhverju veseni og hann mátti í raun ekki spila leikinn ! Það hafði sem betur fer ekki áhrif á úrslit leiksins.
Hann var svo fyrirliði liðsins í deildarbikarleik gegn Aston Villa í desember en eins og flestir muna voru aðalliðsleikmennirnir farnir til Katar til að keppa í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Hann var svo í byrjunarliðinu í tveimur FA bikarleikjum á Anfield gegn Everton og Shrewsbury.
En nú semsagt er það ljóst að hann hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og Nantes í Frakklandi er næsti áfangastaður Spánverjans. Nantes voru í 13. sæti frönsku deildarinnar þegar tímabilið var flautað af eftir COVID-19.
Við óskum Pedro Chirivella góðs gengis með nýju liði.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan