| Sf. Gutt

Meistari í tveimur löndum!


Uppskera Takumi Minamino á leiktíðinni 2019/20 er mikil og góð. Japaninn varð landsmeistari í tveimur löndum. Geri aðrir betur!



Takumi hóf leiktíðina í Austurríki með Red Bull Salzburg. Í desember var staðfest að hann gengi til liðs við Liverpool á nýju ári. Japaninn spilaði sína fyrstu leiki með Liverpool í janúar.


Takumi náði sér aldrei almennilega á strik hjá Liverpool í byrjun en spilaði 14 leiki í öllum keppnum. Tíu af leikjunum voru í deildinni og það dugði vel til þess að hann fékk verðlaunapening fyrir að verða Englandsmeistari. 

Á sama tíma í Austurríki varð Red Bull Salzburg meistari sjöunda keppnistímabilið í röð og 14. sinn alls. Takumi taldist landsmeistari þar sem hann var búinn að spila 14 deildarleiki áður en hann fór til Liverpool. Hann kom til Salzburg 2014 og varð meistari á öllum leiktíðum sínum hjá félaginu. Hann varð austurrískur bikarmeistari 2015, 2016, 2017 og 2019.  



Takumi á örugglega eftir að ná sér betur á strik á þessari leiktíð. En hann varð alla vega tvöfaldur landsmeistari á leiktíðinni 2019/20 og hann á örugglega aldrei eftir að gleyma henni.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan